Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 43 Guðmundur Björnsson, yfirlæknir augndeildar Landakotsspítala Nokkur minnisverð atriði fyrir Ijósmæður Augu nýfæddra Augu nýfæddra eru frábrugðin augum fullorðinna hvað stærð og sjónhæfni snertir, en ekki að byggingu. Augu ungbarna eru tiltölulega stór miðað við líkamsstærð. Augnglufa hjá barni er aðeins um 18 mm að lengd, og gerir það að verkum að augað sýnist minna en það í rauninni er. Á fullorðnum er augnglufan um 30 mm. Framhluti augans hefur náð fullri stærð um tveggja ára aldur. Við fæðingu er þvermál glærunnar um 10 mm, en hefur náð fullri stærð þegar barnið er ársgamalt, ca. 12 mm. Afturhluti augans, þ.e. hvitan með þeim himnum sem að henni liggja, er í vexti fram yfir tvítugsaldur. Lengdarás augans þ.e. lína, sem tengir miðhluta glæru við sjón- himnuna á afturvegg augans, er um 14—17 mm við fæðingu, en um 24—25 mm hjá fullorðnum. Vegna þess hve augað er grunnt í upphafi eru börn yfirleitt fjarsýn. Um 6 ára aldur kemur vaxtar- kippur í augað, það dýpkar og fjarsýnin minnkar að sama skapi. Sjónlag fullorðinna — þ.e. rétt sjónlag, fjarsýni eða nærsýni — ræðst af stærð augans við fæðingu og hvenær lengdarvöxturinn hættir,. Margir verða nærsýnir á unglingsárunum. Ástæðan er sú að fram-afturás augans er of langur fyrir ljósbrot þess. Mynd, sem horft er á, fellur því í brennidepil fyrir framan sjónhimnuna og myndin sem fellur á miðgróf sjónu verður því óskýr. Þegar lengdarvöxtur augans hættir fer nærsýni að standa í stað. Arfgengi ræður sjónlagi. Það er vitað að fjarsýni og sjón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.