Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 4
I Ritstjóraspjall Siðan Ljósmæðrablaðið kom út í vor hafa verið haldnar hér á landi tvær ráðstefnur sem fjöldi ljósmæðra hefur sótt. Ljósmæðrafélag íslands hélt ráð- stefnu NJF í maí og var ráðstefnan í alla staði hin glæsilegasta. Fjöldi áhuga- verðra fyrirlestra og umræðna var urn stöðu ljósmæðra, kvenna og fjölskyldna þeirra. Yfirskrift ráðstefnunnar var Mothers of Lights: gentle warriors’ og vísar til starfsheitis okkar á islensku sem við erum svo stoltar af. Á haust- dögum hélt síðan Miðstöð mæðra- verndar glæsilega ráðstefnu og er íjall- að um báðar þessar ráðstefnur í blað- inu. Eftir svona ráðstefnur vakna ávallt nýjar spurningar. Eðlileg fæðing er eitt ai því sem ljósmæður ræða gjarnan nnkið um þegar þær koma saman. Sú spurning sem kemur alltaf upp aftur og aftur er hvað teljist vera eðlileg fæðing. Hvaða inngrip séu „leyfileg“ til að fæð- ing geti talist eðlileg eða erum við að tala alfarið um „ósnerta fæðingu“? j tengslum við þá umræðu vekur klukkan oft upp togstreitu þegar verið er að fjalla um fæðingar. Annars vegar eru þau sjónarmið að klukkan geti verið truflandi og að við ættum e.t.v. að hætta að horfa á hana, þ.e. hvað varðar tíma- lengd fæðingar. Hins vegar eru þau sjónarmið að tíminn geti skipt miklu máli í sambandi við t.d. framgang fæð- ingar þar sem verið er að hugsa um hvenær rétt sé að grípa inn í. í blaðinu er til umfjöllunar einn angi af þessari umræðu í grein um notkun oxytocin- dreypis í fæðingu. Þar eru m.a. færð rök Valgerður Lísa Sigurðardóttin Ijósmóðir fyrir því að með markvissri notkun lyfsins megi e.t.v. fækka inngripum eins og keisaraskurðum. Bæði þessi sjónarmið beinast að því að stuðla að eðlilegum fæðingum en hafa ólíkar nálganir. Það er fleira sem vekur upp tog- streitu í daglegum störfum. Umhverfið i kringum barneignarferlið er sífellt að breytast og hefur ekki bara áhrif á kon- urnar heldur líka okkur sem vinnum í því. Þróun hefur orðið í þá átt að við vinnum undir ógn vaxandi málssókna. Þar sem umhverfið mótast m.a. af ríkj- andi viðhorfum þeirra sem að því koma þa hefur það hvarflað að mér að þessi þáttur hafi meiri áhrif en okkur grunar. Við höfum áhrif á konuna og hún áhrif a okkur. Hvaða áhrif skyldi það hafa á hormónaflæði fæðingar að innst í okkar hugarskoti erum við stödd í réttarsal og þurfum að verja störfin okkar? Hvaða áhrif hefúr það á traust okkar á líkama konunnar? Getum við skapað konunni þann frið sem kvenlíkaminn þarf til að fæða þegar hugur okkar er að hluta til upptekinn í réttarsalnum? Traust er reyndar til umijöllunar í blaðinu, að þessu sinni tengt brjóstagjöf og hæfni nýburans til aðlögunar að lífinu. í grein um blóðsykursmælingar hjá nýburum er komið inn á hvernig fullburða og heilbrigðir nýburar haga sykurstjórnun sinni fyrstu ævidagana. Þar er m.a. rætt um að viðmið sem notuð eru varðandi blóðsykursmæl- ingar hjá nýfæddum börnum í dag séu e.t.v. ekki í samræmi við vísindalegar niðurstöður og hafi jafnvel í for með sér ónauðsynleg inngrip. Án efa mætti skoða marga aðra þætti i starfi okkar út frá þessu sjónarhomi þ.e. að endurskoða viðmið út frá gagnreyndum vísindum. Komið er inn á fleiri kliníska þætti í blaðinu, það er birt grein um legháls- deyfingar og kynning á nýjum áhersl- um í saumaskap eftir fæðingu. Ritrýnda grein blaðsins að þessu sinni er rannsókn á ljósmæðraþjónustu fyrstu vikuna eftir fæðingu og viðhorf- um mæðra til þjónustunnar. Miklar breytingar hafa átt sér stað í sængur- leguþjónustu síðustu árin og er þetta í fyrsta sinn hér á landi sem svo stór rannsókn er gerð á hvernig konurnar upplifa hana. Framundan er hátíð ljóss og friðar. Eg óska ljósmæðrum og öðrum lesend- um Ljósmæðrablaðsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 4 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.