Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 63 Amar Hauksson læknir Fósturhjartsláttar- og hríöarit (CTG) Úrlestur og túlkun Þróun skilnings á FHR-ritum: Fósturh j artsláttarritum Hin upprnalega flokkun á fósturhjartsláttarritum, sem samin var af Caldeyro-Barcia og samstarfsmönnum og út kom 1966 og endurbætt síðan af Hon og Quilligan 1968, hefur staðist reynslu tímans. f dag styðjast flestir við flokkun Hon, sem síðar var út- færð af Bretanum Beard 1971. Beard sýndi þá fram á að jafnvel alvarleg truflun á FHR-riti (base line tachycardia) er í 50% tilfella tengd eðlilegu sýrubasavægi fóstursins. Þá varð mönnum endanlega ljóst að FHR er að meginhluta til mælikvarði á súrefnismettun fóstursins. Hvernig einstakt fóstur bregst svo við súrefnisskorti (hypoxy) byggist á almennu ástandi þess, hversu lengi álagið varir, og því hvort um sé að ræða fylgju- þurrð (insufficientia placentae) eða ekki. Segja má að FHR sé mælikvarði á breytingar á súrefnismettun fóstursins og þegar ritið verði afbrigðilegt þurfi að gera rannsóknir á blóðgösum frá fóstr- inu til þess að meta svar þess við súrefnisskortinum. Hjartsláttar- og hríðamælir (Cardiotocograph — CTG-monitor) Þetta tæki skráir hjartslátt og hríðir ýmist með ytri eða innri skráningu eftir því hversu langt í fæðingu konan er komin. Ná- kvæmni slíkra tækja er mikil, ± 0,1% á öllu mælisviðinu, sem er um 50—240 slög á mín.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.