Vera - 01.08.1999, Side 58

Vera - 01.08.1999, Side 58
Til áskrifenda sem skulda! Vera mun ekki lengur senda rukkara í hús til að innheimta gamlar skuldir. Fyrir skömmu voru sendir nýir gíróseðlar til þeirra sem skulda eldri áskrift, tölublöð 4-6 1998 og/eða 1-3 1999. Við biðjum viðtakendur að athuga að þar með úreltust eldri gíróseðlar. Vegna þátttöku Kvennalist- ans (útgefanda Veru) í Samfylk- ingunni stendur Vera nú á tíma- mótum. Oft var þörf en nú er nauðsyn að tryggja áframhald- andi útgáfu með skilvísum áskrifendagreiðslum. Enn og aftur minnum við áskrifendur á að greiðslukortin eru handhægari og ódýrari kostur fyrir báða aðila. VERA sími 552 2188 frá kl. 9-13 og 552 6310, fax: 552 7560, netfang áskriftar: vera@vortex.is Námskeið Auðar Styrkársdóttur um John Stuart Mill og rit hans KÚGUN KVENNA Á haustmisseri 1999 mun Hið íslenska bókmenntafélag standa fyrir Lærdómsnámskeiðum um forngríska heimspeki og áhrif hennar á vestræna menningu og íslenska, þar sem við á, og um kvenfrelsi og jöfnuð kynjanna og umræðuna á síðustu öld og fram á þessa. Námskeiðin eru nýlunda í starfsemi þessa aldna útgáfu- og menningarfélags, en það var stofnað árið 1816. Lærdómsnámskeiðin eru ætluð áhugasömum lesendum Lærdómsrita Bókmennta- félagsins og öllum öðrum, sem vilja auka þekkingu sína og víðsýni undir leiðsögn leiðbein- enda/fyrirlesara. Fyrsta Lærdómsritið sem fjallað verður um á fimm kvölda námskeiði er: KÚGUN KVENNA - 9. sept. til 7. okt. Rit Johns Stuart Mills um jöfnuð kynjanna og réttlæti handa konum. Leiðbeinandi verður Dr. Auð- ur Styrkársdóttir sem skrifaði formála að útgáfu bókarinnar og mun hún m.a. fjalla um sögu kven- frelsis í fortíð, nútíð og framtíð út frá riti Mills. Kúgun kvenna er enn sem fyrr vopn í baráttunni fyrir jöfnuði kynjanna. I bókinni segir m.a.: „Samkvæmt hinum pólitísku og hagfræðilegu grundvallarreglum vorra tíma mundu næstum allir viðurkenna hversu ranglátt það sé að synja helmingnum af mannkyninu um flestar arðsam- ar sýslur og um næstum öll æðri embætti I samfélaginu og að lýsa þvi yfir að konurnar séu frá fæðingu eigi, og verði eigi, færar um að gegna embættum þeim sem standa opin hinum heimsk- ustu og litilsigldustu karlmönnum." Námskeiðsgjald er kr. 5.900 fyrir hvert námskeið. Staður: Hringbraut 121, efsta hæð, í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Tími: Fimmtudagskvöld kl. 20.00 - 22.00 Upplýsingar eru veittar í síma 588 9060. AXOR lansgrohe Hönnun: Philippe Starck swcfc- ISLEIFUR J0NSS0N •viðurkennt pípulagnaefni • Bolholti 4 • 105 Reykjavtk Sími: 568 0340 • Bréfsími: 568 0440

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.