Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 19
Ljósmæðraþjónusta fyrstu vikuna eftir fæðingu Viðhorf mæðra til þjónustunnar Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf mœðra til sængurlegu- þjónustu fyrstu vikuna eftir fœðingu og bera saman niðurstöður eftir mismun- andi þjónustuformum: Heimaþjónustu Ijósmœóra eftir snemmútskrift og þjón- ustu sængurlegudeildar LSH þar sem sjúkrahúsdvöl er lengri. Rannsóknar- sniðið er megindlegt og voru 400 konur, er fiett höfðu börn sín á Landspítala- Háskólasjúkrahúsi á tímabilinu sept- ember til desember 2002 valdar með kerfisbundnu tilviljunarkenndu úrtaks- vali. Tvöhundruð konum úr hvoru þjón- ustuformi var póstsendur spurningalisti og eftir að tvisvar hafði verið sent út ítrekunarbréf var svörunin 67% úr hópi kvenna í heimaþjónustu (n=134) og úr hópi sœngurlegukvenna 62% (n=124). Spurningalistar voru hannaðir af rann- sakanda og innihalda meðal annars að hluta til þýdda útgáfu af viðhorfa- kvarða Elaine Carty og Ellen Hodnett. Spurningalistarnir voru að hluta til sambœrilegir og að hluta til sérsniðnir fyrir hvorn hóp. Sambœrilegar breytur voru: bakgrunnsbreytur, viðhorfakvarð- ur er mœldu á líkert lcvarða, viðhorf til veittrar frœðslu, ánægju/óánœgju með þjónustuþœtti og viðhorf til innihalds þjónustunnar. Lýsandi tölfrœði, eins og t-próf og kikvaðrat próf voru notuð til að lýsa og bera saman bakgrunn þátttakenda. Við- horfakvarðarnir þrír (frœðsla, ánægja °g þjónusta) voru þáttagreindir og veyndist vera sterk innri fylgni á svörun innan hvers k\’arða sem bendir til innra réttmœtis þeirra. Með þáttagreiningu koni einnig I Ijós að hver kvarði fyrir sig hlóð á einn þátt og því voru meðal- skor kvarðanna notuð í frekari töl- .frœðiúrvinnslu. Þar sem meðalskor kvarðanna reyndust ekki vera normal- dreifð var notast við non-parametic prðfið Mann-Witney til þess að meta iölfrœðilegan mun á viðhorfum kvenna Hildur Sigurðardóttir Höfundur er Ijósmóðir og hjúkrunarfræðingur MS, og lektor á sviði fæðingahjúkrunar og fæðingarfræði auk þess að vera forstöðumaður fræðasviðs um sængurleguþjónustu í Ijósmóðurfræði við Háskóla íslands. Hildur starfar einnig tíma- bundið sem Ijósmóðir við Miðstöð mæðraverndar * Ritrýnd grein til þjónustu Ijósmæðra í heimaþjónustu og á sœngurlegudeild. Rannsóknarhóparnir tveir voru sam- bœrilegir með tilliti til aldurs (P> 0,05), hjúskaparstöðu (X2=2,6, P> 0,05) og menntunar (X'=5,2, P>0,05) en i Ijós kom að í hópi sængurlegukvenna voru hlutfallslega fleiri frumbyrjur (X2=5,7, P< 0,05). Ef á heildina var litið kom í Ijós að meirihluti kvenna gaf til kynna ják\>œtt viðhorf til þjónustu Ijósmæðra fyrstu vikuna eftir fœðingu. Saman- burður á niðurstöðum úr öllum kvörð- unum þremur sýndi þó marktœkan mun á viðhorfum kvennanna eftir rannsókn- arhópum þar sem konur er þiggja heimaþjónustu Ijósmæðra hafa almennt jákvœðari viðhorf til þjónustunnar (P< 0,01). Inngangur Við skoðun á þjónusturannsóknum um barneignir virðist sem tímabilið eftir fæðingu falli svolítið i skuggann hvað varðar áhuga rannsakenda, sérstaklega ef til hliðsjónar eru hafðar rannsóknir á þjónustu til kvenna á meðgöngu og í fæðingu. Þróunin síðastliðin ár hér- lendis sem og annars staðar á Vestur- löndum hefur verið sú að konur út- skrifast nú fyrr heim eftir barnsburð en áður var. Snemmútskriftir cftir bams- fæðingar hafa tíðkast í Vestrænum löndum allt frá fimmta áratugi 19. aldar og var fjárhagsleg hagræðing helsta ástæðan fyrir því að byrjað var að út- skrifa konur snemma heim. Þróunin í gegnum árin hefúr verið sú að mun fleiri konur fara snemma heim eftir fæðingar að eigin ósk eða af félagsleg- um ástæðum fremur en íjárhagslegum. Snemmútskriftirnar hafa farið vaxandi vegna þess að konur almennt og íjöl- skyldur vilja hafa meiri stjórn á aðstæð- um í kringum barneignir og barnaupp- eldi og vilja gjarnan eyða meiri tíma með börnum sínum innan veggja heim- ilisins (Britton, Britton og Gronwaldt, 1999). Áhrif snemmútskrifta hafa verið skoðuð af mörgum og niðurstöður rannsókna verið mismunandi. Margar rannsóknir hafa gefið til kynna ótví- ræða kosti þess að konur útskrifist snemma heim með böm sín og má þar meðal annars nefna jákvæð áhrif á tengslamyndum foreldra við börn sín, bætt samskipti í ijölskyldum, aukinn möguleika íjölskyldunnar til að taka Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 19

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.