Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 41

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 41
félaganna á Norðurlöndum og eins fengu allar ljósmæður sent sérstakt auglýsingablað. Eftir mjög mjög marga fundi ráð- stefnunefndar og með íslandsfundum varð til dagskrá og skipulag sem við Ijósmæður vorum mjög ánægðar með. Mjög margir komu að undirbúningi raðstefnunnar með einhverjum hætti, nefndin vann auðvitað mjög mikið og óeigingjarnt starf. Þórdís Klara Ágústs- dóttir ljósmóðir gerði og kom með frumsamda skemmtun ásamt Birnu Ólafsdóttur ljósmóður á Galakvöldið sem var haldið á Broadway og þótti iakast með afbrigðum vel. Svanborg Egilsdóttir ljósmóðir á Selfossi tók að sér að gera listmuni íyrir þá íslensku fyrirlesara sem voru með „keynote“ íyrirlestur. Guðrún Böðvarsdóttir ljósmóðir pijónaði lopapeysur fyrir erlendu gesta- fyrirlesarana. Ágústa Jóhannsdóttir ljósmóðir stjórnaði fjöldasöng á Galakvöldinu. Borgarstjóri Þórólfur Ámasson bauð til fordrykks í ráðhúsinu á undan Gala- kvöldinu. Heilbrigðisráðherra Hr. Jón Kristj- ánsson opnaði ráðstefnuna á Nordica Hotel. Ráðstefnuna sóttu 450 ljósmæður af öllum Norðurlöndum og virtist vera almenn ánægja með hana og alla skipu- lagningu. Ráðstefnugestir voru ánægðir og létu óspart af þvi vita. Gaman er að geta þess líka að Þór- unni og Unni sem héldu utan um ráð- stefnuna (Islandsfúndir) fannst ráð- stefnan okkar alveg frábær og sögðust aldrei hafa séð fólk skemmta sér svona vel eins og á Galakvöldinu okkar. Já ljósmæður kunna sko að skemmta sér. Undirrituð vil nota tækifærið hér og þakka frábært og skemmtilegt samstarf í nefndinni sem og öllum sem komu með einhverjum hætti að verkefninu. Siðast en ekki síst vil ég þakka Þórunni og Unni hjá íslandsfundum fyrir frá- bært starf. Þær eru frábærar. Ljósmœðrakveðja Astþóra Kristinsdóttir, Ijósmóðir. NuvaRing, leggangahringur, G03AA. Samsetning: Hver skeiðarhringur inni- ueldur 11,7 mg af etónógestreli og og 2,7 mg af etinýlestradíóli. Ábending: Getnaðarvörn. Öryggi og verkun hefur verið staðfest hjá konum á aldrinum )8 til 40 ára. Skammtar og lyfjagjöf: Konan getur sjálf komið hringnum fyrir j ^ggöngum. Þegar hringnum hefur verið komið fyrir skal hann hafður í leggöngum samfellt i 3 vikur. NuvaRing á að fjarlaegja eftir 3 vikna notkun á sama vikudegi og ísetning hringsins fór fram. Eftir vikulangt hlé er nýr hringur settur í leggöng. ( 3 vikur losna daglega að meðaltali 0,120 mg af etónóge- streli og 0,015 mg af etinýlestradíóli úr hringnum. Frábendingar: ^egamyndun eða saga um segamyndun í bláæðum með eða án lungna- b|óðreks. Segamyndun eða saga um segamyndun í slagæðum eða fyrirboði Urn segamyndun. Þekkt tilhneiging til segamyndunar í bláæðum eða slagæðum með eða án erfðaþátta. Sykursýki með fylgikvillum í æðum. Alvarlegir áhættuþættir, einn eða fleiri, fyrir segamyndun í bláæðum eða S'agaeðum. Alvarlegur lifrarsjúkdómur eða saga um slíkt hafi niðurstöður úr 'frarprófum ekki orðið eðlilegar aftur. Lifraræxli (góðkynja eða illkynja) eða sega um slikt. Illkynja hormónaháð æxli í kynfærum eða brjóstum eða grunur UrTi slíkt. Blaeðingar frá leggöngum af óþekktum orsökum. Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefna NuvaRing. Varnaðarorð og varúðar- jjeglur: Ef eitthvert eftirtalins ástands/áhættuþátta er fyrir hendi skal meta °sti notkunar NuvaRing gegn hugsanlegri áhættu í hverju tilviki fyrir sig. ^asjúkdómar: Notkun samsettra getnaðarvarnataflna hefur verið tengd auWnni hættu á segamyndun í bláæðum (segamyndun í djúpum bláæðum °g lungnablóðreki) og segamyndun I slagæðum og tengdum fylgikvillum. orir sjúkdómar sem hafa verið tengdir æðasjúkdómum eru sykursýki, rauðir ltar, blóðlýsuþvageitrunarheilkenni (hemolytic uraemic syndrome), eegvinnur bólgusjúkdómur i þörmum (t.d. Crohns sjúkdómur eða sáraristil- °lga). Aukin tíðni mígrenikasta svo og ef þau verða verri getur verið fyrir- °ði heilablóðfalls. Æxti: Aukinni hætta er á krabbameini í leghálsi hjá konum 10 lengtimanotkun samsettra getnaðarvarnataflna og örlítið aukin hætta á greiningu brjóstakrabbameins. Einstaka sinnum hefur verið greint frá 9°ðkynja lifraræxlum og enn sjaldnar illkynja lifraræxlum hjá þeim sem nota ^settar getnaðarvarnatöflur. Aðrir sjúkdómar: Konur með hátt þríglýserið loði eða fjölskyldusögu um slíkt geta verið í aukinni hættu á að fá brisbólgu Pegar þær nota hormónagetnaðarvörn. Þótt greint hafa verið frá lítils háttar eðþrýstingshækkun hjá mörgum konum, sem nota hormónagetnaðarvörn, ur ekki verið sýntfram á samhengi milli notkunar hormónagetnaðarvarnar °g háþrýstings sem hefur kliníska þýðingu. Bráðar eða langvinnar truflanir á rerstarfsemi geta gert það að verkum að nauðsynlegt reyndist að hætta °tkun NuvaRing þar til lifrargildin eru komin í eðlilegt horf. Fylgjast þarf vel eð sykursýkissjúklingum meðan á notkun NuvaRing stendur, einkum á fyrstu mánuðum notkunar. Versnun á Crohns sjúkdómi og sáraristilbólgu hefur sést í tengslum við notkun hormónagetnaðarvarna. Þungunarfrekna (chloasma gravidarum) hefur stöku sinnum orðið vart, einkum hjá konum með sögu um slikt á meðgöngu. Legsig, blöðrusig og/eða endaþarmssig, alvarleg eða langvinn hægðategða geta gert notkun NuvaRing erfiða eða ómögulega. Milliverkanir: Lyf sem hvetja frymisagnarensím (microsomal enzymes) geta leitt til aukinnar úthreinsunar kynhormóna (t.d. fenýtóín, fenóbarbital, primidón, karbamazepín, rífampicín og hugsanlega einnig oxkarbazepín, tópíramat, felbamat, ritónavir, gríseófúlvín og vörur sem innihalda Jóhannesarjurt). Dregið getur úr hringrás östrógens um lifur og þarma þegar ákveðin sýklalyf eru gefin samtimis og getur það leitt til lækkunar á þéttni etinýlestradíóls (t.d. penicillln, tetracýklín). Milliverkanir hormónagetnaðarvarnalyfja og annarra lyfja geta leitttil milliblæðinga og/eða að getnaðarvörn bregðist. Meðganga og brjóstagjöf: NuvaRing á ekki að nota á meðgöngu. Aukaverkanir: Atgengar: Þrymlabólur, höfuðverkur og mígreni, geðlægð, tilfinningalegt ójafnvægi, minnkuð kynhvöt, kviðverkir, ógleði, þyngdaraukning, kviðverkir (tengdir kynfærum), verkur [ brjóstum, auka- verkanir tengdar lyfjaforminu, tíðaþrautir, útferð, óþægindi í leggöngum og leggangaþroti. Kynfæri karla: Aukaverkanir tengdar lyfjaforminu (t.d. óþægindi við samfarir). Ofskömmtun: Ekki hefur verið greint frá alvarlegum skaðlegum verkunum við ofskömmtun hormónagetnaðarvarna. Einkenni sem geta komið fram í þeim tilvikum eru ógleði, uppköst og smávægilegar blæðingar frá leggöngum hjá ungum stúlkum. Útlit: NuvaRing er sveigjan- legur, gegnsær hringur, 54 mm í þvermál og með 4 mm þversniði. Pakkningar og verð: 1. september 2004,1 hringur: 1.944 kr, 3 hringir: 4.428 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfið er lyfseðilsskylt. Greiðslufyrirkomulag: Ekki greitt af TR. Texti siðast endurskoðaður í febrúar 2004. Sérlyfjaskrártextinn er veru- lega styttur. Texta í fullri lengd er hægt að nálgast á heimasíðu Lyfjastofnunar eða hjá ísfarm ehf, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. Umboð á íslandi: (sfarm ehf • Lynghálsi 13 • 110 Reykjavík • Sími 540 8080 • Fax: 540 8001 • Tölvupóstfang: oraanon@icepharm.is Heimildir: 1. Timmer CJ, Mulders TMT. Pharmacokinetics of Etonogestrel and Ethinylestradiol Released from a Combined Contraceptive Vaginal Ring. Clin. Pharmacokinet 2000;39:233-242. 2. Roumen FJME, Apter D, Mulders TMT, Dieben TOM. Efficacy, tole- rability and acceptability of a novel contraceptive vaginal ring rele- asing etonogestrel and ethinyl estradiol. Hum. Reprod. 2001;16:469-475. Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 41

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.