Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 25

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 65 flæði um fylgju eru mikilvægasti þátturinn í súrefnismettun fóst- urblóðs, er auðskilið að flæðið þarna minnkar þegar legið dregst saman og lokar æðum, og þeim mun meira sem samdrátturinn er lengri og öflugri. Á svipaðan hátt getur lágur blóðþrýstingur móður leitt til þess að þrýstingur í slagæðum í leginu sé svo lágur að ónógt blóðflæði veðri til fylgju. Þessar tvær orsakir fósturálags (distress) eru bráðar (acut) og þýða bráða fylgjuþurrð (insufficientia placenate acuta). Auk þessara stutt yfirstandandi fyrirbrigða er svo langvinn fylgjuþurrð (insufficientia placentae chronica) í kjölfar með- göngusjúkdóma, eins og fóstureitrunar, háþrýstings, rhesus mis- ræmi og sykursýki (toxemia, hypertension, Rh-sensitisation, diabetes). Hér er það ekki einungis truflun á blóðflæði um fylgj- una, heldur hafa vefrænar breytingar átt sér stað sem hindra eðli- leg efnaskipti og súrefnisflutning. Það er því auðskilið að áhættufóstri er ógnað af lélegu fylgju- blóðflæði vegna likamlegra meðgöngusjúkdóma. En öllum fóstrum er ógnað af bráðri fylgjuþurrð vegna mikillar starfsemi í legi (hyper activitet), lágs blóðþrýstings eða hvort tveggja, svo og vegna þrýstings á naflastreng. Úrlestur FHR-rita Eðlileg tíðni fósturhjartsláttar er 120—160 slög á mín. og fylgir ákveðinni grunnlínu. Talað er um grunnlínu (base-line) annars vegar og tímabundnar sveiflur á fósturhjartslætti hins vegar (periodic FHR variation).

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.