Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 26
sem við fengum í Hreiðrinu var nánast enginn. Mér jinnst nauðsynlegt að við- mót starfsfólks sé þess eðlis að nýbök- uðum foreldrum þyki auðvelt að nálgast það með spurningum og hjálparbeiðnir. Ellefu konur er þáðu heimaþjónustu tjáðu ánægju sína með Hreiðrið og þjónustuna þar, einkum vegna aðstöð- unnar og einnig vegna þess að þeim hentaði vel afskiptaleysið. Ein konan sem lýsti ánægju sinni með Hreiðrið komst þannig að orði: „Ég fékk mjög góða þjónustu í Hreiðrinu, en Ijósmœð- urnar voru ekkert að skipta sér af okkur (sem mér fannst mjög gott). “ Þessar at- hugasemdir að ofan minna á mikilvægi þess að ávallt sé tekið mið af einstak- lingsbundnum þörfum kvenna fyrir fræðslu og þjónustu (Hodnett, 1989, Hillan, 1992). Almennt lýstu konurnar mjög já- kvæðum viðhorfum til heimaþjónust- unnar í opinni spurningu sem eru styðj- andi við þær niðurstöður sem kvarðarnir þrír sýndu. í samanburði við sjúkrahús- þjónustu þá er nokkuð tryggt að í heimaþjónustunni er um samræmda og einstaklingshæfða fræðslu að ræða þar sem henni er sinnt af einni ljósmóður hverju sinni. Þetta þýðir væntanlega meiri stöðugleika í þeim ráðleggingum sem konurnar fá sem síðan ýtir undir sjálfsöryggi foreldra við unrönnun barns (McCourt, 1998). Þá hafa rannsóknir bent á fleiri kosti heimaþjónustunnar sem í ljósi athugasemda kvennanna gætu skýrt að hluta jákvæðari viðhorf kvenna í þessari rannsókn til heima- þjónustunnar í samanburði við sjúkra- húsþjónustu. Konurnar ná að hvílast betur í eigin umhverfi í samanburði við erilsamt umhverfi sængurlegudeildanna, auk þess sem þeirn finnst kostur að vera í stuðningsríku umhverfi fjölskyldunnar. Þátttaka föður við umönnun barnsins verður almennt meiri og tengslamyndun fjölskyldumeðlima við barnið betri (Brown o.fl. 2002). Ennfremur hefur verið bent á að heimili fjölskyldunnar geri foreldra oft móttækilegri fyrir fræðslunni þar sem þeir hafa sjálfir fengið tækifæri til að axla ábyrgð á barninu auk þess sem fleiri meðlimir Ijölskyldunnar fá tækifæri til að meðtaka fræðsluna. (Harrison, 1990, Mendler, Scallen, Kovtun, Balesky og Lewis, 1996). Þetta samræmist einmitt niður- stöðum þessarar rannsóknar þar sem þættir eins og samvera með maka/- fjölskyldu og vellíðan í eigin umhverfi réði rnestu unr ákvörðun kvennanna um snemmútskrift og heimaþjónustu. Ætla má að svipaðir þættir hafi áhrif á niðurstöður í öllum kvörðunum þrem- ur, FRÆÐSLA, ÞJÓNUSTA og ÁNÆGJA og verður því ekki fjallað sérstaklega um niðurstöður þjónustu eða ánægjukvarðanna. Viðhorf kvenna til fyrirkomulags heimaþjónustunnar voru rnjög jákvæð og þó svo að fram komi einstaklings- bundið mat á því hve nrargar heimsókn- ir konurnar þurfa þá eru þær almennt ánægðar með fjölda og tímalengd vitjana í heimaþjónustunni. Niðurstöð- urnar benda til þess að áfram skuli bjóða uppá heimaþjónustu ljósmæðra í þeirri mynd sem nú er og eins og fram hefur komið hér að framan eru konur almennt nrjög ánægðar með þennan valkost i þjónustu til rnæðra og fjöl- skyldna eftir barnsfæðingu. Þar sem Qöldi vitjana til hverrar konu spannar frá 5 upp í 14 vitjanir og er að meðaltali 7,4 má álykta að sá hámarksfjöldi vitjana sem samningur við Tryggingar- stofnun gerir ráð fyrir megi ekki vera minni og er greinilegt að nokkuð er um það að ljósmæður sinna konunr og fjöl- skyldum umfrarn þann tíma sem þær fá greitt fyrir þ.e. með rneira en 8 vitjun- um. Notagildi - framtíðar rannsóknir I sængurleguþjónustu geturn við greini- lega gert betur og er mikilvægt að nýta þá gagnrýni sem þjónustan fær m.a. í þessari rannsókn, á uppbyggilegan hátt. Skoða þarf nreðal annars hvort þjón- ustan er nægilega einstaklingshæfð og hugsanlegt er að þörf sé á því að gera átak í því að samræma þá fræðslu og þær leiðbeiningar sem foreldrum eru veittar í þessari þjónustu. í Hreiðrinu er mikilvægt að gæta að því að áherslur á sjálfshjálp foreldra og mikilvægi þess að skapa fjölskyldunni næði leiði ekki út * afskiptaleysi og er nauðsynlegt að haga þjónustunni þannig að foreldrum finnist að þeir hafi greiðan aðgang að staifsfólkinu þann stutta tíma sem þeir dvelja á deildinni. Niðurstöður rann- sóknarinnar minna á mikilvægi þess að meta ávallt einstaklingsbundnar þarfir foreldra fýrir þjónustu og stuðning. 1 framhaldi af þessari rannsókn væri áhugavert að kanna viðhorf ljósmæðra til þeirrar þjónustu sem veitt er eftir fæðtngu t.d. þeirra fræðsluþátta er þær telja mikilvæga og einnig til þeirrar starfsaðstöðu sem þeim er búin, bæði á sængurlegudeildum og einnig í heirna- þjónustunni. Abstract The first week postpartum at home or in hospital: Mothers perception of care Author: Hildur Sigurðardóttir, Assistant Professor, Midwife MS, University of Iceland The purpose of this comparative corre- lational study was to evaluate mother 's perceptions of postpartum care during the first week. The intention was to compare the care during a longer hos- pital stay with midwifery home care following early discharge from hospital. The sample represents as systematic sampling of four hundred women who delivered in the period of September to December 2002 at the University Hospital, Landspitalinn. Two hundred women were selected from each group and the response rate was 62% (n=124) in the group of longer hospital stay and 67% (n=134) in the group of home care after early discharge. The instrument used was a ques- tionnaire designed by the author and a part of it was translated and adapted from Elaine Carty's and Ellen Hod- nett's questionnairs. The instrument included questions on demographic data, mothers perception of provided care, for example, informational sup- port (informational scale), satisfaction of care (satisfaction scale) and their attitude towards the content of service provided (service scale). Also there were some more specified questions for each group. For comparision of demo- graphic data t-tests and chi-squared tests were used. Factor analysis was carried outfor each scale showing high internal correlation and all items loading on only one factor for each of the three scales: information, satisfac- tion and service. Mean scores were used, comparing perception of care between the two groups. Whereas the distribution of data was not normal the nonparametic test Mann-Witney was used. Looking at demographical data there was no statistical difference between the two groups with regard to age, marital status or education. Howevei; there were significantly, more primiparas in the group of women 26 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.