Vera - 01.08.1999, Qupperneq 39

Vera - 01.08.1999, Qupperneq 39
Hér í Viðey höldum við upp á sögulega kröfu kvenna um að eign- ast miðstöð á íslandi. Við skulum hugsa til 30 þúsund kvenna sem stóðu í miðbæ Reykjavíkur á kvennafrídeginum 1975, á degi Sameinuðu þjóð- anna, á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. Þá vöktu íslenskar kon- ur heimsathygli. Gleymum ekki langri baráttu kvenna til að breyta stöðu sinni, höldum áfram, gerum nýjan skurk í svipuðum anda. Kominn er tími til að við réttum út höndina eftir því sem okkur ber. Byggjum alþjóðlegt kvennasetur fyrir sögulegt bótafé. Sköp- um aðstöðu fyrir konur þar sem ekki býr hópsál heldur margföld kona með allar skoðanir kvenna. Maríusetur hefur frá upphafi verið hugsað sem veraldleg stofn- un, nafnið María er hugsað sem tenging við söguna því að María guðsmóðir var áhrifamesta kvenímynd íslandssögunnar. Mér verður oft ómótt í kirkju, en hugmyndin María finnst mér bara fal- leg, tákn hinnar rniklu móður, gyðju og kvenveru. Hér í kvöld leggjum við konur það til með sögulegum rökum að fjárvaldið rétti fram fé til seturs fyrir konur. Við teljum að kon- ur eigi rétt á að eignast Maríusetur hér á landi, í staðinn fyrir klaustur og klaustraeignir sem voru ólöglega af konum teknar með þeim afleiðingum að útitlokun kvenna frá opinberu lífi varð algjör á síðari öldum. Hugmyndin er ekki sú að stofna í Maríusetri kristna reglu, heldur óreglu og skapandi óreiðu í takt við þá tíma sem nú eru. Draumur okkar hér á síðasta Jónsmessukvöldi þessa brogaða árþúsunds hverfist um Maríusetur þar sem allar konur geti dvalið um stund við skapandi vinnu. íslendingar eiga að nota sitt litla fullveldi til að koma frumlegum, tiltölulega ódýrum hugmyndum í framkvæmd sem varða réttlæti á heimsmælikvarða. Þannig er hugmyndin um Maríusetur. Lítil þjóð á að hugsa sjálfstætt, hún getur gert allskonar siðbót, verið tilraunasmiðja uppbyggilegra nýjunga, verið til fyrirmyndar. Sýnt sóma í verki. Hugmyndin um Maríusetur er ekki dýr en hún er hugmyndafræðilega rétt. Mariusetur bætir þjóðar- samviskuna. Maríusetur virkjar hugvitið og opnar ótal samskipta- leiðir. Maríusetur er frjálst og speglar það sem konur í heiminum eru að hugsa og gera. Einmitt nú er söguleg kröfugerð í tísku. inúítar endurheimtu 1. apríl síðastliðinn land í Norður-Kanada sem er svipað að stærð og Vestur-Evrópa. Þannig sýndu Kanadamenn réttlæti í verki til að bæta fyrir meðferðina á Inúítum. Allur heimurinn dáist nú að þessu og fyllist fyrir vikið trú á betri framtíð fyrir alla. Jón Sigurðs- son sýndi fram á það á síðustu öld með sögulegum rökum að Dan- ir hefðu engan rétt til að ríkja yfir íslendingum og krafði þá bóta fyrir fé sem þeir höfðu haft af okkur ranglega. Á þessari kröfu og réttlátri uppfyllingu hennar hvílir tilvist lýðveldis okkar. Krafa okkar kvenna hér í dag er því afar þjóðleg um leið og hún er al- þjóðleg: við teljum að kvenkyn eigi rétt á nokkrum bótum vegna sögulegs misréttis. Þjóð er einn hópur sem gert getur kröfu, kvenþjóð annar. ís- land getur viðurkennt þessa réttmætu kröfu og um leið stutt kon- ur í verki með því að skapa þeim opna og frjálsa aðstöðu eins og í Maríusetri. Þetta er 21. aldar hugmynd. Maríusetur er hugsað sem setur utan um skapandi vinnu kvenna af öllum þjóðum, svo fordómalaust opið að hlutkesti yrði látin ráða hverjar kæmust þangað til dvalar. Með setrinu yrði konum sköpuð aðstaða, það yrði hlutlaus rammi utan um frjálsa skapandi starfsemi. Það er dýrmætt að þessi hugmynd komi fram í tengslum við tímamótin framundan, sem eru margföld, árþúsunda-afmæli tíma- talsins og kristninnar bæði á íslandi og í heiminum. Það væri stór- kostlegt ef að stjórnvöld gætu sagt frá stofnun Maríuseturs, með loforði um fjárhagslegan stuðning, á alþjóðlega kvennaþinginu hér í haust, sem dregur heimspressuna hingað vegna þátttöku forsetafrúar Bandaríkjanna, Hillary Clinton. Stjórnvöld gætu á þessu sögulega þingi tilkynnt að til Maríuseturs væri stofnað til þess að bæta fyrir sögulegt Krafa okkar kvenna hér í dag er því afar þjóðleg um leið og hún er alþjóðleg: við teljum að kvenkyn eigi rétt á nokkrum bótum vegna sögulegs misréttis. VER A • 39

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.