Vera - 01.08.1999, Page 36

Vera - 01.08.1999, Page 36
A Anna Elísabet Ólafsdóttir Hvað og hvenær á að borða? Efni RDA” Máltíð A Máltíð B Orka (kkal) 670 720 670 Prótein (g) 18 13 21 Fita (g) 21 36 20 Kolvetni (g) 100 115 99 Trefjar (g) 7 2,2 10,4 A-vítamín (ug) 225 63 470 C-vitamín (mg) 15 1,5 170 Þíamín (mg) 0,3 0,2 0,8 Ríbóflavín (mg) 0,4 0,3 0,5 Kalk (mg) 200 115 314 Járn (mg) 3 4,4 3,9 " Ráðlagður skammtur í hádegi fyrir karlmann. Eins og sjá má í töflunni þá er samlokumáltíðin orkuminni og nær ráð- leggingunum, jafnframt því sem hún er mun næringarríkari og betur samsett m.t.t. orkuefna s.s. fitu. Reglulegt mataræði er mikilvægt þegar hugsað er til forvarna í heil- brigðismálum. Ein algeng afleiðing óreglulegs mataræðis er t.d. offita en það er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þróaðra ríkja í dag, auk þess sem hún veldur mörgum hugarangri og skapar lélegri sjálfsímynd en ella þyrfti að vera. En hvað er reglulegt mataræði? Almennt má segja að 3-6 máltíðir á dag séu hverjum einstaklingi nauðsynlegar. Aðalmál- tíðir ættu að vera þrjár, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður en millimáltíðir ein til þrjár, eða morgunhressing, síðdegishressing og kvöld- hressing. Fjöldi millimáltíða er háður þörfum einstaklingsins en heildar- fjöldi máltíða skyldi þó aldrei vera færri en þrjár á dag. Morgunverður Morgunverður er fyrsta máltíð dagsins og sem betur fer eru margir sem borða áður en þeir fara til sinna starfa. Algengasti morgunverðurinn er morgunkorn eða brauð og er það ágætt svo framarlega sem morgun- kornið er ekki sykurdrukkið korn. Dæmi um góðan morgunverð: Tvær sneiðar brauð m/smjörva og banana. Eitt glas appelsínusafi. Orkuinnihald er um 420 kkal, þar af er fita 20 %. Hádegisverður Hádegisverður getur vafist fyrir mörgum. Þeir sem eru útivinnandi þurfa að borða í mötuneytum eða taka með sér nesti. Mötuneytin eru ekki öll jafn góð og nestið vill stundum gleymast og því getur maður staðið uppi með svangan kropp og engan eða lítt spennandi mat. Þetta er frekar óskemmtilegt en með góðri skipulagningu getum við losnað við að lenda í slíkum aðstæðum. Dæmi um góðan hádegisverð: (óþarflega stór máltíð fyrir þá sem hafa litla orkuþörf): ein samloka m/osti og papriku, ein samloka m/eggi, tómat og gúrku, banani og trópí. Orkuinnihald er um 670 kkal, fita þar af 27 %. Til gamans skulum við bera saman samlokumáltíðina hér að ofan og skyndibita sem ekki er óalgengur: Máltíð A: 1 pylsa m/öllu, fullt glas af kóki og eitt prins póló. Máltíð B: 2 samlokur m/eggi, tómat og gúrku, og osti og papriku, trópí, banani. Síðdegishressing Síðdegishressing er mun mikilvægari en margur heldur. Það er vegna þess að ef borðað er á hefðbundnum íslenskum matmálstímum, kl. 12:00 og 19:00, þá líða sjö klukkustundir á milli máltíða sem er allt of langur tími og eykur líkur á að fólk borði óhóflega mikið er kemur að kvöldmáltíð. Á vinnustöðum er oft ekki gert ráð fyrir síðdegishressingu og enn minni líkur eru á að fólk taki með sér síðdegisnesti en nesti í há- degi, auk þess sem útréttingar geta eyðilagt tíma fyrir hressingu. Orku- leysi gerir þá gjarnan vart við sig og þá er sælgæti oft auðveld lausn. Sjoppur eru á hverju horni og jafnvel á vinnustaðnum sjálfum. Freisting- < in er því gjarnan nærri og auðvelt að falla í hana. Ef borið er saman það að fá sér annað hvort stórt Snikkers eða eitt matarkex og einn banana, þá er samanburðurinn eftirfarandi: 1 stórt Snikkers: 570 kkal, viðbættur sykur 40 g 1 matarkex og 1 banani: 210 kkal, viðbættur sykur 4 g 36 • VERA

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.