Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 14

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 14
54 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Margrét Þórhallsdóttir tók til máls og ræddi um stéttartalið, taldi hún það orðið feimnismál hve útgáfa ritsins hefði dregist og sagði að erfitt væri orðið að afsaka þennan drátt, við hina fjöl- mörgu áskrifendur stéttartalsins á Akureyri og víðar. Tóku ljósmæður almennt undir þenan málflutning. Kristin Tómasdóttir sagði að þó illa gangi með útgáfuna, vildi hún þakka ritnefnd og útgáfustjóra, góð störf við fjáröflun og áhuga við að þoka verkinu áfram. Kristín Tómasdóttir gerði grein fyrir minningarsjóði Þuríðar Bárðardóttur, í fjarveru Jóhönnu Þorsteinsdóttur sem í fjölda ára hefur haft vörslu sjóðsins. Að venju var viðurkenning veitt einni ljósmóður á árinu, Her- dísi Jónsdóttur ljósmóður í Hveragerði. Herdís tók ljósmóðurpróf 1931 og hún hefur stundað ljósmóð- urstörf i 43 ár. í 1. tbl. Ljósmæðrablaðsins 1981 er grein eftir Herdísi sem nefnist „Minningabrot”. Vísa ég hér til þeirrar ágætu frásagnar Herdísar. Dýrfinna Sigurjónsdóttir gerði grein fyrir minningasjóði ljós- mæðra. Minningaspjöld voru seld fyrir gkr. 561.473,00. Reikn- ingur birtist með öðrum reikningum félagsins. í fundarhléi sýndi Kristín Tómasdóttir finnskar litskyggnur um foreldrafræðslu, eðlilega fæðingu inni á fæðingadeild og þátttöku föðurins við fæðinguna. Formaður ræddi endurskoðun á lögum Ljósmæðraskóla Is- lands frá 1964. Nefnd til þess að endurskoða lögin var skipuð 21. okt. 1980, að tilhlutan heilbrigðisráðuneytisins. í nefndinni eru tveir fulltrúar frá LMFÍ, þær Vilborg Einars- dóttir formaður félagsins og Eva Einarsdóttir kennari við Ljós- mæðraskólans. Tveir fulltrúar Ljósmæðraskóla íslands, þau Kristín Tómasdóttir yfirljósmóðir og prófessor Sigurður S. Magnússon skólastjóri Ljósmæðraskólans. Einn fulltrúi frá heil- brigðisráðuneytinu, Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri sem var formaður nefndarinnar. Nefndin vann að endurskoðun laga Ljósmæðraskólans og jafn- framt að því að Ljósmæðraskóli íslands yrði fluttur milli ráðu- neyta og skuli skólinn heyra undir menntamálaráðuneytið. Var þeirri málaleitan vel tekið af viðkomandi ráðherrum, og

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.