Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 9
gerir deyfinguna umdeilda þar sem hæging varð á hjartslætti bams en jafn- aði sig fljótt og útkoma barnanna varð góð. Hins vegar má væntanlega rekja tvö alvarleg tilfelli til deyfingarinnar þar sem hjartsláttur barnanna náði sér ekki upp og fóru báðar konurnar í bráðakeis- araskurð. Annað tilfellið er frá árinu 1999 þar sem barn fékk 1 í apgar eftir 1 Tafla 6: Notkun PCB á fæðingardeild HSS 1996-2003 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 44 % 46 % 16 % 14 % 11 % 14 % 16 % 9 % Tafla 7: Fæðingarmynstur 1997- 1996 1998 og 1999- 2003 1. Eðlilegur frantgangur 73 % 71 % 2. Hraður framgangur 10% 6 % 3. Hægur framgangur 14% 23 % Ekki skráð 0,3 % 0% konur fóru að hafa möguleika á að nota baðið sem verkjastillingu, árið 1998. Umræður Af niðurstöðunum að dæma er PCB góður kostur sem verkjastilling í fæðingu. Verkjastuðull lækkaði að meðaltali úr 8,7 n>ður í 4,2 og ber það saman við mðurstöður rannsókna annars staðar ffá. Mat verkja áVAS skalanum Ljósmæðrum fannst deyfingin hafa góða verkun í 58% tilfella og mjög góða í 15% tilvika en hafa litla verkun 1 9% tilfellna. Konurnar sjálfar og ljós- mæður eru ánægðar með þá verkjastill- >ngu sem deyfingin gefur. Meðalapgargildi eftir 1 mín. var 7 og eft'r 5 mín. 9,5. Niðurstöður annara rannsókna sýndu meðalapgargildi 8,73 eftir 1 mín. og 9,13 eftir 5 mín. Einungis 8 monitorrit eða 0.02% af nrtakinu sýndu þær aukaverkanir sem Meðalapgargildi 1996-2003 mín. og 2 í apgar eftir 5 mín. Það náðist að endurlífga þetta barn og það flutt með vökudeildarteymi til Reykjavíkur. Barnið á við þroskaerfiðleika að stríða, sennilega vegna súrefnisskorts (asp- hyxiu) og virðist ekki hægt að benda á annað en áhrif deyfingarinnar. Hitt tilfellið er frá árinu 2003 þar sem barn fékk 1 í apgar bæði eftir 1 mín. og 5. mín. og var flutt með vöku- deildarteyminu til Reykjavíkur þar sem barnið dó IV2 sólarhring seinna. I því tilviki var 20 ml óþynnt lausn af Marcain 0,25 % notuð. Samantekt Ekki eru allar heimildir sammála um kosti og galla PCB deyfingarinnar en margar breskar heimildir telja hana hafa áhrif á hjartslátt fósturs í fæðingu. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á Norðurlöndunum sýna aftur á móti góð áhrif deyfingarinnar á móður og hverf- andi líkur á áhrifum á barnið. Þar kem- ur fram að rétt tækni og háprótein stað- deyfingarlyf (bupivacaine) sem ekki geta farið yfir í fylgjuna skipti þar mestu máli til að tryggja öryggi deyf- ingarinnar (Niemen og Puolakka, 1997). í höndum sérfræðinga er PCB mjög góður valkostur í fæðingu (Kon- ráð Lúðvíksson, 1978; Ranta o.fl., 1995). Sérstaka færni þarf til að leggja þessa deyfingu og því mikilvægt að hún sé einungis í höndum fárra lækna sem hafa reynslu í að leggja hana. Um- gangast þarf deyfinguna af árvekni. Nýjar og gamlar rannsóknir benda til þess að hægt sé að fá ásættanlega verk- un með enn þynnri deyfingarlausn. Konur sem hafa fengið leghálsdeyfingu biðja mjög oft um hana aftur. Tvö alvarleg tilfelli sem væntanlega má rekja til deyfingarinnar eru þess eðlis að vart er hægt að mæla með þessari deyf- ingu þrátt fyrir góða verkjastillingu í fæð- ingu, nema að skurðstofuvakt sé til staðar þegar deyfingin er lögð svo hægt sé að grípa til bráðakeisaraskurðar strax ef þessi sjaldgæfa aukaverkun kemur upp. Niðurstaða þessarar rannsóknar leiðir í ljós að þrátt fyrir mjög góða verkja- stillingu sem PCB deyfingin gefur fæðandi konum þá er öryggi hennar ekki nægilegt til að tryggja heilbrigði hins nýfædda barns og verður því aflögð við HSS í núverandi mynd nema í þeim tilvikum að skurðstofuvakt sé til staðar. Heimildaskrá Bobak, I. M. og Jensen, M. D. (1993). The maternity and gynecologic care (5.útg.). St.Louis: Mosby. Enkin, M. W„ Keirse, M. J. N. C., Neilson, J. P.. Crowther, C. A„ Duley, L„ Hodnett, E. D. og Hofmeyr, G. J. (2000). A guide to effec- tive care in pregnancy and childbirth. (3.útg.). Oxford: Oxford medical publications. Konráð Lúðvíksson. (1978). Filosofi omkring paracervicalblockad. Óútgefið handrit. Lieberman, A. B. (1992). Easing labor pain; The complete guide to a more comfortable rewarding birth. Boston: The Harvard Common Press. Nieminen, K. og Puolakka, J. (1997). Effec- tive obstetric paracervical block with redu- ced dose of bupivacaine. A prospective randomized double-blind study comparing 25mg(0,25%) and 12,5mg(0,125%) of bupi- vacaine. Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavia, 76(1): 50-4. Ranta, P„ Joupilla, P„ Spalding, M„ Kangas- Saarela, T. og Jouppila, R. (1995). Para- cervical block- a viable altemative for labor pain relief? Acta Obstetricia et Gynecolo- gica Scandinavica,14s: 123-6 V/ LANDSPÍTALI HASKÓLASJ ÚKnAHÓS ‘Kve.rtnasvið Landspítalans óskgr öHnm [jósnuzðrum ogföts/q/Uíum peirra gkðiíegrajóía og farsczídar á rtýju ári. Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.