Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 34
LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJ ÚKRAHÚS Ágrip Inngangur Fósturgreining hefur staðið öllum konum á Islandi til boöa frá árinu 1986. Hófst þá skimun fyrir fósturgöllum með ómskoðun við 18-19 vikur. Frá árinu 1976 hafði öllum konum eldri en 35 ára verið boðin legvatnsástunga. Árið 1999 hófst skimun við 11-14 vikur til að reikna m.a. líkur á litningagöllum og hjartagöllum. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvaða fósturgalla við erum að finna, og að kanna hvort að tilkoma skimunar við 11-14 vikur hafi dregið úr inngripum eins og legvatnsástungum. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturvirk, skoðaður var fjöldi 18-19 vikna ómskoðana , fjöldi fylgjusýna og legvatnsástunga árin 1994-2003 og fjöldi 11- 14 vikna ómskoðana árin 1999-2003. Tekinn var saman fjöldi fósturgalla sem greindir voru með ómun og/eða litningarannsókn og útkoma eftir fæðingu eða krufningu ef fóstureyðing var gerð. Ályktanir Skimun við 11-14 vikur hefur verulega dregið úr inngripum til greiningar litningagalla eins og legvatnsástungum. Á móti kemur að fylgjusýnatökum hefur aðeins fjölgað þar sem konur sem fá vitneskju um að auknar líkur séu á að um litningagalla geti verið að ræða velja þessa aðferð oftar en áður var. Heildarfjöldi inngripa er þó mun minni en áður en skimprófið vartekið upp. Sem dæmi má nefna að á árinu 1995 misstum við 2 fóstur sem má búast við að hafi verið heilbrigð í kjölfar ástungu en greindum 1 litningagalla. Árið 1999 þegar 11- 14 vikna skimun hófst misstum við 1 heilbrigt fóstur en greindum 4 litningagalla. Árið 2002 misstum við 1 heilbrigt fóstur á móti 6 greindum litningagöllum þrátt fyrir að gera mun færri inngrip Heildarfjöldi kvenna í meðgöngu árið 2002 eldri en 35 ára voru um17% sem fyrir hnakkaþykktarmælingu hefði þýtt um 700 ástungur. Því má Ijóst vera að mikil breyting hefur átt sér stað sem hefur það I för með sér að nú greinum við fleiri litningagalla með færri inngripum og þar með missum við færri heilbrigð fóstur. Inngrip pr tilfelli Heilbrigö fóstur tapast: Greint greint '95 225 '99 27 '02 17 '03 8 2 : 1 1 : 4 1 : 6 1 : 12 Fósturgreining á íslandi síðastliðin 10 ár,1994-2003. Maria J. Hreinsdóttir, Kristín Rut Haraldsdóttir, Fósturgreiningadeild Kvs.LSH. Við 11-14 vikna skoðun er hægt að staðfesta fjölda annara fósturgalla en litningagalla og fósturlát greinast oft fyrr en annars hefði verið. Vert er að hafa í huga að um skimpróf er að ræða og greinast því ekki öll tilfelli. Frá upphafi hnakkaþykktarmælinga hafa 3 konur sem mælst hafa skim-neikvæðar fætt börn með litningagalla. Einnig má benda á að allartvíburameðgöngur eru staðfestar snemma, betri upplýsingar fást um fylgju og belgjaskil og er þetta mjög mikilvægt fyrir áhættumat og eftirlit í tvíburameðgöngum. Eins og sést I töflu greinast flestir fósturgallar viö 20 vikna ómun og eru þeir margskonar, allt frá heilaleysi sem ekki er lífvænlegt I að greina t.d. klofna vör og nýrnagalla. Hlutverk fagfólks er að veita foreldrum ráðgjöf stuðning og áframhaldandi eftirlit eftir því sem við á í hverju tilfelli. Legvatnsástunga 19 viKna fóstur Greindir fósturgallar við 19-20 vikna skimum 50 40 30 20 10 0 IÍ1994 ■ 1995 Veggspjaldið var kynnt á ráðstefnu NJF sem haldin var á Grand hótel 20.-22. maí 2004.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.