Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 37
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 77 Lægsti punktur FHR falls (DECELERATION) (dipp) Toppur legsamdráttar Mynd XI. Monitor og fylgjuþurrð Ekki er hægt að ganga svo frá þessu rabbi um fósturhjartslátt- arrit og monitor, að ekki sé minnst á gildi hans við mat á lang- vinnri fylgjuþurrð (insufficientia placentae chronica). Þar skal hafa í huga að hluti af perinatal dauða á sér stað fyrir og í fæðingu. (Allur samdráttur í legi verkar sem álag á fóstrið og þeim mun alvarlegra, sem fylgjuflæðið er lélegra fyrir). Þegar líður á meðgöngu aukast þarfir fóstursins með vaxandi stærð og í álgi er það fljótt að klára hugsanlegar varabirgðir í fylgjunni og sé hún léleg, minnkar hæfni þess til að mæta álagi (mynd IX). Mynd IX sýnir möguleika fósturnæringar teiknaða sem jafn- stóra kassa. Dökki hlutinn er þörf fóstursins hverju sinni, hvíti hlutinn, ólitaði, það umfram magn af næringu og súrefni, sem fóstrið hefur í fylgjunni hverju sinni til að grípa til þegar þar verð- ur fyrir álagi (í samdrætti). Við sjáum að þessi varasjóður minnk- ar eftir því sem á meðgöngu líður. Á næstu mynd (X) sést hvað gerist við aukið álag á fóstrið. Það þarf þá meira loft og næringu og gengur fljótar á varaforða sinn í fylgju. Snemma á meðgöngu þolir fóstrið álagið vel, en eftir því sem á meðgöngutímann líður og varabirgðir minnka, skilar álagið sér sem breytingar á hjartslætti fósturs vegna hlutfallslegs súrefn- isskorts. í fyrstu sem tachycardia, en síðan koma hjartsláttarföll (decelerationir), standi álagið lengi. Langvinn fylgjuþurrð er mjög alvarlegt vandamál. Það orsak-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.