Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 48

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 48
Hefurðu tíða verki? íbúfen - Bólgueyðandi og verkjastillandi Töflur: M 0 1 A E 01. Hver tafla inniheldur: Ibuprofenum INN 200 mg, 400 mg eða 600 mg. Ábendingar: Bólgueyðandi og verkjastillandi lyf, ætlað til notkunar við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Lyfið má einnig nota sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtastærðir handa fullorðnum: Sjúkdómseinkenni og lyfjasvörun ákvarða hæfilegan skammt hjá hverjum einstaklingi. Skammtar eru venjulega 600-2000 mg á dag og ekki er mælt með stærri dagskammti en 2400 mg. Hæfilegt er að gefa lyfið 3-4 sinnum á dag í jöfnum skömmtum. Morgunskammt má gefa á fastandi maga til að draga fljótt úr morgunstirðleika. Við nýrnabilun þarf að minnka skammta. Skammtastærðir handa börnum: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag, gefið í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum sem vega innan við 30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Frábendingar: Lyfið er ekki ætlað vanfærum konum. Lyfið skal ekki notað ef lifrarstarfsemi er skert. Sjúklingar sem hafa fengið asma, rhinitis eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja (annarra en barkstera), skulu ekki nota lyfið. Milliverkanir: Geturaukið virkni ýmissa lyfja svo sem blóðþynningarlyfja og flogaveikilyfja. Aukaverkanir: Ofnæmi (útbrot). Meltingaróþægindi svo sem niðurgangur og ógleði. Lyfið skal nota með varúð hjá sjúklingum með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lifrarbólgu hefur verið lýst af völdum lyfsins (toxiskum hepatitis). Asmi gegur versnað við notkun lyfsins. Lyfhrif/lyfjahvörf: (búprófen er bólgueyðandi lyf með svipaðar verkanir og acetýlsalicýlsýra. Hefur bólgu- eyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Lyfiö frásogast hratt eftir inntöku og helmingunartími í blóði er u.þ.b. 2 klst. Um 60% útskilst í þvagi en 40% með galli í saur. Próteinbinding í sermi er um 99%. Pakkingar og hámarksverð (01.09.04):Töflur 200 mg: 20 stk. (L); 100 stk. 773 kr.Töflur400 mg: 30 stk. (L); 100 stk. 818 kr.Töflur 600 mg: 30 stk. 792 kr.; 100 stk. 1.040 kr. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu, sbr. ofangreindar pakkningar merktar (L). Hverri pakkningu fylgja viður- kenndar leiðbeiningar á íslensku um notkun lyfsins. Handhafi markaðsleyfis: Actavis hf. Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði. 01.09.04. actavté hagur í heilsu

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.