Vera - 01.04.2004, Side 25

Vera - 01.04.2004, Side 25
/ UNGT FOLK OG JAFNRETTI Karólína Einnig var gerð skoðanakönnun þar sem nemendur voru spurð stuttlega um virkni sína í ákveðn- um málum. 47 tóku þátt. Niður- stöðurnar voru þessar: Hefur þú áhuga á pólitík? 53% svöruðu já. 47% svöruðu nei. Hefur þú áhuga á jafn- réttismálum? 66% svöruðu já. 34% svöruðu nei. Finnst ykkur skólinn veita ykkur sömu möguleika til náms? ísak: Já, það eru svo góðir kennarar hérna. Karólína: Vill einhver svara fyrir mig? Elís: Já, það fer oft eftir því hver það er sem er að kenna. Séu kennararnir femínistar fá allir sömu möguleikana. Ragnheiður Alda: Já, ætli það ekki. Kennararnir eiga það nú samt til að taka stelpurnar fram yfir strákana. Finnur: Segjum það bara. Cristopher: Mér er alveg sama. Anna: Já. Finnst ykkur þið einhverntíma beitt misréttisökum kynferðis? ísak: Nei, nei. Nei! Karólína: Nei, en strákar halda hins- vegar oft að að þeir séu betri. Sterkari, til dæmis. Jú! reyndar man ég eftir einu tilviki. Mér var bannað að ganga í nemendaráð skólans, þótt að ég hafi fengið flest atkvæði, því það var ætl- ast til að í nemendaráðinu ættu að vera bæði strákur og stelpa. Elís: Nei, aldrei. Cristopher: Nei, mér finnst það ekki. Ragnheiður Alda: Nei, ekki svo að ég muni. Finnur: Nei! Anna: Nei, hef alla vega aldrei orðið fyrir því. Hvernig bregðist þið við mismunun afþessu tagi? Karólína: Ég hefði orðið mjög reið og fundist það mjög óréttlátt. Elís: Ég hef aldrei hugsað út í það. Ragnheiður Alda: Ég stend upp og mótmæli! Finnur: Alveg sama. Cristopher: Ég verð aldrei fyrir því. Bara slæmt. Anna: Ég hefði orðið reið. Teljið þið ykkur hafa sterka sjálfs- mynd? ísak: Sterka sjálfsmynd? Já, ég hef sterka sjálfsmynd. Karólína: Nei, ég veit það ekki. Það er misjafnt. Elís: Auðvitað! Ég var kosinn „Prins áttunda bekkjar". Ég hefði ekki unnið ef ég hefði ekki sterka sjálfsmynd. Ragnheiður Alda: Ó, já. Finnur: Já, já, Segjum það bara. Cristopher: Já, já. Hverjar eru helstu fyrirmyndirnar? Karólína: Cameron Diaz og Mandy Moore. ísak: Pabbi minn. (brosir). Karólína: Allar gáfaðar manneskjur sem komast í gegnum skóla og verða svo eitthvað. Elís: Arnold Schwartzenegger. Hann náði alltaf markmiðum sínum. Og El- ísabet drottning! Hún bjargaði Eng- landi, þrátt fyrir engan her. (Rekur síð- an aldagamla söguna.) Ragnheiður Alda: Stephie kennari. Cristopher: Krummi í Mínus og Freysi á X-inu. Finnur: Bjössi, trommarinn í Mínus. Anna: Ég sjálf! Eins og sjá má eru skiptar skoðanir um réttindi kynjanna og flestir hafa ákveðnar hugmyndir eða viðhorf til þess hvernig réttindum skuli skipt. ( nemendaráði Landakotsskóla eru kynjahlutföllin hins vegar 75% stelp- ur og 25% strákar. vera / 2. tbl. / 2004 /

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.