Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 10
Kynning á nýjunn bæklingi: Matur og meðganga Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri. Nýr bæklingur var formlega kynntur á ráðstefnu Miðstöðvar mæðraverndar 1. október sl. Að útgáfu hans standa Lýð- heilsustöð, Heilsugæslan/Miðstöð mæðraverndar og Umhverfisstofnun. Hann var unninn af sérfræðingum á þeirra vegum: Jóhönnu Skúladóttur ljósmóður, Jóhönnu Torfadóttir næring- arfræðingi, Laufey Steingrímsdóttur næringarfræðings og Þóru Steingríms- dóttur lækni. Dr. Bryndís Eva Birgis- dóttir næringarfræðingur stýrði verk- inu. Markmið með útgáfu bæklingsins er m.a. að: • Birta skýrar leiðbeiningar um matar- ræði barnshafandi kvenna sem byggðar eru á rannsóknum. • Samræma upplýsingar frá ýmsum stofnunum til barnshafandi kvenna um fæðuval, bætiefni, hreinlæti og öryggi matvæla. I bæklingnum eru almennar ráðlegg- ingar um mataræði frá Manneldisráði íslands sem og sérhæfðar ráðleggingar um eftirfarandi atriði: Þyngdaraukningu og hreyfingu Fólasín Járn A og D vítamín Fisk og sjávarafurðir Hrá matvæli Hreinlæti og munnhirðu Mataræði á ferðalögum erlendis. Reykingar og vímuefni Hvað varðar mataræði á með- göngu er aðaláhersla lögð á að ráð- leggja konum að borða hollan og íjölbreyttan mat, en ráðleggingar um þyngdaraukningu taki mið af hverri konu. Konur í kjörþyngd eða undir kjörþyngd (BMK25) 12 - 18 kg. og konur yfir kjörþyngd (BMI>25) 7 - 12 kg. Ekki er mælt með því að ráðleggja öllum barnshafandi kon- Jóhanna Skúladóttir aðstoðaryfi rljósmóði r um að taka járnbætiefni á meðgöngu, heldur er lögð áhersla á járnríkt fæði. Ráðleggingar um járnbætiefni byggjast á blóðhag viðkomandi konu. Konum er þó ekki ráðlagt að borða lifur eða afurðir unnar úr henni vegna þess hve mikið A-vítamín er í lifur. Talið er óhætt að ráðleggja lýsi á meðgöngu, þar sem A-vítamínmagnið hefur verið minnkað mjög eða niður í 1/5 frá því er áður var. Einnig er lýsi mikilvægur D-vítamíngjafi fyrir alla íslendinga. Öllum konum á barneignaraldri er ráðlagt að taka fólasín 400 pg, daglega ásamt því að borða fólasínríkt fæði. Barnshafandi konum er ráðlagt að borða a.m.k. tvær fiskmáltíðir á viku rétt eins og öðrum landsmönnum. í bæklingnum er upptalið sérstak- lega: Fæða er inniheldur mikið járn og fólasín. Fæða sem ekki er ráðlögð á með- göngu, má þar nefna hráan fisk og stór- flyðru. Fæða sem borða má i takmörkuðu magni á meðgöngu, s.s túnfisk úr dós, tvisvar í viku. Minnst er á koffein, áfengi, tóbak, náttúru- og fæðubótaefni og lyf. í bæk- lingnum er sérstakur kafli sem fjallar um hreinlæti við matargerð og matar- æði á ferðalögum erlendis, ásamt fræðslu um tannheilsu og hreyfingu. Fjölbreytt fæði á meðgöngu skiptir miklu máli fyrir heilbrigði, bæði fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra. Sem heilbrigðisstarfsmenn er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að aðstæð- ur fólks eru mismunandi og því þurfum við ávallt að miða fræðsluna við þarfir hvers og eins. Það er því mikilvægt að ráðleggingar valdi ekki áhyggjum eða kvíða. Dreifingaraðili bæklingsins er Miðstöð mæðraverndar. Pantanir sendist á mm@hr.is Hópurinn sem sá um gerð bæk- lingsins sá einnig um gerð ítarefnis sem komið verður fyrir á heimasíð- um viðkomandi stofnanna: Heilsu- gæslunnar í Reykjavík www.hr.is. Lýðheilsustöð: www.lydheilsustod.is og hjá: Umhverfisstofnun: www.ust.is. 10 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.