Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 25
fræðslu eftir þjónustuformum? Það sem kemur verulega á óvart í þessari rann- sókn er að þættir eins og mismunandi einkenni úrtaks, ijöldi ljósmæðra sem koma að umönnun og fjöldi legudaga virðast ekki vera ráðandi áhrifaþættir hér. Það virðist sem sagt ekki vera að þættir eins og til dæmis tegund fæðing- ar s.s. keisarafæðing eða erfið fæðinga- reynsla hafi ráðandi áhrif á það hvernig konurnar skynja þjónustuna. Svör við opinni spurningu sem gaf þátttakendum rannsóknarinnar möguleika á að tjá viðhorf sín frekar og koma með tillögur um breytingar endurspegla óneitanlega sterk skilaboð um óánægjuraddir. Áber- andi var í hópi kvenna af sængur- legudeild að þær kvörtuðu undan mis- vísandi skilaboðum í veittri fræðslu, tímaleysi ljósmæðra og aðstöðuleysi til hvíldar á deildinni. Eftirfarandi eru dæmi um athugasemdir kvennanna: Dæmi um athugasenidir vegna mis- vísandi skilaboða/misræmi í veittri fræðslu: „... Mjög mikilvœgt er aö mínu mati að fá ekki misvísandi skilaboð frá starfsfólki fyrstu sólahringana. Ég fékk að minnsta kosti þrjár Ijósmœður sem höfðu ólíkar skoðanir á þvi hvernig til dœmis œtti að standa að brjóstagjöf... “ „... Sem nýbakaðri móður fannst mér óþœgilegt að fá mismunandi upp- lýsingar frá Ijósmœðrum um hvað vœri best jýrir barnið þegar ég þurfti að gefa því ábót. Kenningarnar sem þær hafa eru mismunandi.... “ Engin Ijósmóðir veit hver er búin að frœða svo engin fræðir mann um neitt nenia sé leitað sérstaklega eftir því... “ Dæmi um athugasemdir vegna tímaleysis Ijósmæðra/hjúkrunarfræð- 'nga og aðstöðulcysi til hvíldar: „... h-g dvaldi í 5 daga á sœngurkvenna- deild eftir keisara. Alla dagana var mikill erill á stofunni allan daginn og CÁ' hvíldist því miður ekki neitt... “ „... Ég var á fjögurra manna stofu í fyrstu - það œtti ekki að bjóða neinum UPP á slíkt - konur og börn misjafnlega statt - örþreyttar og vildu sofa vs konur með heimsóknir frá 14 til 21. Einn versti sólahringur lífs míns... “ Leyja mæðrum að fá meiri hvíld. Ég fékk enga hvíld inni á spítalanum því ég fékk enga aðstoð frá starfsfólki. Var upp- gefin og ósojin þegar ég kom heim... “ ••■■■ Stuðningur var ekki góður. Eini stuðningurinn sem ég fékk var frá öðr- Um sjúklingum sem eins var ástatt fyrir. Stuðningi þarf að breyta, vera meiri og Persónulegri... “ „ Viðmótið, þjónustan og aðstaðan var jyrir neðan allar hellur... “ „... Ég átti mjög bágt að hafa engan hjá mér og það var mikið að gera hjá fólkinu sem var að vinna og fékk ég eiginlega enga athygli. En það sem ég hefði þurft var að hafa einhvern hjá mér og þá sérstaklega manninn minn til að halda í höndina á mér.... “ „... Enginn gaf sér tíma til að vita hvernig manni liði eða hvernig gengi... “ „... A sœngurlegudeild var okkur kennt að baða og hreinsa naflastúf, allt og sumt.... “ „... Hún náði að grœta mig ítrekað með hryssingslegu viðmóti og sœrandi orðum á þessum viðkvæma tíma. Af þessum sökum er reynsla mín því miður neilcvœð.... “ „... Ef móðir hefur farið í keisara fœr hún strax meiri umönnun eins og gefur að skilja en það má ekki gleyma þeim sem þurfa andlegan stuðning... “ „... Að lokum þá skal ég segja að sœngurlegan á Lsp. var ömurleg á allan hátt og ef ég hefði verið í betra ástandi líkamlega og andlega þá hefði ég hlaupið út hið fyrsta eða að maðurinn minn hefði .bjargað 'mér heim... “ „... Eins og sést á svörum mínum var vera mín á kvennadeildinni ömurleg í alla staði, starfsfólkið var ókurteist, frekt, óvingjarnlegt og dónalegt. Þau virtu engan.. “ Óneitanlega hafa þessi brot úr at- hugasemdum kvennanna sláandi áhrif og vekja upp spurningar um það hvort mismunur á viðhorfum til fræðslu eftir rannsóknarhópum skýrist að einhverju leyti af þessum þáttum þ.e. misvísandi og ómarkvissri ffæðslu, tímaleysi starfsfólks og erfiðri aðstöðu fyrir kon- urnar til hvíldar og persónurýmis. Mögulegt er að deildin hafi verið illa sett á þessum tíma varðandi mönnun eða líðan starfsfólks sem að einhverju leyti hafi endurspeglast í viðmóti þess og þjónustu. Aðrir rannsakendur hafa bent á að vinsamlegt viðmót starfsfólks hafi mikið að segja varðandi upplifún kvenna af dvöl á sængurlegudeild. Ef viðmót er hvetjandi og starfsfólk til- finninganæmt, lýsa sængurkonur ánægju með dvöl á deildinni þrátt fyrir að þær hljóti ekki alla þá aðstoð sem þær hefðu óskað (Tarkka og Paunonen, 1996). Fagleg færni ljósmæðra er kon- unum mikilvæg en þær sem eru þakk- látastar ljósmæðrum lýsa þeim þannig: „höfðu tíma fyrir mig“ eða „voru til staðar“ (Fraser, 1999). Umljöllun rannsakenda um óánægju kvenna með dvöl á sængurlegudeildum hefur einkennst nokkuð af þeim þáttum sem fram koma í athugasemdum kvennanna í þessari rannsókn þar sem konur kvarta undan tilfinningalausum viðbrögðum við óskum um aðstoð, starfsfólk sé of störfum hlaðið og að skorti á samræmi í fræðslu, leiðsögn og vinnubrögðum (McCourt, Page, Flewi- son og Vail, 1998; Ball, 1994; Fraser, 1999). Þó svo að ætla mætti að fjöldi ljósmæðra hafi mikið að segja varðandi það að fræðsla og þjónusta sé sem markvissust að þá skiptir sennilega meira máli að sú fræðsla sem veitt er sé samræmd og einstaklingshæfð þannig að ljósmæður séu sammála um það hvaða leiðbeiningar þær veiti og að ávallt sé tekið mið af einstaklings- bundnum þörfurn kvenna (Hodnett 1989, Hillan, 1992). í hópi kvenna er þáðu heimaþjón- ustu tjáðu 26 konur þar af 23 er legið höfðu á Hreiðrinu, óánægju sína með sjúkrahúsdvölina á einhvern hátt, en þessar konur dvöldu að hámarki 36 klst á sjúkrahúsinu. Það sem helst var kvart- að yfir var afskiptaleysi starfsfólks. Dæmi um afskiptalcysi starfsfólks: „ Ungar konur eru ekki nœgilega fróðar eða heilsuhraustar til að vera sendar inn á eitthvað herbergi og lok- aðar þar inni án nokkurra afskipta fyrsta sólarhringinn eftir fœðingu. “ „... Einnig fannst mérfólk mjög af- skiptalaust í Hreiðrinu. Eins og þið sjáið á svörum mínum þá var ég alls ekki ánœgð þar. Mér fannst ég ekki já neinn stuðning, litla umhyggju og mjög litla fræðslu. Það var ekki jýrr en Ijós- móðirin kom heim að mér voru gefnar upplýsingar og sýnd umhyggja. “ „A Hreiðrinu sá ég varla nokkuð starfsfólk. Þurfti að leita það uppi ef eitthvað var. Kannski vegna þess að það gekk allt ágætlega og ég var dug- leg. Hefði ég bara verið óframfœrin hefði þetta verið mjög slæmt... “ „...Öll aðstaða í Hreiðrinu er til jýrirmyndar en mér og mínum var nœstum ekkert sinnt og ef ég kallaði eftir aðstoð þá leið langur tími áður en hún kom og að viðkomandi virtist hvorki hafa mikinn áhuga né tíma til að sinna mér. Þetta var mjög erfitt, þetta var fýrsta barn og ég mjög óörugg... “ Ein konan lýsti með löngum texta óánægju sinni og biturleika út í af- skiptaleysi er hún fann fyrir á Hreiðr- inu, jafnvel þó hún hafi leitað eftir hjálp. Hún sagði m.a.: „Sá stuðningur Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 25

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.