Vera - 01.04.2004, Page 49

Vera - 01.04.2004, Page 49
/ TÓNLIST I haca rlo Cola9af nýverið út aðra plötu LIICX Jd UC JCIdsína eftir sex ára hlé frá út- komu þeirrarfyrstu, La Llorona. Persónuleg og áhrifamik- il túlkun hennar á fyrstu plötunni, bæði á mexíkönskum þjóðlögum og eigin lögum, snertu þau sem á hlýddu - svo mikið að það kom söngkonunni sjálfri á óvart. Platan rokseldist og langar og strangar tónleikaferðir tóku við. Eftir tvö ár á vegum úti var úr henni allur máttur, hún dró sig í hlé og lét sig hverfa inn í annan heim um nokkurra ára skeið, heim fjölleikahússins. Lhasa gekk til liðs við systur sínar sem reka lítinn sirkus í Marseilles í Frakklandi. ( því umhverfi fann hún sjálfa sig aftur og fór að sinna tónlist- inni á ný. Nú er Lhasa komin fram á sjónarsviðið með tón- list og texta á plötunni The Living Road, þar sem hún syngur hásri og áleitinni röddu. Lögin eru ný en hljómur þeirra framandi og kunnuglegur í senn. Æskuheimili hinnar fíngerðu og píreygu Lhösu var skólabíll sem foreldrar hennar höfðu breytt í heimili á hjól- um fyrir sig og fjórar dætur sínar. Lhasa heitir í höfuðið á borginni Lhasa í Tíbet, en móðir hennar var að lesa bók um trúarbrögð þar þegar yfirvöld kröfðu hana um nafn á I barnið. Faðir Lhösu er mexíkanskur bókmenntafræðingur en bandarísk móðir hennar er leikkona og Ijósmyndari. Þau bjuggu í kommúnu í Woodstock um tíma en tóku svo strikið á bílnum til Mexíkó þar sem þau flökkuðu um Gu- adalajara og Baja Califomia i átta ár. Bílnum var ýmist lagt við sjávarsíðuna, fjallsrætur eða í útjaðri eyðimerkur, Lhasa man eftir stórkostlegum náttúruupplifunum frá þessum árum. Til að sjá fyrir fjölskyldunni kenndi faðir hennar ensku Mexíkómegin við landamærin og spænsku Ameríkumegin, en ekki var alltaf úr miklu að spila. Foreldr- arnir sáu um að kenna börnum sínum fyrstu árin, sjónvarp var ekki í bílnum en tónlist hljómaði þar stöðugt, alls kyns tónlist. Foreldrarnir spiluðu bæði á hljóðfæri og áttu plöt- ur og snældur með tónlist úr öllum áttum. Heilu haugarn- ir af bókum fylgdu fjölskyldunni á flakkinu og persónur í ævintýrum voru heimilisvinir systranna í gamla skólabiln- um. Eftir bernsku á þjóðvegunum settist Lhasa að í San Francisco um tíma, síðan lá leiðin til Montreal í Kanada og þar má segja að söngvaskáldið Lhasa hafi orðið til fyrir al- vöru. Flún hóf að koma fram sem djasssöngkona á kaffi- húsum í Montreal en tók svo upp samstarf við aðra tónlist- ^ armenn í borginni sem sumir vinna með henni enn í dag. Lhasa segir sögur og dregur upp myndir, tónlist hennar og textar eru full af stemningum sem fjölbreyttar útsetn- ingarnar undirstrika með vísunum í alls kyns tónlistar- stefnur. Sögurnar sem Lhasa segir eru persónulegar og einlægar, stundum sárar, myndirnar eru oft myrkar og dularfullar. Angurværð og rótleysi koma upp, ástin er ekki alltaf til staðar, ferðalagið heldur áfram. Á nýju plötunni syngur hún jöfnum höndum á frönsku, ensku eða LHASA SEGIR SÖGUR OG DREGUR UPP MYNDIR, TÓNLIST HENN- AR OG TEXTAR ERU FULL AF STEMNINGUM SEM FJÖLBREYTTAR ÚTSETNINGARNAR UNDIRSTRIKA MEÐ VÍSUNUM í ALLS KYNS TÓNLISTARSTEFNUR spænsku, flakkið milli tungumála gefur enn meiri tilfinn- ingu fyrir því að Lhasa er ferðalangur í þessum heimi og er á stöðugri hreyfingu fram og tilbaka um menningarleg landamæri. Lila Downs og Lhasa de Sela eru báðar sagnakonur, hvor á sinn hátt, og sögur þeirra hafa víða skírskotun. í meðförum þeirra verður hið persónulega almennt, og það sem er þjóðlegt verður alþjóðlegt, þær minna á að við eig- um heima í heiminum og tilheyrum mannkyninu. Plötur Lhösu de Sela: • La Llorona (Tot ou tard, 1997) • The Living Road (Tot ou tard, 2003) Fleimasíður: www.lhasadesela.ca/ http://mapage.noos.fr/weblhasa/ vera / 2. tbl. / 2004 / 49

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.