Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 38
ingum en verður ekki í samfloti með stóru sambandi eins og hingað til. Finnland Tveir vinnuhópar hafa verið starfandi á vegum félagsins á liðnu ári. Annar þeirra vinnur að því að vinna úr upplýsingum og niðurstöðum tveggja málstofa sem haldnar voru á árinu 2003 um eðlilegar fæðingar. Ætlunin er að efla samvinnu við kvensjúkdóma- og fæðingalækna um málaflokkinn og stefna að því að ná samráði um verklagsreglur um þróun mæðraverndar og ábyrgðarskiptingu ljósmæðra og lækna í fæðingarþjónust- unni. Hinn hópurinn hefur í samvinnu við þjóðkirkjuna þróað fræðsluefni fyrir eldri stig grunnskóla og framhaldsskóla um kynheilbrigði og samlíf. Efnið er tilbúið og hægt að finna á netinu. Skipting ljósmæðra milli þéttbýlis og dreifbýlis er áhyggjuefni og lýsir sér með skorti í stóru borgunum en of margar ljósmæður á minni stöðunum. Færeyjar Eyðfríð upplýsti að talsvert atvinnu- leysi sé meðal ljósmæðra á Færeyjum. Þær reyna þó að snúa því sér í hag með því að reyna að komast inn í mæðra- vernd og sængurlegu umönnun, sem hefúr verið og er að mestu í höndum hjúkrunarfræðinga. Það gæti þó verið lag núna þar sem það vantar hjúkrunar- fræðinga í landinu og konur hafa tjáð sig um að þær kjósi að ljósmæðurnar sinni þessum þáttum. Félagið er einnig að berjast fyrir því að ljósmæður séu sýnilegar í stjórnun heilbrigðisgeirans en það gengur hægt. Um það bil 700 fæðingar eru á ári á Færeyjum, þar af eru um 600 í Þórs- höfn. Noregur Nýbúið er að gera könnun meðal ljós- mæðra í félaginu og var svarhlutfall 65,5%. Um 90% ljósmæðra eru ánægð- ar með félagið sitt og skýr svör bárust um hvar mætti bæta þjónustu við félag- menn. Félagið mun nýta sér þessar niðurstöður við frekari uppbyggingu félagsins og þjónustu þess. A síðustu 1 -2 árum hefur orðið mikil skipulagsbreyting á heilbrigðisþjónustu í Noregi og heyra nú öll sjúkrahús undir ríkið, en eru rekin að einhverju leyti sem einkasjúkrahús væru. Þetta hefur haft í for með sér ýmsar breytingar og upplifa ljósmæður að stöðu þeirra sé ógnað í kerfinu af meðal annars rútin- um, ósveigjanlegu kerfi og læknum. Það liggur loksins fyrir að ljósmæð- ur eiga rétt á greiðslum fyrir mæðra- vernd sem þær sinna sjálfstætt. Upp- hæðin sem ákveðin var hefur valdið verulegum vonbrigðum og finnst ljós- mæðrum sem grunni fyrir sjálfstæð störf sé kippt undan fótum þeirra. Aðeins er ein gjaldskrá og ekki er greitt fyrir sértæk verk. Þetta þýðir að mati ljósmæðra í raun að konur hafa ekkert val um hvert þær sækja mæðravernd og er þar að auki vanmat á hæfni og gæð- um þjónustu ljósmæðra. Nýleg notendakönnun meðal vænt- anlegra og nýorðinna foreldra sýnir að þau eru að mestu ánægð með þjónustu sem er veitt í barneignarferlinu. Þeir sem eru ánægðastir eru þeir sem hafa fengið þjónustu í einkageiranum. Kon- um finnst þó að þær séu illa upplýstar um og undirbúnar fyrir fæðingu og móðurhlutverkið. Feðrum finnst að ekki sé hugsað nægilega um þarfir þeirra í öllu ferlinu. Þessi rannsókn ásamt rannsóknum annarsstaðar frá og önnur fræðileg þekking um efnið grundvalla nýjar verklagsreglur um barneignarferlið sem eru að verða til- búnar. Nokkur umræða er um menntun ljósmæðra. Nám þeirra er 1-2 ára nám eftir hjúkrun og er umræða um að breyta því. Meðal annars er verið að skoða breytingar á náminu á þann veg að það verði sjálfstætt án undanfarandi hjúkrunarnáms. Ennfremur er rætt um þörfina á því að styrkja sjálfræði ljós- mæðra og efla faglega endurmenntun. Svíþjóð Urnræða er í félaginu um að stuðla að öflugu starfi og árangri í faginu. Þetta er gert með ýmsu móti eins og til dæmis með öflugu samstarfi við sænska hjúkrunarfélagið og félag kven- sjúkdóma- og fæðingalækna. Einnig er félagið að beita sér fyrir því að byggja upp netverk ljósmæðra með ólík áhuga- mál og bakgrunn í þeim tilgangi að efla umræður um fagleg málefni. Einnig er rætt um að auka þurfi samstarf við há- skólana. Forysta félagsins hefur átt í viðræð- um við stjómmálamenn og yfirvöld til að koma á framfæri skoðunum ljós- mæðra á innihaldi barneignarþjónust- unnar, þar sem óskað er eftir aukinni samfellu í þjónustunni og minni sjúk- dómsvæðingu í umönnun. Lagt er til að fæðingadeildir verði minni og vinnu- einingarnar þannig uppbyggðar að færri starfsmenn sinni færri einstak- lingum. Mikið er rætt um hvernig hægt er að koma þessu við og sameina mörg sjónarmið, sem dæmi má nefna að barnalæknar halda því fram að ferða- tími til barnalæknis frá fæðingadeild megi ekki vera meira en 15 mínútur, annað sé barninu hættulegt! Svo málið er flókið og þarfnast þverfaglegrar sátt- ar. Einnig leggur félagið mikla áherslu á að ljósmæður reyni að mæla áhrif af starfi sínu og segja að aukin meðvitund í kjölfar fræðslu og umræðu meðal ljós- rnæðra og lækna unr háa tíðni keisara- skurða sé ef til vill ástæða þess að tíðni keisaraskurða er nú komin niður í 15% í Svíþjóð. Talsvert er einnig rætt um hæfni ljósmæðra til þess að annast um konur með meðgöngutengd vandamál og er rætt um aukna sérhæfingu á þessu sviði. Karin Gottvall hefúr lokið doktors- ritgerð sinni sem var úttekt á ABC einingunni i Stokkhólmi. Í framhaldi af henni hefur verið allnokkur umræða um þessar einingar og er þá rætt t.d. hvers- lags þjónustu eiga þær að veita og á hvaða leið er hún? Fyrir hvern er þjón- ustan og þjónustuformið, - konurnar eða ljósmæðumar? Nokkrar umræður spunnust um þetta mál sem og innleið- ingu nálastunga sem meðferðar í með- göngu og í fæðingu, án þess að miklar/- nokkrar rannsóknir lægju fyrir um þær. Alltaf þurfi að vera að íhuga þjónust- una sem er veitt og áherslan verði að vera á konuna og þarfir hennar og val hennar. Minna máli skipti hvað þjón- ustuformið heiti. Nokkur umræða er í Svíþjóð um fóstureyðingar og hvernig breyta eigi lögum um þær. Konur verði að geta valið um fóstureyðingu með lyfjum eða aðgerð og er rætt um að ljósmæður muni annast um fóstureyðingar sem gerðar eru með lyfjum í viku 5-6. I Svíþjóð hafa nú um 50 ljósmæður lokið Doktorsprófi og eru rannsóknir þeirra á nánast öllu sviði ljósmæðra- þjónustu. Önnur mál Formaður norska ljósmæðrafélagsins óskaði eftir umræðum unr fósturskim- anir snemma á meðgöngu og um ómskoðanir almennt. Hún upplýsir um stöðu mála í Noregi og segir umræðu þar aðallega snúast um áhættumat og upplýst val. Val konunnar sé ef til vill ekki val heldur ákvörðun sem sé tekin undir þrýstingi og að þeim séu boðnar skoðanirnar sem rútínu og eitthvað sem 38 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.