Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 24
(7,3%). Með t-prófi kom í ljós að vandamál hjá móður eða barni höfðu ekki marktæk áhrif á meðalstig kvarð- anna eða viðhorf kvennanna til þjónust- unnar (P> 0,05). Lengd sjúkrahúsvistar Dvalartími kvennanna á sængurlegu- deildinni var að meðaltali 5 dagar en spannaði frá einum upp í tuttugu og einn dag. Meirihluti kvenna taldi dvöl- ina hæfilega langa (75,8%) og aðeins minnihluti taldi hana of stutta (8,1%) eða of langa (16,1%). Á mynd 9 má sjá nánar dreifingu dvalartímans og við- liorf kvenna til hans. Lengd dvalartíma hafði ekki mark- tæk áhrif á meðalskor kvarðanna þriggja eða viðhorf kvennanna til þjón- ustunnar. Samvera móður og barns á sœngur- legudeild: í flestum tilfellum sögðu konurnar að barnið hefði dvalið oftast (44,4%) eða alltaf (40,3%) inni á sönru stofu og þær. Aðeins í 6,4% tilfella dvaldi barnið sjaldan og í 7,3% tilfella aldrei inni á sömu stofu. Hér er ekki raunhæft að skoða tölfræðileg áhrif þar sem í langflestum tilfellum nutu mæð- urnar samveru með bömunum og því ólíklegt að þessi þáttur hafi liaft áhrif á meðalskor kvarðanna. Fjöldi ljósmæðra sem komu að um- önnun kvennanna: Meðalfjöldi ljós- rnæðra sem kom að umönnun kvenn- anna var sex en fjöldi ljósmæðra sem annaðist hverja konu spannaði frá tveimur upp í fjórtán. Fjöldi ljósmæðra við umönnun hafði ekki marktæk áhrif á meðalskor viðhorfakvarðanna. Mynd 9 Lengd sjúkrahúsdvalar og viðhorf kvenna til dvalartímans Lengd dvalar á sjúkrahúsi eftir fæðingu/dagar Fyrri barneign: hlutfall frumbyrja og fjölbyrja: Hlutfall frumbyrja og fjöl- byrja var nokkuð jafnt eða 53,2% frum- byrur og 46,8% fjölbyrjur. Frumbyrjur voru marktækt óánægðari með fræðslu tengdri helstu einkennum um heilsu- farsvandamál barns og helstu einkenn- um um heilsufarsvandamál móður (P< 0,05). Marktækur munur kom einnig fram á viðhorfum til þess tilfinninga- lega stuðnings sem konunum var veittur eftir því hvort um ræddi frumbyrjur eða fjölbyrjur (P<0,05). Um helmingur frunrbyrjanna á móti um 27% fjölbyrja var frekar eða mjög óánægður með veittan tilfinningalegan stuðning. Umræður Þegar niðurstöður þáttagreininga við- horfakvarðanna eru skoðaðar og um- ræða um réttmæti rannsóknarinnar er dregin fram má benda á eftirfarandi styrkleika og veikleika sem áhrif hafa á alhæfingargildi niðurstaðna. Þátttaka í rannsókninni sem er 63-67% er mjög góð sérstaklega með tilliti til þess að um póstkönnun er að ræða og þegar miðað er við íjölda mælibreyta telst úr- taksstærð fyrir þáttagreininguna einnig viðunandi. Innbyrðis fylgni á rnilli mælibreyta í hverjum kvarða er mjög há og einnig þáttahleðslur þeirra á einn þátt fyrir sérhvern kvarða sem hvort tveggja styður réttmæti kvarðanna og þá ákvörðun að nota meðalskor við úr- vinnslu niðurstaðna. Mikilvægt er þó að hafa i huga að sú staðreynd að dreif- ing meðalstiga fyrir hvern kvarða er skekkt gæti skýrt að hluta til niður- stöður þáttagreiningarinnar og þvi hefði stærra úrtak sennilega verið æski- legt þannig að normaldreifing næðist frekar. 1 ljós kemur að rannsóknarhóparnir tveir eru mjög sambærilegir með tilliti til bakgrunns og áhrifa annarra breyta á meginniðurstöður. Þrátt fyrir að hlut- fallslega fleiri frumbyrjur séu í hópi kvenna af sængurlegudeild og að frum- byrjur hafi niælst hlutfallslega óánægð- ari með þjónustuna kom í ljós með fjölbieytugreiningu að sá þáttur hefúr ekki ráðandi áhrif livað varðar mark- tækan mun á milli hópa. Það styrkir einnig niðurstöður rannsóknarinnar að frarn kemur samræmd niðurstaða úr öll- urn kvörðunum þremur þar sem niður- stöður styðja þá ályktun að konur er þiggja heimaþjónustu ljósmæðra hafa marktækt jákvæðari viðhorftil þjónust- unnar en konur sem dvelja lengur á sængurlegudeild. Urtakið endurspeglar breiðan aldurs- hóp þar sem þátttakendur eru á aldrin- um 16 - 44 ára og ætti að gefa góða mynd af íslenskum konum með tilliti til aldurs einkurn þar sern fram kemur góð nornraldreifing á aldri þátttakenda. Meðalaldur kvennanna í heildarúrtak- inu var 31 ár sem er aðeins hærri en meðalaldur þýðisins sem var 29,3 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Is- lands um aldur kvenna er fæddu barn á íslandi árið 2003. Ef úrtakið er skoðað miðað við hjúskaparstöðu virðist vera að hlutfall einstæðra mæðra sem er 7% sé frekar lágt miðað við tölur frá Hag- stofu íslands en um það bil 16% kvenna er fæddu börn þetta ár voru einstæðar mæður (www.hagstofa.is). Hugsanlegt er að einstæðar mæður hafi síður haft aðstöðu til þess að taka þátt í rann- sókninni. Sambærileiki á bakgrunni rannsóknarhópanna gerir samanburð á viðhorfum til þjónustunnar eftir hópum trúverðugan. Viðhorf kvenna til þjónustu ljós- mæðra fyrstu vikuna eftir fæðingu virð- ast almennt vera frekar jákvæð. Þeir ffæðsluþættir sem virðast skila sér best í báðum hópunum eru fræðsla um brjóstagjöf, næringu, umhirðu og út- skilnað barns. Þeir þættir sem koma verst út í báðunr hópunum eru: Fræðsla um helstu einkenni heilsufarsvanda- mála barns eða móður, slysavarnir ný- bura, aðlögun íjölskyldumeðlima að nýja barninu, líkamsþjálfun/styrktaræf- ingar móður, grindarbotnsæfingar, kyn- líf og getnaðarvarnir. Viðhorf til veittrar fræðslu virðast áberandi jákvæðari á meðal kvenna er njóta heimaþjónustunnar. Eins og normaldreifing meðalskora fyrir fræðslu á sængurlegudeild sýnir þá virðist vera að jafnaði svipaður fjöldi kvenna sem er frekar eða mjög óánægður með veitta fræðslu og sá fjöldi sem er frekar eða mjög ánægður. Þegar skoðað er hlutfall svörunar fyrir hvern fræðsluþátt í báðum hópunum kernur í ljós að við alla fræðsluþættina er áberandi mun hærra hlutfall kvenna í heimaþjónustu sem merkja við svar- möguleikann mjög ánægð. Þegar gát- listi heimaþjónustunnar er skoðaður í samanburði við svör kvennanna kemur einnig í ljós að þeir fræðsluþættir sem konur eru síður ánægðar með eru þeir þættir sem ekki eru á þessum lista þannig að svo virðist vera sem gátlist- inn hafi hvetjandi áhrif á veitta fræðslu ljósmæðra (Bima Málmfríður Guð- mundsdóttir, Sonja Guðbjörg Guðjóns- dóttir og Unnur Ósk Björnsdóttir, 2003). Hvað skýrir þann mun sem fram kemur á viðhorfum kvenna til veittrar 24 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.