Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Side 21

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Side 21
Líkindamat meb tilliti til litningagalla fósturs eftir hnakkaþykktarmælingu Krístín Rut Haraldsdóttir ljósmóðir Hugbúnaðurinn sem notaður er á Fósturgreiningadeild Kvennadeildar til að reikna út tölfræðilegar líkur fyrir litningaþrístæðum 21, og 13 eða 18 hjá fóstri er frá Fetal Medicine Foundation í London. Byggt er á gögnum frá yfir eitthundrað þúsund mælingum á fóstrum við 11-14 vikna meðgöngu. Stöðugt bætist við þennan fjölda og í dag tökum við á Fósturgreiningadeild Kvennadeildar þátt í gagnasöfnun ásamt mörgum öðrum þjóðum og aukum þannig reynslu okkar og þekkingu. Til þess að fá afnot af hugbúnaðinum þarf að sækja námskeið hjá Fetal Medicine Foundation, taka skriflegt próf og senda inn 50 myndir sem sýna mælingar á hnakkaþykkt fósturs. Myndirnar eru yfirfarnar af sérfræðingum Fetal Medicine Foundation. Ef viðkomandi stenst þessi próf fær hann leyfi til að nota hugbúnaðinn og skuldbindur sig jafnframt til þess að senda yfirlit á sex mánaða fresti sem fer inn í gagnabankann. Einu sinni á ári sendir hver skoðandi inn fimm myndir til að sýna að mælingar séu framkvæmdar á viðeigandi hátt. Notkun þessa hugbúnaðar er því ströngum skilyrðum háð til að tryggja gæði upplýsinga sem fara í gagnabankann. Við skráningu í tölvuforritið er sett nafn verðandi móður og fæðingardagur. Ef konan hefur áður átt fóstur/barn með þrístæðu eru þær upplýsingar skráðar. Þá er sett inn haus-daus lengd fóstur og niðurstaða hnakkaþykktarmælingar. Eftir það reiknar forritið tölfræðilegar líkur á litningagalla fósturs út frá aldri og sögu verðandi móður annars vegar og mælingum á hnakkaþykkt, lengd fósturs og höfuðmáli hins vegar. Forsendur líkindamats er að fósturstærð sé á bilinu 45 - 84 mm. í eftirfarandi dæmum er sýnt hvernig líkindamat er háð aldri verðandi móður, fyrri sögu og hnakkaþykktarmælingu. Hér er sýnt hvemig hnakkaþykktarmæling getur haft áhrif á líkindamat með tilliti til limingagalla fósturs. Líkur geta minnkað eins og sýnt er í dæmi eitt eða aukist eins og sýnt er í dæmi tvö. Mikilvægt er að verðandi foreldrar geri sér grein fyrir að um líkindamat er að ræða, en ekki endanlega niðurstöðu um litningagerð fósturs eins og fæst við legvatnsástungu eða fylgjusýni. Líkindamat getui' hjálpað verðandi foreldmm að taka ákvörðun varðandi legvatnsástungu, annað hvort að hætta við ástungu ef líkur á litningagalla fósturs em litlar eða réttlætt áhættuna ef líkur á litningagalla eru auknar. Kristín Rut Haraldsdóttir ljósmóðir Fósturgreiningadeild Kvennadeildar Landspítalans. First Trimester Risk of Trisomies Matemal age: 38 years, gestational age: 11W + 1D, fetus 1 Background risk of trisomy 21 Using 0 First trimester NT 1 : 46 Background risk of trisomy 13 or 18 1 : 155 Adjusted risk of trisomy 21 1 : 3 Adjusted risk of trisomy 13 or 18 1 : 6 Mynd 1: Kona fædd 1962 með enga fyrrí sögu um litningagalla fósturs. Fósturútlit var eðlilegt og mælingar í samræmi við meðgöngulengd. Hnakkaþykkt mældist 1,3 mm. Líkur á þrístæðu 21 út frá aldrí móður eingöngu eru 1:129 en eftir hnakkaþykktarmælingu 1:592. Einnig hafa líkur á þrístæðu 13 og 18 minnkað. First Trimester Risk of Trisomies Matemal age: 37 years, gestational age: 11W + 1D, fetus 1 Background risk of trisomy 21 1 : 129 Background risk of trisomy 13 or 18 1 : 214 Using 0 First trimester NT Adjusted risk of trisomy 21 1 : 592 Adjusted risk of trisomy 13 or 18 1 : 986 Mynd 2: Kona fædd 1961 sem fyrír átti fóstur/barn með þrístæðu 21. Mælingar fósturs voru í samræmi við meðgöngulengd. Hnakkaþykkt mældist 3,3 mm. Líkur á þrístæðu 21 út frá aldri og fyrri sögu eru 1:46 en eftir hnakkaþykktarmælingu 1:3. Einnig hafa líkur á þrístæðu 13 og 18 aukist. Petta fóstur reyndist vera með þrístæðu 18.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.