Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 40

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 40
88 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ljósmæðrastéttin á sinn sérstaka sess í hjörtum okkar allra, því það eru hinar mjúku hendur ljósmæðranna, sem bjóða okkur velkomin í þennan heim. En störf og starfsað- staða ljósmæðra hafa breyst ótrúlega mikið síðan fyrstu ljósmæðurnar útskrifuðust úr þessum skóla. Starf ljósmæðra á þeim tímum var fólgið í því að veita konunni andlegan stuðning á meðan á fæðingunni stóð og þá fæðingahjálp, sem unnt var að veita við ríkjandi aðstæður og þekking þeirra leyfði. Auk þess hjálpuðu þær konunni í sængurleg- unni og miðluðu af þekkingu sinni varðandi meðferð barnsins. Oftast var læknir ekki tilkvaddur nema sérstakan vanda bæri að höndum Oft voru störfin stunduð á afskekkt- um stöðum og starf ljósmæðra var ævinlega mjög fórnfúst, þær lögðu á sig löng ferðalög og mikið erfiði og þurftu að vera í burtu frá heimilum sínum dögum saman og þáðu oft lítil eða engin laun fyrir. Yfir störfum þessara fyrirrennara ykkar hvílir mikill ljómi, enda ærin ástæða til. í þá daga var mæðraskoðun ekki til og í þessu felst hin stórkostlega breyting, sem orðið hefur á fæðingafræðinni og þar með á störfum ljósmæðra og fæðingalækna. I dag miðast öll okkar vinna, hvort sem er á meðgöngu, í fæðingu eða í sængurlegu, að því að fyrirbyggja voðann, því þótt þessi stórkostlega atburðarás í lífi okkar sé náttúruleg og eðlileg eru miklu fleiri ljón á veginum en almenningur gerir sér grein fyrir. Og ég þori að fullyrða að hvergi í læknisfræðinni hefur þessi áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir skilað jafn miklum árangri, hvernig sem á það er litið. Ekki nóg með það, að orðið hefur stórkostleg lækkun á burðarmálsdauða, þ.e.a.s. dauða barna fyrir fæðingu, í fæðingu og vikuna eftir fæðingu, en það er ýmislegt sem bendir til þess, að heilaskaði af völdum truflana á meðgöngu og áverka í fæðingu hafi stórminnkað. Og þetta er mikið gleðiefni því æðsti draumur okkar allra, sem vinnum að þessum störfum er einfaldlega heilbrigð móðir og heilbrigt barn. En þótt nútíma ljós- mæður hafi í dag yfir að ráða margfalt meiri þekkingu en fyrirrennari hennar, hefur starf hennar að einu leyti ekki breyst og mun aldrei breytast. Hin mannlega hlið starfsins er alveg jafn mikilvæg og fyrir 100 árum, því hin mannlegu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.