Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 42
RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEIÐ OG FUNDIR Punl<tar frá ráðstefnu Miðstöðvar mæðraverndar Önnur ráðstefha Miðstöðvar mæðra- verndar (MM) var haldin á Hótel Loft- leiðum fostudaginn 1. október 2004. Við á MM höfum ásett okkur að bjóða á hveiju vori upp á símenntunarráð- stefnu og upphaflega átti þessi ráð- stefna því að vera síðastliðið vor. Dr. Jason Gardosi, aðalfyrirlesari hennar gat hins vegar ekki komið þá, og var ráðstefnunni því frestað þar til með „haustskipunum“. Nálægt 150 manns sátu ráðstefnuna og voru ljósmæður fjölmennastar, sem ekki kemur á óvart, það eru jú ljósmæð- ur sem bera hitann og þungann af með- gönguvernd landsmanna. Milli fyrir- lestranna gafst, auk fræðslu hjá sölu- mönnum, gott tækifæri til að spjalla og spyrja frétta því þátttakendur voru alls staðar af landinu. Þrjú fyrstu erindin tengdust útkomu nýs fræðslubæklings „Matur og með- ganga“. Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á LSH reið á vaðið og fjallaði um þau vandamál sem skapast af ofþyngd (lík- amsþyngdarstuðull (Lþ) 25.0-29.9) og offitu (30 eða >) á lifsleiðinni sem og á meðgöngu. Kona sem er yfir kjörþyngd á meðgöngu er m.a. í aukinni hættu á háþrýstingsvandamálum, pre-eclamp- siu og meðgöngusykursýki. Þegar kemur út í fæðinguna eru auknar líkur á gangsetningu, bráðakeisaraskurði, blæðingu eftir fæðingu, sýkingum, hárri fæðingarþyngd og andvana fæð- ingum. Hildur lagði áherslu á að upp- lýsa þurfi verðandi mæður um áhrif ofþyngdar/offitu á meðgöngu og fæð- ingu og mikilvægi mataræðis og hreyf- ingar ekki einungis á meðgöngu heldur út allt lífið. Anna Sigríður Ólafsdóttir matvæla - og næringarfræðingur hélt næsta erindi. 1 því skýrði hún frá niðurstöðum rann- sóknar á mataræði og holdafari á með- göngu. Þessar niðurstöður eru hluti af stærri rannsókn á mataræði og lífshátt- um 549 íslenskra kvenna á meðgöngu. Leiðbeiningar um þyngdaraukningu á meðgöngu eru í nýja bæklingnum „Matur og meðganga“. Niðurstöður voru þær að samkvæmt leiðbeiningum þyngjast fáar konur hæfilega. í hópi kvenna sem eru í eða undir kjörþyngd eru 44% sem þyngjast hæfilega en 36% of lítið og 20% of mikið. í hópnum yfir kjörþyngd þyngjast aðeins 34% hæfi- lega en 55% þyngjast of mikið og 11% of lítið. Mjög mikilvægt er að fylgjast með þyngdaraukningu á meðgöngu, Dr. Jason Gardosi. ráðleggja og veita stuðning þeim kon- um sem þurfa á að halda. Jóhanna Skúladóttir aðstoðaryfi r- ljósmóðir á MM var síðasti frammæl- andi í þessum hluta ráðstefnunnar. Hún kynnti sjálfan bæklinginn (sjá nánar hér í blaðinu). í framhaldi af þessum fyrir- lestrum urðu umræður um hlutverk okkar heilbrigðisstarfsmanna i ráðgjöf og stuðningi til kvenna á meðgöngu- Einnig var rætt um að snemma í skóla- kerfinu þyrfti að byrja að kenna fólki um samsetningu fæðu, kaloríur, skamnrta og gildi hreyfingar. Ljóst er að mikið verk er framundan hjá okkur við að auka þekkingu fólks á heilbrigðum lífS' og matarvenjum. Dr. Jason Gardosi tók síðan við- Hann er einn af áhrifamestu fræði- mönnum í rannsóknum á vaxtarseinkun fósturs. Hann er yfirmaður vísinda- rannsókna hjá West Midlands Perinatal Institute í Bretlandi og eftir hann liggur fjöldi fræðigreina. Hægt er að kynnast störfum Dr.Gardosi og samstarfsmanna hans nánar á www.perinatal.org.uk. Fyrir hádegi fjallaði hann um grein- ingamat á vexti fósturs, þegar grun- semd vaknar um vaxtarseinkun (IUGR). Kynnti hann tölvuprógram sem hann hefur þróað þar sem einstak- lingsbundin viðmið eru notuð til að sér- 42 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.