Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 19

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 59 Fyllsti vilji var til að leita leiða, en í framhaldi af þvi kynnti Steinunn þann árangur, sem fengist hefði af samtölum hennar og bréf til fjárveitinganefndar alþingis, að stéttartalinu hefði verið úthlutað kr. 400.000,00 gamlar krónur og mátti þá þegar vitja þeirra fjármuna. Á sama fundi kynnti hún ennfremur gjöf frá Magneu Guðnadóttur yfirljósmóður í Vernesborg í Svíþjóð, sem var að upphæð 800 sænskar krónur. Og síst má gleyma 20 þúsund kr. gjöf frá heiðursfélaga okkar, Jensínu Óladóttur. Björg Einarsdóttir ritstjóri mætti á fundinn og var hún beðin að segja frá stöðu verksins og liklegum útgáfutíma. Björg taldi að mikið hefði unnist þann mánuð, þ.e.a.s. júlimánuð, en um út- gáfudag sagði hún ekki vilja tjá sig. Fram kom á fundinum að rit- nefnd vill mikið til vinna að útgáfan geti tekist á árinu, og var rætt um að reyna að finna starfsmann Björgu til aðstoðar, en þá voru í starfi auk Bjargar vélritari og tvær aðrar stúlkur í hlutastarfi. Björg lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að hugsanlegur aðstoð- armaður væri vanur hliðstæðum störfum og gæti unnið sjálf- stætt. Ennfremur tók hún fram, að hún teldi óverjandi að slaka á kröfu um vönduð vinnubrögð til þess að flýta verkinu. Það kom fram sem ávallt, að ritnefnd stefnir að vönduðu verki, en það ætti sín takmörk og útgáfan mætti ekki dragast endalaust. Þá segir frá ritnefndarfundi 1. okt. sl. ár, og enn er fundarefnið staða stéttartalsins og fjáröflun. í umræðu um stöðu stéttartalsins kom fram að litlar eða engar líkur séu á útgáfu fyrir jól. Tillaga kom fram um að ráða Helgu Þórarinsdóttur til aðstoðar Björgu, ekki sist með myndaröðun í huga, sem Helga kvaðst fús til, og rit- stjóri fagnaði að mega kalla hana til, þegar þurfa þætti. En þessi fundur afgreiddi fjáröflunarmálið á þann veg, að leitað skyldi eftir samvinnu við fjáröflunarnefnd féalgsisn um sameiginelga fjáröflunm, og leyfi stjórnar um að ágóði renni til stéttartalsins. Var það auðsótt og fór fjáröflun fram í torgsölu 5. des. og skilaði tæplega 700 þús. gkr., sem sjá má í reikningum stéttartalsins. Timinn leið og upp rann herrans árið 1981. Á ritnefndarfundi 20. jan. með ritstjóra, útgáfustjóra og ritnefnd, var kynnt og gengið frá ráðningu nýs starfsmanns, Guðbjargar Magnúsdóttur, skal hún skila hálfs dags vinnu í aðstoðarstörfum við samantekt á æviskrám stéttartalsins. Ritstjóri fagnaði þessari ráðstöfun og kynnti fyrir Guðbjörgu

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.