Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 3

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 43 Guðmundur Björnsson, yfirlæknir augndeildar Landakotsspítala Nokkur minnisverð atriði fyrir Ijósmæður Augu nýfæddra Augu nýfæddra eru frábrugðin augum fullorðinna hvað stærð og sjónhæfni snertir, en ekki að byggingu. Augu ungbarna eru tiltölulega stór miðað við líkamsstærð. Augnglufa hjá barni er aðeins um 18 mm að lengd, og gerir það að verkum að augað sýnist minna en það í rauninni er. Á fullorðnum er augnglufan um 30 mm. Framhluti augans hefur náð fullri stærð um tveggja ára aldur. Við fæðingu er þvermál glærunnar um 10 mm, en hefur náð fullri stærð þegar barnið er ársgamalt, ca. 12 mm. Afturhluti augans, þ.e. hvitan með þeim himnum sem að henni liggja, er í vexti fram yfir tvítugsaldur. Lengdarás augans þ.e. lína, sem tengir miðhluta glæru við sjón- himnuna á afturvegg augans, er um 14—17 mm við fæðingu, en um 24—25 mm hjá fullorðnum. Vegna þess hve augað er grunnt í upphafi eru börn yfirleitt fjarsýn. Um 6 ára aldur kemur vaxtar- kippur í augað, það dýpkar og fjarsýnin minnkar að sama skapi. Sjónlag fullorðinna — þ.e. rétt sjónlag, fjarsýni eða nærsýni — ræðst af stærð augans við fæðingu og hvenær lengdarvöxturinn hættir,. Margir verða nærsýnir á unglingsárunum. Ástæðan er sú að fram-afturás augans er of langur fyrir ljósbrot þess. Mynd, sem horft er á, fellur því í brennidepil fyrir framan sjónhimnuna og myndin sem fellur á miðgróf sjónu verður því óskýr. Þegar lengdarvöxtur augans hættir fer nærsýni að standa í stað. Arfgengi ræður sjónlagi. Það er vitað að fjarsýni og sjón-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.