Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Síða 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
71
mæður í kjaranefnd innan B.S.R.B., þær Gróu Jónsdóttur
og Svanborgu Egilsdóttur. Þær hafa verið í forsvari fyrir
félagið á mörgum fundum innan samtakanna.
Lífeyrissjóður ljósmæðra hefir lengi verið stéttinni til ama
og tjóns, en þrátt fyrir ósk félagsins þar um, hefir hann ekki
verið lagður niður enn, því skrifaði formaður 27.11.78 til
fjárveitinganefndar Alþingis svohljóðandi bréf.
27. nóvember 1978
Lög um lífeyrissjóð ljósmæðra nr. 86/1938 eru enn í
gildi. Ljósmæðrafélag fslands hefur ítrekað óskað eftir
breytmgum á lögum þessum, en án árangurs. Er nú svo
komið að þau mega án efa kallast raunarúnir íslenskra
laga.
Stjórn félagsins leyfir sér því, sem forsvarsmenn þeirra
er hér eiga hlut að máli, að leita til háttvirtrar fjárveit-
inganefndar Alþingis um liðstyrk til þess að koma lítillega
á móts við þá aðila, er óréttur laganna bitnar á, en það
eru aldraðar ljósmæður, er gegnt hafa erfiðum ábyrgðar-
störfum í þjóðfélaginu um áratugi.
Á fjárlögum undanfarin ár, undir liðnum 06 383 (áður
18. grein), er að finna nöfn allmargra ljósmæðra, þar sem
þeim er veittur nokkur styrkur vegna hins lága lífeyris.
Þennan styrk hafa þær flestar fengið fyrir atbeina
einstakra alþingismanna.
Stjórn Ljósmæðrafélagsins hefur nú leitað til Trygg-
ingastofnunar ríkisins og fengið nöfn þeirra ljósmæðra,
sem fá greitt samkvæmt lögunum um lífeyrissjóð ljós-
mæðra, en ekki njóta styrks 18. greinarinnar svokölluðu.
Lífeyrisgreiðslur til þessara fyrrverandi umdæmisljós-
mæðra eru i sumum tilfellum aðeins rúmar eitt þúsund
krónur á mánuði. — Smátt skammtar faðir minn smjörið.
Ljósmæðrafélag íslands leyfir sér að fara þess á leit við
háttvirta fjárveitinganefnd Alþingis að hún veiti öllum
þeim ljósmæðrum, sem taldar eru upp á meðfylgjandi
lista styrk á „18. greininni” á fjárlögum fyrir árið 1979.
Stjórn félagsins óskar þess eindregið að allar ljósmæð-
urnar fái jafn háa upphæð og ekki lægri en hæstu