Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 25

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 25
/ UNGT FOLK OG JAFNRETTI Karólína Einnig var gerð skoðanakönnun þar sem nemendur voru spurð stuttlega um virkni sína í ákveðn- um málum. 47 tóku þátt. Niður- stöðurnar voru þessar: Hefur þú áhuga á pólitík? 53% svöruðu já. 47% svöruðu nei. Hefur þú áhuga á jafn- réttismálum? 66% svöruðu já. 34% svöruðu nei. Finnst ykkur skólinn veita ykkur sömu möguleika til náms? ísak: Já, það eru svo góðir kennarar hérna. Karólína: Vill einhver svara fyrir mig? Elís: Já, það fer oft eftir því hver það er sem er að kenna. Séu kennararnir femínistar fá allir sömu möguleikana. Ragnheiður Alda: Já, ætli það ekki. Kennararnir eiga það nú samt til að taka stelpurnar fram yfir strákana. Finnur: Segjum það bara. Cristopher: Mér er alveg sama. Anna: Já. Finnst ykkur þið einhverntíma beitt misréttisökum kynferðis? ísak: Nei, nei. Nei! Karólína: Nei, en strákar halda hins- vegar oft að að þeir séu betri. Sterkari, til dæmis. Jú! reyndar man ég eftir einu tilviki. Mér var bannað að ganga í nemendaráð skólans, þótt að ég hafi fengið flest atkvæði, því það var ætl- ast til að í nemendaráðinu ættu að vera bæði strákur og stelpa. Elís: Nei, aldrei. Cristopher: Nei, mér finnst það ekki. Ragnheiður Alda: Nei, ekki svo að ég muni. Finnur: Nei! Anna: Nei, hef alla vega aldrei orðið fyrir því. Hvernig bregðist þið við mismunun afþessu tagi? Karólína: Ég hefði orðið mjög reið og fundist það mjög óréttlátt. Elís: Ég hef aldrei hugsað út í það. Ragnheiður Alda: Ég stend upp og mótmæli! Finnur: Alveg sama. Cristopher: Ég verð aldrei fyrir því. Bara slæmt. Anna: Ég hefði orðið reið. Teljið þið ykkur hafa sterka sjálfs- mynd? ísak: Sterka sjálfsmynd? Já, ég hef sterka sjálfsmynd. Karólína: Nei, ég veit það ekki. Það er misjafnt. Elís: Auðvitað! Ég var kosinn „Prins áttunda bekkjar". Ég hefði ekki unnið ef ég hefði ekki sterka sjálfsmynd. Ragnheiður Alda: Ó, já. Finnur: Já, já, Segjum það bara. Cristopher: Já, já. Hverjar eru helstu fyrirmyndirnar? Karólína: Cameron Diaz og Mandy Moore. ísak: Pabbi minn. (brosir). Karólína: Allar gáfaðar manneskjur sem komast í gegnum skóla og verða svo eitthvað. Elís: Arnold Schwartzenegger. Hann náði alltaf markmiðum sínum. Og El- ísabet drottning! Hún bjargaði Eng- landi, þrátt fyrir engan her. (Rekur síð- an aldagamla söguna.) Ragnheiður Alda: Stephie kennari. Cristopher: Krummi í Mínus og Freysi á X-inu. Finnur: Bjössi, trommarinn í Mínus. Anna: Ég sjálf! Eins og sjá má eru skiptar skoðanir um réttindi kynjanna og flestir hafa ákveðnar hugmyndir eða viðhorf til þess hvernig réttindum skuli skipt. ( nemendaráði Landakotsskóla eru kynjahlutföllin hins vegar 75% stelp- ur og 25% strákar. vera / 2. tbl. / 2004 /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.