Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 22

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 22
/ UNGT FÓLK OG JAFNRÉTTI »Alma Joensen er forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð skóla- árið 2003-2004. Frá því skólinn var stofnaður, árið 1966, hafa fimm konur gegnt þessu embætti að Ölmu meðtalinni en 33 karlar. Það gera 15% konur en 85% karlar en það er einmitt svipað hlutfall kynjanna og birtist í fjölmiðlum. VERA ræddi við Ölmu um félagslífið í menntaskólum, kosningabaráttu, fegurð- arsamkeppnir og vinsældir. * Auður m. „Ætlarðuað Leiknisdóttir eyðileggja skólann?" „Mér finnst stundum eins og fólk vilji hafa stráka í þessu embætti, ekki bara strákarnir heldur stelpurnar líka. Þeg- ar ég fór í framboð hafði strákur verið forseti í átta ár og fólk þekkti ekki annað. Það var ýmsu fleygt og ég heyrði setningar eins og: „Stelþa í for- setanum! Það á eftir að eyðileggja skólann." Það voru tveir strákar sem buðu sig fram á móti mér og annar þeirra var bara að grínast með það. MÉR FINNST FEGURÐARSAMKEPPNI FRAM- HALDSKÓLANNA ÝTA UNDIR ÁFRAMHALD- ANDI FLOKKADRÆTTI, BRENGLUÐ GILDI 0G í RAUN HEFTA ÞROSKA FÓLKS Hinn varð svo að draga framboð sitt til baka og þá stóð ég nánast ein eftir. Valið stóð því á milli þess að kjósa stelpu eða strák sem meinti ekkert með framboði sínu. Ég var kosin en það var talsvert um auða seðla og ég fann að fólk var óöruggt. Eftir að ég tók við embættinu hef ég samt lítið orðið vör við óánægju eða slíkt." Kosningar fyrir næsta skólaár eru nýafstaðnar í MH og tveir voru í kjöri til forseta, stelpa og strákur. „Þau voru bæði mjög jöfn í skoðunum og alveg jafnhæf, þannig að ég vissi að þetta gæti farið á báða vegu, en með litlum mun. Strákurinn vann og kom munurinn mér gífurlega á óvart. Sumir sögðu mér að þeir hefðu kosið strákinn af þvi að það var stelpa í fyrra - fá smá fjölbreytni! Þetta þótti mér undarlegt, það hafa aldrei verið tvær stelpur í röð. Reglan virðist vera tíu strákar og svo ein stelpa sem tekur af skarið. Ég hef líka heyrt svipaðar sög- ur úr öðrum skóla þar sem mjög frambærileg stelpa fór í framboð en fékk aðeins um 20% atkvæða. Það er eins og fólk sjái bara ekki fyrir sér stelpu í forsvari fyrir nemendafélag- ið." Kynhlutverk innan nemendafélaga Þegar halda á úti skemmtanalífi fyrir 1000 manna nemendafélag þarf nemendastjórnin oft á tíðum að hafa samskipti við ýmis fyrirtæki. „Við fór- um oft á fundi hjá stórum fyrirtækj- um, ég og tveir strákar, framkvæmda- stjóri og gjaldkeri úr stjórninni. Það 22 / 2. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.