Vera - 01.08.1999, Síða 40

Vera - 01.08.1999, Síða 40
misrétti kynjanna. Það væri söguleg stund og gott fordæmi. Það væri alveg bráðsniðugt. Ég hef borið þetta barn með nokkrum konum undir belti, síðan í Kirkjubæjarklaustri um miðjan mars. Núna í júní tók hópurinn sem mestan áhuga sýndi á málinu að funda. Konurnar sem mættu á undirbún- ingsfundi eru þessar í stafrófsröð: séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún Ása Grímsdóttir, Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, Helga E. Jónsdótt- ir, Inga Huld Hákonardóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Ragnheiður Þor- láksdóttir, Vilborg Davíðsdóttir. Ég hef verið ritari hópsins. Draumurinn minnti á helgisögu Draumurinn minnti á helgisögu allan tímann. Ég hef haft það á til- finningunni að sterkari kraftar væru að verki en þeir kraftar sem í nokkrum kerlingum búa. Nöfn okkar fjögurra sem lögðumst í snjóinn á Klaustri undir norðurljósunum - að dreyma Maríuset- ur - eru táknræn eins og í helgisögu. Á mikilfenglegustu norðurljós sem við höfum séð horfðum við saman, tvær Goð-rúnir Ása, helgari nöfn finnast ekki í norrænunni, og Vilborg sem á kelt- nesku þýðir sú sem hjálpar. Ég er sú sem elskar Þór. Þess vegna sló Þór mig með hamri sínum daginn eftir og sendi þá hugmynd niður um hvirfilinn að draumi um nútímasetur kvenna á Klaustri mætti breyta í kröfu. Þór sló með hamrinum þessari hugmynd í hausinn á mér af því að ég hef unnið að ritun kristnisögu, orðið fyrir miklum áhrifum af kvennasögu Ingu Huldar og hef gert heimildaþátt um Jón Sigurðs- son, svo ég þekki söguieg rök hans fyr- ir kröfugerð. Erindin sem við hlustuð- um á í tvo daga á Klaustri gerðu sögu staðarins svo lifandi að Halldóra abbadís reið um hérað með sveinum sínum og nunnur hennar skrifuðu bækur. Eftir sátu tvenn rök forn og merkreignir klausturs má ekki afnema, og kirkjan á sífellt að vera í endurskoðun. Hví eignast konur ekki gamalt setur með nýjum formerkjum? Eins konar nútímaklaustur fyrir allar hugmyndir kvenna? Við höf- um ekki skynjað fullveldið og öll þau tækifæri sem fullveldi gefur okkur. íslendingar eiga lítið lýðveidi og geta látið allskonar drauma rætast. Það hefur bara skort á að okkur hafi dreymt nógu djarfa drauma! Mér leið eins og skrifað væri í gegnum mig þegar ég reit frumdrögin að hugmynd um Maríusetur undir lok þingsins á Klaustri. Kjarkurinn til að standa upp og þakka fyrir þingið og viðra hugmyndina var ekki minn. Það voru einhver mögn sem studdu mig. Guðrún Ásmundsdóttir stakk upp á því í rútunni á leiðinni heim frá Klaustri að hittast hér í Viðey. Seinna áttaði ég mig á því að fyrir helgisögulega hendingu var Viðey rétti staðurinn til þessa fundar. Herskipið sem hingað kom til að sölsa klaustrin undir kóng lagði hér við Við- ey og ribbaldarnir ráku munkana hér nakta úr rúmunum og út úr húsum fyr- ir 450 árum. Þetta er ein af þessum merk- ingarþrungnu tilviljunum. Núna, sem við hittumst hér, eru fyrir álíka tilviljun aliir prestar landsins, og kvenprestar þar með taldir, að ljúka prestastefnu á Kirkjubæjarklaustri. Urður, yfir-örlaga- norn, er að stríða okkur. Hún situr niðri við Urðarbrunn og skemmtir sér. Setur presta að Kirkjubæjarklaustri og okkur hér samtímis. Auður Eir er ásamt séra Önnu Sigríði Pálsdóttur á Klaustri nú að kynna drauminn um Maríusetur fyrir prestum af öllum kynjum. Urður örlaganorn við Urðarbrunn hagaði því þannig að þessi hugmynd kemur fram um leið og konur unnu stórsigur á Alþingi. Urður hagaði því þannig að nýi kirkjumálaráðherrann okkar er kona. Hér eru mögn að verki. Nýju þingkonurnar okkar 22 fengu sömu drög að opinberri stefnuskrá um Maríusetur í hendur og þið sem hér eruð. Kristín Ástgeirsdóttir sendi okkur, áður en hún fór á kvennaþing í Tromsö þar sem hún situr nú, hugmyndir um framhald málsins. Hún ræddi þar þá möguleika að leggja málið fyrir þingið eða ríkisstjórnina. Fljótlegra væri að senda erindið til ríkisstjórnarinnar því að í sjálfu sér þyrfti ekki annað en ákvörðun ríkisstjórnar til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Þetta tel ég bestu lausnina því að okkur liggur á. Með því að tengja hugmyndina alþjóð- lega kvennaþinginu í haust fær hún svo mikla vigt. Ég legg því til að við sem aðhyllumst drauminn um Maríusetur setjum nöfnin okkar á blað og stofnum með því óformlegt félag í eitt kvöld án allra skuldbindinga. Samþykkjum opin- bera stefnuyfirlýsingu og sendum Sólveigu Pétursdóttur dóms- og kirkjumálaráðherra. Ég samdi stutt ávarp til hennar svohljóðandi: Til Sólveigar Pétursdóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra: Innilega til hamingju með þitt mikilvœga nýja embœtti. Nokkrar konur afhenda þér hugmynd um stofnun Maríu- seturs í þeirri von að þér líki hugmyndin nógu vel til þess að viðra málið í ríkisstjóminni. Stjórnvöld gœtu sagt frá stofnun Maríuseturs, með loforði um fjárhagslegan stuðn- ing, á alþjóðlega kvennaþinginu hér í október og lýst því yfir að til þess verði stofnað til þess að bœta fyrir sögulegt misrétti kynjanna. Bótahugmynd Maríuseturs gceti vakið heimsathygli og orðið þjóðinni til sóma. Það væri stórkostlegt ef að stjórnvöld gætu sagt frá stofnun Maríuseturs, með loforði um fjárhagslegan stuðning, á alþjóðlega kvennaþinginu hér í haust, sem dregur heimspressuna hingað vegna þátttöku forsetafrúar Bandaríkjanna, Hillary Clinton. 4 0 • V E R A

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.