Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 38

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 38
78 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ast að hluta af meðgöngusjúkdómum, sem valda vefrænum breyt- ingum á fylgjunni. Það skerðir varabirgðir fóstursins svo það á ekkert til að grípa til, verði það fyrir auknu álagi. Slík fóstur hafa því litla getu til að takast á við aukið álag, þar sem þeim veitir ekkert af allri þeirri næringu og blóðflæði, sem þau þegar geta fengið til að halda sér á lífi og undir flestum kring- umstæðum lifa þau við skort, sem aftur skilar sér með hægfara vexti, minna barni og jafnvel hættu á fósturdauða. Slíkum börnum er enginn greiði gerður með því að láta þau ganga út fulla meðgöngu og því mikilvægt ef hægt væri að þekkja þau úr og flýta fæðingu þeirra. Álagspróf, — hæfnispróf á fylgju Þau byggjast öll á því að sé álag sett á móðurfóstur eininguna (þ.e. á blóðstreymi um leg og fylgju), megi merkja þær breyting- ar, sem álagið veldur í breyttum hjartslætti barnsins. Þessi eru helst: 1. Láta móður anda að sér súrefnissnauðu lofti, fóstrið fær þá ónógt súrefni og fram kemur tachycardia hjá því, og fall sé fylgja Iéleg. 2. Láta móður reyna á sig. Áreynsla eykur blóðflæði til út- lima og beinir þvi frá leginu. Við það minnkar þrýstingur á gegnumflæði um fylgju. 3. Auka samdrætti legsins (activitet). Það gefur minna blóðflæði um fylgju vegna samdrátta á æðarnar í leginu. Þetta nálgast það að líkja eftir fæðingu, sem á vissan hátt er álagspróf á fóstrið. Af þessum prófum hefur reynst best að framkalla samdrætti í leginu. Notað er Oxytocin til að framkalla þá og kallast slíkt próf OCT próf (Oxytocin challenge test), eða Oxytocin álagspróf. í stað Oxytocins er notað Syntocinon, tilbúið lyf með sömu verkun. Legsamdrættir eru framkallaðir hjá konunni með Syntocinon- dreypi í æð og er hún tengd monitor (CTG) á meðan. Fylgst er með breytingum á hjartslætti fóstursins samfara auknum sam- drætti í legi. Oxytocinið er aukið þangað til að minnsta kosti þrír

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.