Vera - 01.04.2004, Síða 24

Vera - 01.04.2004, Síða 24
Ragnheiður Alda ísak Hafa unglingar áhuga á jafnréttismálum? Ef svo er, hver er þá skoðun þeirra? »íslendingar eru vissulega mjög pólítísk þóð - en hvað um unglingana? Hvert er viðhorf þeirra til jafnréttismála? Til að leita svars við þeirri spurningu er upp- lagt að spyrja blessuð börnin. Vera er stödd í Landakotsskóla í miðbænum. Þessi gamli nunnuskóli er einkar lítill, notalegur og nemendur eru um 180 talsins. Nokkrir nemendur á unglingastigi veittu stutt viðtal, þau Karólína í. Jónsdóttir, ísak Toma, Elís P. Scobie og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir í 8. bekk, Christoph- er P. Anderiman og Finnur Óli Karlsson í 9. bekk og Anna Margrét í 10. bekk. 4» Eruð þið hlynnt þvi að staða kynj- anna i samfélaginu sé jöfn? Karólína: Jú, ég veit það ekki. Er það ekki þara? Ég held það. ísak: Já. Karólína: Það er misjafnt. Það fer eft- ir í hverju það er. Ragnheiður Alda: Nei. Það er annars svo mikil klíka í þessu. Það er oft sem karlar eru ráðnir í embættisstöður frekar en konur, ef maður tekur eftir því. Elís: Nei! Þokkalega ekki. Alls ekki. Kynin hafa ekki sömu réttindi. Þess vegna eru femínistar til staðar. Finnur: Nei. Áfram karlmenn! Cristopher: Nei,alls ekki. Anna: Nei. Hvernig skilgreinið þið femínisma og hver er skoðun ykkar á honum? Ragnheiður Alda: Það eru konur sem reyna að gera eitthvað í stöðu þeirra í samfélaginu og eru þess vegna nauðsynlegar. Karólína: Eins og Brynja (höfundur pistils). Ég veit reyndar svo lítið um þetta og þekki ekki marga femínista. ísak: Að vera maður sjálfur og að hugsa ekki um skoðanir annarra. Femínistar hugsa um sig sjálfa. Ann- ars er ég sammála Karólínu. Elís: Fólk sem vill fá réttindi sín. Femínistar eru að gera góða hluti. Allir eru jafnir fyrir Guði. Þess vegna var fólk skapað í Flans mynd. Anna: Ég er nokkurn veginn femín- isti. Konur sem vinna nákvæmlega- sama starf og karlmenn eiga að fá ná- kvæmlega sömu laun og þeir. Cristopher: Ég held að femínistar séu lessur. Leiðinlegt fólk. Finnur: Konur með öfgakenndar hugmyndir um jafnrétti. Það er að segja mellur. (hlær) 24 / 2. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.