Vera - 01.04.2004, Qupperneq 45

Vera - 01.04.2004, Qupperneq 45
Þingflokkur Alþýðubandalagsins 1974. Svava eina konan, eins og hún var löngum þau átta ár sem hún sat á þingi. Mynd: Þjóðviljinn. sínu jafnframt vinnu utan heimilis." Þetta er kunnugleg umræða enn í dag. Svava sagði í blaðaviðtali löngu síðar að hún ) hafi orðið að berjast fyrir fjármagni fyrir Jafn- réttisráð svo að það fengi starfsmann og skrifstofu, því þingmönnum hafi þótt jafn- réttið ágætt, það mátti bara ekki kosta neitt. Yfirráð yfir líkömum og lífi kvenna Á árunum 1973-1975 urðu geisiharðar deilur um frjálsar fóstureyðingar sem voru eitt af meginbaráttumálum kvennahreyfingarinnar upp úr 1970. Löggjöfin var forn og töluvert um ferðir kvenna til annarra landa í fóstur- eyðingar. Svava talaði fyrir sjálfsákvörðunar- rétti kvenna og flutti áhrifamikla ræðu þar sem hún rakti aldagömul viðhorf til kvenna, allt frá Gyðingum og Grikkjum til þeirra lækna og þingmanna sem töldu sig hafa meiri rétt en konur til að ákveða hvað væri þeim fyrir bestu. Svava byrjaði á því að ræða um þá ráðstöfun þáverandi heilbrigðisráð- herra að setja þrjá karla í nefnd til að endur- skoða það frumvarp sem lagt hafði verið fram af Magnúsi Kjartanssyni en rauðsokkur höfðu átt sinn fulltrúa við vinnslu þess. Nú fengu konur ekki að koma nærri þessu máli sem snérist um yfirráð yfir líkömum og lífi kvenna. Karlanefndin tók sjálfsákvörðunar- rétt kvenna út úr frumvarpinu en hann var helsti ásteitingasteinninn. Svava rakti and- stöðuna m.a. til sögunnar og sagði: „Menn óttast að sé endanlegt ákvörðunarvald fært konunni sjálfri í hendur, þá muni gerast ann- að hvort: Að hið synduga eðli hennar nái yfir- höndinni, konur muni sækjast eftir fóstur- eyðingu af léttúð, hætta að nota getnaðar- varnir og lausung eflast í landinu - og ef ekki þetta, þá af hvötum sem stafa af hinni kenn- ingunni um konuna, að hana skorti þroska, þrek, dómgreind og siðgæðisvitund og því sé þessi örlagaríka ákvörðun best komin í höndum karlmanna." Þá gagnrýndi Svava stofnanir eins og kirkjuna sem lögðust hart gegn frjálsum fóst- ureyðingum en voru ekki reiðubúnar að styðja félagslegar aðgerðir til stuðnings for- eldrum og börnum. Ræða Svövu endur- speglar þá hörðu umræðu sem átti sér stað og þau fornaldarrök og kvenfyrirlitningu sem kom fram hjá andstæðingum frjálsra fóstur- eyðinga. Þeir drógu dómgreind kvenna í efa, rétt eins og þingmenn gerðu þegar þarist var fyrir kosningarétti kvenna svo sem 60 árum áður. Það var beðið um aukið vald konum til handa og það kostaði mikil átök að fá kynja- kerfið til að láta þó ekki nema hluta þess af hendi. Leitaði róta karlavaldsins Svava var ein þeirra kvenna sem steig á svið á Lækartorgi á kvennafrídaginn 24. október 1975 en þar hvöttu tvær þingkonur til auk- innar stjórnmálaþátttöku kvenna. Af öðrum málum sem voru Svövu hugleikin má nefna ógn kjarnorkuvopna en barátta gegn þeim var henni ofarlega i huga, eins og leikrit hennar Lokaæfing ber vott um. Það voru þó jafnréttismálin sem hún sinnti hvað lengst, síðast í jafnréttisnefnd Norðurlandaráðs sem verður 30 ára á þessu ári. Svava var sannarlega bandamaður rauð- sokka og ötull liðsmaður kvennabaráttunnar alla tíð. Eitt allra merkasta framlag hennar var að mínum dómi Gunnlaðar saga en þar leit- aði hún róta (karla)valdsins og máttar vopn- anna andspænis menningu kvenna (gyðj- anna) sem voru rændar áhrifum og völdum í árdaga. Svava fylgdist vel með i baráttunni meðan hún hafði þrek til og skildi vel það sem konur voru að gera með kvennafram- boðum og kvennalistum á níunda áratugn- um. Eins og Svövu var tamt sá hún þessa að- gerð kvenna í víðu samhengi og sagði í við- tali að ef menn vildu forðast slíkar aðgerðir yrðu þeir bara að standa sig í að koma á jafn- rétti kynjanna og tryggja eðlilegan hlut kvenna. Svava var ein merkasta baráttukona rauð- sokkatímabilsins. Hennar verður lengi minnst sem þeirrar þingkonu sem kom jafn- réttismálunum á dagskrá Alþingis. Síðast en ekki síst eru sögur hennar óþrjótandi upp- spretta umræðna um stöðu kvenna og þann kynjaða heim sem gengur svo hægt að breyta. Minningu Svövu verður best sómi sýndur með því að halda verki hennar áfram, greina, ræða, krefjast, bylta og velta um stól- um hvar sem því verður við komið. Þökk sé Svövu fyrir framlag hennar til kvennabarátt- unnar. X vera / 2. tbl. / 2004 / 45

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.