Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 15

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 55 heyrir skólinn nú undir stjórn menntamálaráðherra. Nefndin skil- aði drögum að Iögum um Ljósmæðraskóla íslands 19. janúar 1981 og lauk þar með störfum. Drög að lögum um Ljósmæðraskóla íslands 1. gr. Ríkið rekur skóla er hefur það hlutverk að veita nemendum sínum menntun til þess að gegna Ijósmóðurstörfum á íslandi. Hann skal rekinn í sambandi við Kvennadeild Landspítalans. 2. gr. Skólinn heitir Ljósmæðraskóli íslands og starfar undir stjórn menntamálaráðherra. 3. gr. Ráðherra skipar stjórn skólans þannig: Tvo án tilnefningar, og skal annar vera læknir (sérfræðingur í fæðingarhjálp), einn samkv. tillögu heilbrigðisráðuneytisins, einn samkv. tillögu stjórnarnefndar Ríkisspítalanna og einn samkv. tillögu Ljós- mæðrafélags íslands. Stjórnin skal skipuð til 5 ára. 4. gr. Ráðherra setur og skipar skólastjóra og skal hann vera ljósmóðir. 5. gr. Inntökuskilyrði skólans eru, að umsækjandi skal hafa lokið prófi í hjúkrunarfræði og hlotið hjúkrunarleyfi frá heilbrigðismála- ráðuneytinu. 6. gr. Námstími skólans er 2 ár. Að loknu námi skal nemandinn hljóta prófskirteini frá skólanum og starfsheitið ljósmóðir með þeim réttindum og skyldum er því fylgir lögum samkvæmt.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.