Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 14
fóstrinu svo sem hydrocephalus, ennis- stöðu, þverlegu og verulega macro- somiu en einnig grindarþrengsli t.d. eftir slys eða vegna tumors. Eiginleg grindarþrengsli hjá íbúum Vesturlanda eru mjög sjaldgæf og miklu algengara er að þrengslin séu relatíf, vegna mal- presentationar eða deflexionar fóstur- höfuðs. Slík vandamál má oft leiðrétta með sterkari samdráttum sem leiða til flexionar, rotationar og mótunar höf- uðsins þannig að eðlileg fæðing geti átt sér stað. Hvenær á að nota oxytocin til hríðaörvunar? Hríðar geta verið óreglulegar og virst veikar en samt skilað eðlilegum ár- angri, þ.e. útvikkun legháls og fram- gangi fósturhöfuðs. Hins vegar geta hríðar verið örar og sárar og virst sterk- ar en skila ekki neinum eða litlum árangri. Oxytocin ætti því aðeins að nota að samdrættir í legi séu ekki að skila þeim árangri sem við búumst við. Menn hafa ekki verið sammála um það hvenær eigi að grípa inn í fæðingu en algengt er að notast sé við svokallaða viðbragðslínu sem er þá teiknuð á partogramið 1-4 klst til hægri við meðaltalslínuna fyrir hraða útvíkkunar. Með þessum hætti er byrjað að örva hríðar þegar hraði útvíkkunar hefur verið minni en 1 cm á klst. í 1-4 klst. Fyrsta skrefið er að rjúfa belginn ef vatnið er ófarið og meta síðan fram- gang u.þ.b. 2 klst. síðar. Þegar örva á hríðar með oxytocini er það skammtað líkt og í gangsetningu fæðingar en leg fæðandi konu er næmara en þegar fæð- ing er ekki hafin. Byrjað er með lágan skammt eins og við gangsetningu og síðan er skammturinn aukinn á 15-30 mínútna fresti. Líklega er réttara að hækka skammtinn á 30 mín fresti þar sem helmingunartími oxytocins í blóði er lengri en menn töldu áður og því er hættan meiri á ofskömmtun ef skammt- urinn er aukinn hraðar. Skammturinn er aukinn þar til fjöldi hríða er 3 á 10 mínútum en ef ekki er nægilegur árang- ur með þeirri samdráttatíðni er skammturinn aukinn þar til tíðnin er 4 hríðar á 10 minútum eða þar til há- marksskammti er náð. Þegar fæðing er langdregin en tíðni hríða er 3-4 hríðar á 10 mínútum er alltaf vel þess virði að reyna oxytocin meðferð þar sem hríð- arnar geta verið veikar og/eða ósam- hæfðar og oxytocin getur þá haft úrslitaáhrif til að fæðingin gangi betur. Engin leið er til að vita hve sterkar hríðar eru nema með því að setja þrýstingskateter í legholið. Slíkir kateterar eru notaðir á mörgum sjúkra- húsum en hafa ekki sýnt sig að bæta útkomu fæðinganna miðað við að nota ytri samdráttarrita við örvun langdreg- inna fæðinga með oxytocini og notkun þeirra er ekki án áhættu (4). Hve lengi á að örva hríðar ? Þegar tekin er ákvörðun um að örva hríðar með oxytocini er rétt að gera ráð fýrir a.m.k. 4 klukkustundum þar til framgangur er metinn og jafnvel eftir þann tíma er hægt að hjálpa mörgum konum að fæða eðlilega með áfram- haldandi meðferð en flestir setja mörk- in við 8 klukkustundir. Ekki er alltaf hægt að búast við miklum árangri eftir 1-2 klukkustundir og er því rétt að skýra það vel út fyrir konunni. Þar sem oxytocin örvun er ekki fullreynd fyrr en margar klukkustundir eru liðnar er augljóst hve mikilvægt það er að hafa ekki látið fæðinguna dragast um of á langinn áður en örvunin er hafin, konan, ijölskyldan og allir i kring missa þá móðinn og erfitt verður að halda uppi jákvæðu andrúmslofti og æði oft fara þá að heyrast óskir um keisara- skurð. Hættur við notkun oxytocins Helsta hættan við notkun þessa lyfs er oförvun legsins sem getur leitt til fóst- urstreitu og legbrests. Ef tíðni sam- drátta verður meiri en 5 hríðar á 10 mínútum er líklegt að fósturstreita geri fljótlega vart við sig. Blóðflæði til fóst- ursins verður aðeins þegar legið er slakt og er því augljóst að ef legið er stans- laust að dragast saman mun það hafa áhrif á blóðflæðið. Legbrestur er fátíður og verður í reynd nær eingöngu þegar um verulegt misræmi er að ræða í langdreginni fæðingu fjölbyrju eða eftir aðgerðir á legi. Vitað er að oxytocin örvun eykur á þessa áhættu. Legbrestur þekkist nánast ekki hjá fumbyrjum sem ekki hafa farið í aðgerðir á legi en t.d. perforation á legi við abort getur aukið áhættu þeirra. Til að forðast hættuna á fósturstreitu er stöðug yfirseta, þar sem fylgst er með hjartslætti fósturs og tíðni samdrátta, nauðsynleg. Ekki ætti að heija oxytocin meðferð nema hjartslátt- arrit sé eðlilegt eða eftir pH mælingu hjá fóstrinu ef í vafa. Ef pH mæling er eðlileg má heija meðferð með góðu eftirliti og endurtekningu mælingarinn- ar innan klukkustundar nema ritið versni til muna, þá gæti þurft að stöðva meðferð og grípa til annarra ráða. Ef hjartsláttarbreytingar gera vart við sig eftir að meðferð hefst er rétt að hafa samband við lækni en ekki stöðva dreypið nema veruleg bradycardia eigi sér stað. Oftast er hægt að gera pH mælingu hjá fóstrinu til að fullvissa sig um hvort rétt sé að halda áfrarn örvun. Ef veruleg bradycardia á sér stað þarf að stöðva dreypið og kemur þá jafnvel til greina að gefa legslakandi lyf ef þetta ástand jafnar sig ekki fljótt. Aukin tíðni samdrátta umfram 4 hríðar á 10 mínútum getur verið í lagi í einhvern tíma en skyldi aldrei fara yfir 6 hríðar á 10 mínútum, í kjölfarið verður nánast alltaf fósturstreita. Einnig má oftast sjá aukna tiðni samdrátta sem undanfara legbrests sem gerir síðan vart við sig með bradycardiu fósturs, oft með und- anfarandi tachycardiu og stöðvun sam- drátta þegar legbresturinn hefur orðið. Oft kvartar móðirin um stöðugan sáran verk og blæðingar verður vart. I þessum tilvikum þarf að bregðast samstundis við til að unnt verði að bjarga barninu. Oxytocin hefur þau áhrif að vökvi getur safnast í líkamann (antidiuresis) og valdið hyponatremiu hjá móður og barni ef það er gefið í langan tima í stórurn skömmtum, sérstaklega ef það er gefið í miklu magni af sykurlausn. Skynsamlegra er því að gefa það í salt- lausn eða í hærri styrkleika en oftast er notaður hér. Oxytocin og verkjalyf Ekki er nauðsynlegt að gefa sterk verkjalyf þegar oxytocin er gefið en hins vegar er þá fæðingin oftast orðin langdregin og þol móðurinnar farið að minnka. Því er orðið algengt að notuð sé mænurótardeyfing þegar oxytocin er notað. Ef tekin hefur verið ákvörðun um hríðaörvun er rétt að heíja þá með- ferð strax þó svo að líka hafi verið ákveðið að leggja deyfingu. Lyfið fer alls ekki að verka samstundis og veldur því ekki verulegri aukningu á verkjum fyrr en farið er að líða á fyrstu klukku- stundina. Oft tapast verulegur tími þegar verið er að bíða eftir að deyfing verði lögð og fari að verka. Eru þá jafn- vel liðnar 2 klukkustundir þegar loksins er byrjað á örvun og hefur þá kannski framgangur verið lítill eða enginn i 6 klukkustundir. Konur sem fá epidural deyfingu í eðlilegri fæðingu virðast oft rnissa nið- ur hríðamynstrið í svolítinn tíma á eftir. Þetta er eðlilegt og er rétt að bíða átekta 14 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.