Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 22
Eins og að framan greinir voru rann- sóknarhóparnir sambærilegir hvað varðaði bakgrunn kvennanna utan sanr- setningar með tilliti til hlutfalls frum- byrja og fjölbyrja. Hlutfallslega fleiri frumbyrjur voru í hópi kvenna er dvöldu lengur á sjúkrahúsi og hlut- fallslega fleiri ijölbyrjur í hópi þeirra er útskrifuðust snemma heim og þáðu heimaþjónustu ljósmæðra (X2=5,7, P< 0,05). Heildarúrtakið var vel normaldreift með tilliti til aldurs. Ekki reyndist marktækur munur á aldri kvennanna á milli rannsóknarhópa (P>0,05) en meðalaldur kvenna í heimaþjónustu var 30,5 ár (sf = 8,3; aldursbil = 16-44 ára) og kvenna í sængurlegu 31,5 ár (sf = 7,9; aldursbil = 18-44 ára). Meðalaldur kvennanna allra var 31 ár. Ekki reyndist marktækur munur á hjúskaparstöðu á milli hópa (X2= 2,6; P> 0,05), en í heildina voru 7% þátttak- enda einstæðar mæður á móti 93% þeirra sem voru giftar eða í sambúð. Mynd 2 Menntun þátttakenda beggja hópa Þjónustuform □ sængurlegudeild □ heimaþjónusta Mynd 2 sýnir dreifingu á menntun þátttakenda. Ómarktækur munur var á milli hópa varðandi menntun kvenn- anna (X2=5,2, P> 0,05). Flestar konur höfðu lokið námi á háskólastigi eða um 43% (n=109), urn 29% kvennanna höfóu lokið bóklegu námi á framhalds- skólastigi (n= 73) um 9% (n=23) starfs- námi eða iðnnámi og um 19% (n= 49) grunnskólaprófi eða minna. Samanburður á viðhorfum kvenna til þjónustunnar eftir hópum, þ.e. í heimaþjónustu eða á sængurlegudeild. Dreifing meðaltalsskora úr öllum kvörðunum þremur, FRÆÐSLU; ÁNÆGJU, ÞJÓNUSTU, var svolítið skekkt þar sem hlutfallslega fleiri konur sýndu jákvæð viðhorf til þjónustunnar í öllum kvörðunum. Þar sem ekki var um normaldreifingu að ræða var notast við Mann-Withney próf. Mynd 3 Viðhorf kvenna til veittrar fræðslu N= 122 133 sænguriegudeild heimaþjónusta Rannsóknarhópar; sængurlegud. vs. heimaþj. Eftir því sem meðalskorin voru lægri þeim mun jákvæðari voru konurnar til þjónustunnar. Mynd 3 sýnir samanburð meðaltala á milli hópa úr FRÆÐSLU kvarðanum auk staðalfrávika og dreif- ingar innan hvors hóps. Marktækur munur var á því hversu góða fræðslu konur töldu sig fá eftir því hvort þær voru í heimaþjónustu eða á sængurlegudeild og voru konur er þáðu heimaþjónustu að meðaltali ánægðari (P< 0.01). Þrátt fyrir almennt jákvæð viðhorf kvenna í heimaþjónustu þá má greina örfáa útlaga þ.e. konur sem skera sig úr og eru frekar óánægðar. Meðalskor kvenna á sængurlegudeild eru mun dreifðari um normalkúrfuna. Mynd 4 Anægja/óánægja með þjónustuna N = 123 131 sængurlegudeild heimaþjónusta Rannsóknarhóparisængurlegud. vs. heimaþj. Niðurstöður úr ÁNÆGJU kvarðanum komu svipað út þar sem konur úr heimaþjónustu voru marktækt ánægðari með þjónustuna (P< 0.01). Sjá mynd 4. Mynd 5 Viðhorf kvenna til þjónustuþátta 13.5 o 3.0 í II :-2.s £ S 2.0 á15 ÖT 1.0 .5 N = 110 132 sængurlegudeild heimaþjónusta Rannsóknarhópar: sængurlegud. vs. heimaþj. Dreifing meðalskora einkum í hópi heimaþjónustukvenna var hér mjög skekkt þar sem langflestar konumar utan örfárra útlaga voru mjög ánægðar með þjónustuna. Þjónustukvarðinn sýndi einnig marktækan ntun á viðhorf- um kvenna til ákveðinna þjónustuþátta (P<0,01). Niðurstöðurnar voru í sam- ræmi við niðurstöður hinna kvarðanna þar sem heimaþjónustukonur voru mark- tækt jákvæðari. Likt og í ÁNÆGJU kvarðanum var hér þó nokkur skekkja í dreifingu meðalstiga þar sem flestar konur virðast hafa frekar jákvæð við- horf til þjónustuþáttanna. Þegar skoðað var með Mann-Witney prófi, áhrif bakgmnns á meðalstig allra kvarðanna kom i ljós að aldur, menntun og hjúskaparstaða reyndust ekki hafa marktæk áhrif á viðhorf kvenna til þjón- ustunnar. Hins vegar kom fram í öllum kvörðunum þremur marktækur rnunur á meðalskorum eftir því hvort um var að ræða ffumbyrju eða fjölbyiju (P< 0,05). Þar sem hlutfallslega fleiri frumbyrj- ur voru í hópi kvenna af sængurlegu- deild var ákveðið að skoða með fjöl- breytu-anova hvort þessi þáttur skýrði þann marktæka mun sem kom fram á milli rannsóknarhópa í öllum kvörðun- um. í ljós kom að þessi þáttur, það er að hlutfallslega fleiri frumbyijur voru i sængurleguhópnum skýrði ekki þann marktæka mun sem kom fram á við- horfum kvenna eftir þjónustuformi. Niðurstöður er sérstaklega varða heimaþjónustu Ijósmæðra Þegar konur í heimaþjónustu voru 22 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.