Vera - 01.04.2004, Qupperneq 19

Vera - 01.04.2004, Qupperneq 19
/ UNGT FÓLK OG JAFNRÉTTI intýraþrá, tilfinningalegt hlutleysi, öryggi, vald, ákveðni, traust á sjálfan sig, einstaklingshyggju, samkeppni, al- menna þekkingu, rökhugsun, hlutlægni og skynsemi. Slík karlmennska skilgreinir sig frá kvenleika sem felst þá í vandvirkni, líkamlegu þróttleysi, sértækri þekkingu, til- finningum, ósjálfstæði, huglægni, samvinnu og að vera nærandi eða samúðarfullur (Kenway og Fitzclarence, 1997). Slíka tvíhyggju er hægt að rekja allt aftur til Aristótelesar sem lagði áherslu á að karlinn væri hið eigin- lega kyn, viðmiðið, en konan aðeins ófullkomin mynd af manninum eða frávik frá viðmiðinu (Horowitz, 1976). Vald hinnar ráðandi karlmennsku kemur til út af undirskipun þess sem kvenlegt getur talist og allra þeirra sem ekki geta eða vilja uppfylla þessi karlmennskuatriði. Karlmennskan er viðurkenndari og virtari. Rannsóknir hafa sýnt að fram að unglingsárum er fínt að vera strákastelpa (e. tomboy) en eftir það er gerð krafa um að þær samsami sig kvenleik- anum. Það er hins vegar alltaf skelfilegt að vera stelpu- strákur (e. sissy) (Thorne, 1993) og sýnir vel fyrirlitninguna gagnvart kvenleikanum. Það getur að einhverju leyti skýrt af hverju unglingsstelpur mælast með mun lakara sjálfs- traust en unglingsdrengir þar sem þær þurfa að samsama sig menningu og gildum sem eru lítils metin af þeim sem eru ráðandi (Bourdieu, 2001). Samkvæmt þessum póststrúktúral hugmyndum er kynjamisrétti hvorki konum né körlum að kenna heldur þeim hugmyndakerfum og skipulagi sem við höfum mót- að í kringum kynin allt frá upphafsdögum heimspekinnar. Því þarf fólk að vera meðvitað um þessar kynjuðu orðræð- ur og reyna að berjast gegn þeim af fremsta megni. Birt- ingarmyndir (e. representation) þeirra eru t.a.m. fáir karlar EF STELPUR ERU FYRIRFERÐAMIKLAR, VIRKAR 0G RÁÐ- ANDI í KENNSLUSTOFUNNI ER ÞAÐ OFTAR TÚLKAÐ SEM ÓVIÐEIGANDI HEGÐUN EÐA ANDSPYRNA GEGN KENNAR- ANUM HELDUR EN ÞEGAR DRENGIR EIGA í HLUT í uppeldis- og umönnunarstörfum, fimleikum, dansi, ball- ett og fáar konur I véla- og rafmagnsverkfræði, toppstjórn- endastöðum, grínþáttum og fjölmiðlum (sem gerendur en ekki bara sexý viðföng) svo eitthvað sé nefnt. Ekki kvenlegt að vera fyndin En snúum okkur aftur að húmornum og hvernig hann tengist völdum og orðræðum um karlmennsku og kven- leika. (rannsóknum hefur komið fram að húmor er stór lið- ur í mótun karlmennskunnar hjá drengjum. Þeir nota hann sem valda- og aðgreiningartæki. Andlegar meiðing- ar fara oftar en ekki fram í grínformi og beinist ekki síst að þeim sem eru ekki hluti af karlmennskuímynd þeirra, þ.e. þeim sem stimplaðir eru kvenlegir eða hommar (Kehily og Nayak, 1997). ( rannsókn minni á valdauppbyggingu í tveimur unglingabekkjum kom í Ijós að þær stelpur sem þóttu fyndnastar voru þær sem taldar voru strákastelpur, þ.e. minnst tengdar hugmyndum um kvenleika (BRM, 2003). Það segir sitt um hvað hugmyndir um húmor og karlmennsku eru samtvinnaðar. Þessar stúlkur sýndu um leið af sér mikla virkni og frumkvæði í opinberum umræð- um í tímum en virtust hins vegar ekki vera vinsælastar inn- an stelpnahópsins en höfðu meiri félagsleg tengsl við strákana. Þeir drengir sem þóttu virkastir opinberlega og 4 vera / 2. tbl. / 2004 / 19

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.