Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 15
Og meta þörf á örvun eftir framgangi fæðingar, þe. útvíkkun og stöðu höfuðs á alveg sambærilegan hátt og ef konan væri án deyfingar. Mikilvægt er að við læknum ekki hríðamynstur eins og það ritast á pappírnum heldur metum við vinnuna sem hríðarnar skila. Oxytocin á þriðja stigi fæðingar Sýnt hefur verið fram á að fyrirbyggj- andi notkun oxytocins á þriðja stigi fæðingar dregur verulega úr blóðtapi og blóðleysi hjá nýorðnum mæðrum (5). Það ætti því að gefa öllum fæðandi konum þetta lyf um leið og bamið er fætt þar sem þörf á blóðgjöf minnkar verulega. Aukaverkanir þessa lyfs í skammtinum 10 ae í vöðva eða 5 ae hægt í æð eru mjög fátíðar, en þó er alvarlegur hjartasjúkdóniur frábending þar sem lyfið getur valdi - blóðþrýst- ingslækkun sem konur mtJ fast útflæði hjartans geta ekki bætt upp með aukn- ingu á hjartsláttartíðni. Einnig getur verið varasamt að gefa mjög hypo- volemískum konum þetta lyf þar sem það getur valdið enn frekara blóðþrýst- ingsfalli (6). Fyrirbyggjandi notkun oxytocins á þriðja stigi fæðingar hefur þó mun færri og vægari aukaverkanir í för með sér en t.d. gjöf Methergins og þó að virkni oxytocins sé e.t.v. aðeins minni en Methergins er það kjörlyf í öllum fæðingum þar sem ekki er sérstök hætta á blæðingum. Heimildir (1) Williams Obstetrics, Eighteenth Ed., Cunningham, MacDonald, Gant. 1989 Bls. 195 (2) High Risk Pregnancy. Management Op- tions. James, Steer, Weiner, Gonik. 1994 Bls. 1046 (3) Friedman EA (1954) The graphic analysis of labour. American Joumal of Obstetrics and Gynecology 68:1568-1571. (4) ArulkumaranS, Yang M, Ingemarssonl, PiaraS, Ranam SS (1989) Augmentation of labour: Does oxytocin titration to achieve preset active contraction area values produce better obstetric outcome? Asia and Oceania Journal of Obstetrics and GYnaecology 15:333-337. (5 Elboume, DR. Prendiville, WJ. Carroli, G. Wood, J. McDonald, S. Prophylactic use of oxytocin in the third stage of labour. [Systematic Review] Cochrane Pregnancy and Childbirth Group Cochrane Database of Systematic Reviews. 3, 2004. (6) Why Mothers Die 1997-1999 The Con- fidential Enquiries into Matemal Deaths in the United Kingdom 1997-1999, London, RCOG Press 2001. Framboð _ / til formanns LMFI Ég heiti Guðlaug Einarsdóttir og hef gefið kost á ntér til for- mannsembættis í Ljósmæðra- félaginu frá næsta vori. Ég er 35 ára gömul, hlaut B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands vorið 1994 og útskrifaðist sem ljósmóðir frá sama skóla árið 1998. Á tæplega sjö ára ljós- móðurferli mínurn hef ég starfað á Selfossi, Landspítalanum, Isafirði og á Akureyri, auk þess sem ég vann með sjálfstætt starfandi ljósmæðrum í Hollandi í nokkra mánuði. Siðast vann ég á fæðingardeild í Danmörku í hálft annað ár. Undanfarin rúm þrjú ár höfum við ijölskylda mín búið i Danmörku vegna byggingarfræðináms mannsins míns, Jóns Friðriks Matthíassonar. Við eigum ijögur börn og munum við flytja til íslands næsta vor. Áður en ég fluttist til Danmerkur gegndi ég ritarastarfi í Ljósmæðrafélaginu í eitt ár og fékk þá innsýn í störf stjórnar- innar. Eg hef mikinn áhuga á því að starfa meira fyrir félagið og ie8gja mitt að mörkum í að gera Ljósmæðrafélagið að öflugu stéttarfélagi sem ber hagsmuni félagsmanna iyrir brjósti, hvort sem það eru kaup og kjör, menntunarmál eða kærumál. Félagi sem hvetur ljósmæður til dáða. Með kveðju, Guðlaug Einarsdóttir LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJ ÚKRAHÚS Ljósmæður óskast á fæðingagang Ekki missa af auglýsingu: Einstakt tilboð; lestu það! Viltu láta Ijós þitt skína leggja rækt við færni þína vera á góðum vinnustað? Fæðingagangur mikils metur munir þú hefja störf í vetur. Ljósmóðurstarf ef viltu vinna vissulega muntu finna frábæran vettvang fyrir þig. Láttu nú fljótt til skarar skríða skrifaðu umsókn innan tíðar eða talaðu beint við mig. Guðrún G. Eggertsdóttir yfirljósmóðir Símar: 543-3247 / 698-9359 e-mail:gudregg@landspitali.is Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.