Vera - 01.08.1999, Qupperneq 51

Vera - 01.08.1999, Qupperneq 51
breytinguna, árið 1991, sem olli því að þau misstu allt sitt sparifé. Veronica segir að nú verði þau að fara afar sparlega með fé, elli- laun annars fara í leigu og reikninga, ellilaun hins fara í matinn. Þau hjónin eyða aðeins 2 bandaríkjadölum á dag í mat og nýjasti munaðurinn hjá Veronicu er að gæða sér á jógúrt sem hún er ný- búin að uppgötva. Hjónakornin langar að leggja fé til hliðar svo að útför þeirra verði ekki of kostnaðarsöm fyrir dótturina. Þau búa í einsherbergis íbúð og fyrir hurðinni eru fjórir lásar til að varna þjófum inngöngu. Vatnsneysla þeirra er vandlega mæld og vatnskostnaður hefur hækkað frá ári til árs. Daglegt bað er munaður sem heyrir sögunni til. Veronica hefur þó lag á að halda sér hreinni og reynir að neyta eins lítils drykkjarvatns og hún kemst af með. Stundum finnst Veronicu að hún sé algjör útlendingur í sí- breytilegri veröld. Hún getur til dæmis ekki bjargað sér sjálf við matarinnkaup. „Þetta var svo einfalt á Sovét-tímanum, þegar mað- ur sá biðröð var víst að þar fengist eitthvað bitastætt. Nú eru eng- ar raðir og allar hillur fullar af einkennilegum varningi." Tungu- málið á merkimiðunum skilur hún ekki. Miði með þýðingu er límd- ur á vöruna, en bara á eistnesku. Hún situr fyrir framan mig í skær- grænni blússu, dökkgrænum jakka og svörtu pilsi. „Nú get ég puntað mig daglega," segir hún hreykin og sýnir mér fullan fata- skáp. Á hverju ári, fyrir jólin, þiggur hún mannúðarhjálp frá Þýska- landi á vegum kaþólska kirkjusafnaðarins sem hún tilheyrir. „Þetta eru góðar flíkur, mér er alveg sama þó þær séu notaðar," segir hún. Auk dóttur og barnabarna er smá landskiki með litlu sumar- húsi helsta ánægjuefni Veronicu. Hann er í um 13 km fjarlægð frá bænum og samgöngur þangað eru erfiðar. Almenningsvagnar nema staðar langt frá og gangan frá stöðinni veldur Veronicu sárs- auka því hún er með liðagikt. En þarna hefur hún yndi af græn- metisrækt og það minnir á æskuárin. Því miður er sumarið afar stutt í Eistlandi. Nú til dags er fólki tíðrætt um gamla sósíalismann og nýja kap- ítalismann en Veronica sér ekki sjálfa sig í samhengi við þessa „isma." Hún hefur bara lifað lífinu. En hvernig lifir minning Veron- icu ef hún verður ekki skráð á spjöld sögunnar? Hún komst eitt sinn næstum því í fréttir dagblaðanna. Fréttamaður bæjarins vildi segja sögu sterkra kvenna sem unnu jafn erfið störf og karlar. En áður en náðist að taka viðtalið missti Veronica fóstrið og var ráð- lagt að breyta um vinnu. Fréttamaðurinn missti áhugann því hún var farin að vinna við salernishreinsun. I tíð Sovétríkjanna gömlu voru salerni alræmd fyrir sóðaskap. En það sama var ekki hægt að segja um salernin hennar Veronicu. Hún vann sín verk samvisku- samlega. Eftir af Veronica hóf þá vinnu hefur hún tamið sér að dæma fólk út frá viðmóti þess við hreingerningarkonur og aðra í sömu stétt. Þá sem urðu undir í lífinu, illa menntað en heiðarlegt og duglegt fólk. Þetta lífsviðhorf innrætti hún dóttur sinni meðal annars. Veronica telur dótturina vera sitt mesta og eina afrek í líf- inu. Og þess vegna lítur hún gjarnan fram á veginn. Þó að þessi öld hafi farið ómjúkum höndum um hana sjálfa mun næsta öld fara betur með dótturina. Það er hennar heitasta bæn. Hún þarfnast í raun einskis annars. Ég ætti að vita það. Ég er dóttir hennar. Maria Knjazeva, Eistlandi. Maria Knjazeva er ritstjóri héraðsdagblaðs i Eistlandi sem er gefið út bæði á eist- nesku og russnesku. Hún útskrifaðist úr háskólanum í Pétursborg í Rússlandi og hlaut nýlega styrk til að nema viðskiptafræði og stunda rannsóknir við Kaliforniuháskóla. Bók hennar „Bandaríkin séð með augum rússneskrar konu" var gefin út í Rússlandi árið 1997 og á ensku árið 1998. þýö. úr WIN VSV Yinsæhi oalakortin eru upplögð í haust.Q 15 tímar kr. (5(KK).- ( eða 24 tímar kr. 8.500. opnum tyrr 7 fyrir morgunTú'cssíi. Nýr títni®^ kl. 7.40 á jnorgnana! jsb - góður siaður fyrir konur Púltímar Fjölhivyttirtínmr Irá morgni til kvölds Palla-stöng-teygjutímar Teygjutímar Púls og stangir JSB tímar sVrskortin alltaf í boöi V. staogTeidd cða i askri 11 cinnigO nuinaöa kort Lágmúla 9 • Sími 581 3730 VERA • 51

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.