Vera - 01.04.2004, Síða 36

Vera - 01.04.2004, Síða 36
/ BRÉF AÐ VESTAN Vor í lofti Undanfarin misseri hefur þátturinn Úr Dagbók kúabónda fært lesendum VERU hugleiðingar landsbyggðarkonu og þökkum við Jóhönnu H. Halldórsdóttur fyrir skrifin. Nú verður tekinn upp sá háttur að fá konur úr hinum ýmsu landshlutum til að skrifa hug- leiðingar sínar. Að þessu sinni er það Anna Ragna Gunnarsdóttir sem vinnur í sushi verksmiðjunni Sindrabergi á (safirði. » Það er viss „lykt" sem fylgir vori. Heitur moldarkeimur með salatbragði. Vonar- glóð ásamt hraðari hjartslætti og örara blóðstreymi til allra afkima sálartetursins. Upp rísa ótrúlegustu hugmyndir sem vöknuðu í svefndróma skammdegis og iða í skinninu beitt að pína til framkvæmda langlata manneskju sem skríður úr vetrarhíði. * Þessi sem skrifar er rétt að vakna og er enn stirð. Sautján uppástungur úr Innlit - Útlit sem voru fullkomnar til að reyna á eigin heimili skrifaðar á lista og settar í umhugsunarnefnd. Garðurinn kallar úr hverju horni og bendir á sjötíu og tvö atriði sem mætti útfæra loksins í ár. Stúdíó Dan bíður handan hússins með sjö út- færslur um hvernig á að byggja upp nýjan og sprækan líkama á mettíma. Búin að lesa í norskum blöðum hvernig nýtt mataræði gjörbreytir hugarorku og liðamótahæfni fram- tíðar. Þessi sem skrifar er enn stirð en skrifar samt lista um allt sem hægt er að gera á þessu vori, við sem erum í þeim forréttindahóp að búa ennþá á landsbyggðinni höfum þurft að þít- ast við nokkra erfiða hluti þennan tíma sem heitir nú. Við erum að horfa upp á skipulagða og stjórnarfarslega útrýmingu okkar lífshátta. Tíu ár. Fyrir tíu árum síðan var allt nokkurn veginn í lagi. Allir héldu að þetta hlyti að skána og við værum að- eins að fara í gegnum kreppuskeið, svo myndi „góðærið" hans Davíðs redda þessu. En það gerði það ekki. Við erum búin að horfa á peningana sem eru grunnur allrar uppbyggingar streyma burt, ekki í lækjum, heldur í stórfljót- um. Þrjátíu þúsund ríkisstörf urðu til á stórdreifþýliskjarna suðvestur horns- ins en Margmiðlun h.f. fór á hausinn á útkjálkanum. Engin ríkisstörf þangað. Gott var þegar þeir settu Kísiliðj- una við Mývatn í rétt stærðarhlutfall, tvö hundruð störf fara í súginn, hátt hefði verið hrópað ef átján þúsund störf (miðað við höfðatölu) hefðu fok- ið í Reykjavík. Þessi sem skrifar fékk sér rúnt um bæinn og taldi þau fyrirtæki sem eru hætt, þau sem berjast í bökkum vegna fjársveltis, þau sem vegna hag- ræðingar eru flutt suður og þau sem eru ekki nema svipur hjá sjón vegna GOTT VAR ÞEGAR ÞEIR SETTU KÍSILIÐJUNA VIÐ MÝVATN í RÉTT STÆRÐAR- HLUTFALL, TVÖ HUNDRUÐ STÖRF FARA í SÚGINN, HÁTT HEFÐI VERIÐ HRÓPAÐ EF ÁTJÁN ÞÚSUND STÖRF (MIÐAÐ VIÐ HÖFÐATÖLU) HEFÐU FOKIÐ í REYKJAVÍK þeirra sem þurftu að fara. Þau voru of mörg. Við sem erum ákveðin að þreyja þorrann og viljum alls ekki fara, eig- um við þetta að etja. Það er of lítið að hafa. Fyrir tíu árum var nóg vinna fyr- ir alla: Skólakrakka til að vinna fyrir skóla. Fyrir pabba til að sjá fyrir fjölskyldu. Mömmur til að sjá fyrir fjölskyldu. Aukavinna til að uppfylla drauma. Fyrirtæki sem vildu stækka. Nú er peningaþurrð alls staðar á útkjálkanum, bankanum er þó spáð tuttugu milljarða hagnaði en sá gróði fer ekki til uppbyggingar hér. Við sitj- um samt og reynum í svelti, hér eru enn fyrirtæki sem berjast, ný hug- myndarík og með samanbitnar tenn- ur við að standa sig vegna þess að við viljum ekki fara. Eftir vikuheimsókn suður horfandi á peningana flæða á hverju götu- horni þá gerir ógleði vart við sig. Jafn- ari mættu skiptin vera. Þessi sem skrifar ætlar að hjara og nú er vor í lofti og með þá lykt í nös- unum skal standa næstu vertíð og reyna að framkvæma alla vega tutt- ugu og fimm prósent atriðanna á list- anum góða. Og muna að það eru enn forréttindi að búa hér. eftir Miguel de Cervantes Leikstjóri Guðjón Pedersen Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3 • 103 Reykjavik Miðasala 568 8000 • www.borgarleikhus.is BORGARLEIKHUSIÐ 36/2. tbl./2004/vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.