Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 20
þátt í umönnun nýja barnsins, jákvæð áhrif á gang brjóstagjafar og á líðan mæðra, og síðast en ekki síst jákvæð áhrif á viðhorf mæðra til þjónustunnar almennt (Britton, Britton og Gron- waldt, 1999, Gagnon, Edgar og Kram- er, 1997; Quinn, Koepsall og Halker, 1997; Svedulf, Bergbom, Berthold og Hodlund, 1998; Winterburn og Fraser, 2000, Wessley, 1998; Hodnett, 1998). A síðastliðnum áratug hafa verið aukin skrif um hugsanleg neikvæð áhrif snemmútskrifta og þar helst áberandi umræða um að nýburar sem útskrifist snemma heim séu útsettari fyrir ýmis læknisífæðileg vandamál svo sem van- næringu eða þurrk og óeðlilega nýbura- gulu eða að gulan greinist of seint. Einkum hefur verið bent á að tíminn á sjúkrahúsinu til að undirbúa og fræða móðurina fyrir heimferð sé ekki nægi- legur t.d. er varðar brjóstagjöf, foreldra- hlutverkið og umönnun barnsins (Brit- ton, Britton og Gronwaldt, 1999). Einnig kemur í ljós að niðurstöður rannsókna á útkomu snemmútskrifta tengist mjög heilsufarslegu ástandi móður og barns við útskrift. Þau skil- yrði sem sett hafa verið upp varðandi ákvörðun um það hverjir útskrifast snemma heim eru mjög mismunandi og einnig ekki alltaf sem þessum skilyrð- um virðist vera alveg fylgt eftir. Þegar skoðað er hvað einkennir helst þær rannsóknir sem gefa til kynna já- kvæð áhrif snemmútskrifta, kemur í ljós að það að boðið sé upp á heima- þjónustu í kjölfar snemmútskrifta virð- ist ráða mestu. Einnig kemur í ljós að máli skiptir að þjónustan sé samfelld en sérstaklega virðist þó mikilvægt að þjónustan sé markviss og að gætt sé samræmis í stuðningi og fræðslu (Ren- frew, 1993; Winterburn og Fraser, 2000; Porteus, Kaufman og Rush, 2000; Valdés, Pugin, Schooley, Catalán og Aravena, 2000). Lengri sjúkrahúsdvöl getur verið nauðsynleg konum og börnum er heilsufarslega þurfa á nánu eftirliti og læknismeðferð að halda á sjúkrahúsi eftir fæðingu. Einnig álíta sumir að lengri sjúkrahúsdvöl ætti að fela í sér aukna möguleika fyrir konuna á hvíld, stuðningi frá samfélagi kvenna i svip- aðri aðstöðu og ákveðna viðurkenningu á rétti konunnar til þess að litið sé eftir henni af fagaðilum (Padkolinski, 1998, í Clement og Page, 1998). Þrátt fyrir þetta kemur fram í rannsóknum að óánægja með sjúkrahúsdvöl eftir fæð- ingu er frekar algeng (McCourt, Page, Hewison og Vail, 1998; Ball, 1994; Fraser, 1999). McCourt og félagar (1998) fundu með rannsókn sinni á 728 konum er fengu samfellda ljósmæðraþjónustu, svokallaða „ein á móti einni“ („one-to- one“) og 675 konum er fengu hefð- bundna ljósmæðraþjónustu að aðeins um helmingur kvennanna úr báðum hópunum tjáði sig vera „mjög ánægða“ með þjónustu sængurlegudeildanna. Konurnar kvörtuðu undan tilfinninga- lausum viðbrögðum við óskum þeirra um hjálp eða aðstoð, starfsfólk virtist ekki vera á lausu, illa undir það búið að veita aðstoð eða einfaldlega of störfum hlaðið eða upptekið. Einnig kvörtuðu þær undan skorti á samræmdri fræðslu, leiðsögn og vinnubrögðum sem hafði neikvæð áhrif á gang brjóstagjafar og sjálfsöryggi mæðranna við umönnun nýburanna. Athugasemdir kvennanna gáfu til kynna neikvætt andrúmsloft og skort á samstöðu ljósmæðranna er störfuðu á sængurlegudeildunum. Til samanburðar kom í ljós að flestar mæð- ur voru mjög þakklátar og ánægðar með þá þjónustu sem þær fengu í heimaþjónustunni í kjölfar snemmút- skrifta frá sjúkrahúsinu (McCourt o.fl., 1998; Fraser, 1999). Snemmútskrift eftir barnsfæðingu hérlendis er skilgreind sem útskrift 6- 36 klukkustundum eftir fæðingu (Mar- grét l.Hallgrímsson, 2002). Með samn- ingi Ljósmæðrafélags íslands og Tryggingastofnunar Ríkisins árið 1993 hófst hér svokölluð heimaþjónusta ljós- mæðra til ijölskyldna í kjölfar snemm- útskrifta eftir fæðingar. Samningurinn hljóðaði upphaflega upp á hámark ellefu heimsóknir til fjölskyldna en við endurnýjun samningsins 2002 var þeirn fækkað niður í átta skipti að hámarki, annars miðast fjöldi heimsókna við þarfir sérhverrar fjölskyldu (samningur Tryggingastofnunar Ríkisins og Ljós- mæðrafélags íslands, 2002). Ári eftir að byrjað var að bjóða upp á heima- þjónustuna gerðu ljósmæðurnar Guð- björg Davíðsdóttir og Hildur Nilsen úttekt á viðhorfum kvenna til þjónust- unnar og kom þá fram almenn ánægja kvennanna (Sóley Kristinsdóttir, 1996). A þessum tíma voru eingöngu 2,5% kvenna er fæddu á Landspítalanum sem nýttu sér þessa þjónustu en samkvæmt upplýsingum fengnum frá forstöðu- mönnum Landspítala-Háskólasjúkra- húss kom í ljós að árið 2002 nutu 58,4% kvenna er fæddu á stofnuninni heimaþjónustu ljósmæðra í kjölfar snemmútskrifta (munnleg heimild, Margrét Hallgrímsson, 2003, sjá í óbirtu lokaverkefi Birnu Málmfríðar Guðmundsdóttur, Sonju Guðbjargar Guðjónsdóttur og Unnar Óskar Björns- dóttur, 2003). í takt við þær breytingar og þá öru þróun sem orðið hefur á þjónustu til kvenna og ljölskyldna eftir fæðingar þótti viðeigandi á tíu ára starfsafmæli heimaþjónustu ljósmæðra að gera könnun á viðhorfum kvenna til þeirrar þjónustu sem veitt er eftir fæðingu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf mæðra til sængur- leguþjónustu fyrstu vikuna eftir fæð- ingu og bera saman niðurstöður eftir mismunandi þjónustuformum: Heima- þjónustu ljósmæðra eftir snemmútskrift og þjónustu sængurlegudeildar Land- spítala-Háskólasjúkrahúss þar sem sjúkrahúsdvöl er lengri. Aðferð Úrtak: Valið var kerfisbundið tilviljun- arúrtak 400 kvenna er fæddu á Land- spítala-Háskólasjúkrahúsi á tímabilinu september - desember 2002 þar sem 200 konur komu úr hvoru þjónustu- formi. Þetta tímabil var meðal annars valið vegna þess að á þessum tíma eru mjög fáir nemendur í verknámi þannig að viðvera og þjónusta af hálfu nem- enda svo sem fræðsluverkefni ættu ekki að hafa áhrif á þjónustuna. Svarhlutfall var 62% (n=l 24) úr hópi kvenna sem lágu lengri sjúkrahúsvist á sængurlegu- deild og 67% (n=l34) úr hópi kvenna sem útskrifuðust snemma heim og fengu heimaþjónustu ljósmæðra. Ekki kom fram tölfræðilegur munur á hóp- unum hvað varðaði aldur, menntun og hjúskaparstöðu. Meðalaldur kvennanna var 31 ár og í heildarúrtaki voru flestar konurnar í sambúð eða giftar eða 93% á móti 7% einstæðum. Hlutfallslega fleiri frumbyrjur voru í hópi kvenna af sæng- urlegudeild samanborið við konur er fengu heimaþjónustu (X2=5,7, P< 0,05). Gagnasöfnun og mœlitœki: Að fengnu leyfi vísindasiðaneíhdar, persónuvemdar og forstöðumanna kvennadeildar vom póstsendir spurningalistar til þátttakenda ásamt kynningarbréfum. ítrekunarbréf voru síðan send út tvisvar í kjölfarið u.þ.b. tveimur og sex vikum síðar. Spurningalistarnir sem hannaðir eru af rannsakanda eru að hluta til þýdd út- gáfa viðhorfaskala Elaine Carty (1990) og Ellen Hodnett (1998). Sérstakur spurningalisti var hannaður fyrir hvorn I rannsóknarhóp þar sem leitast var við 20 Liósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.