Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 40
RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEIÐ OG FUNDIR Norræn ráðstefna á vegum Ljósmæðrafélags Islands Ágætu ljósmæður. Eins og allar vita var haldin hér á landi í maí sl. stór ráðstefna á vegum Ljós- nræðrafélags íslands. Nordisk Jordnror Kongress, Mothers of Light: Gentle warriors from past to present. Undir- búningur ráðstefnunnar var mikill. Strax árið 2000 skipaði þáverandi for- maður LMFI Ástþóra Kristinsdóttir undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna. í þeirri nefnd voru ásamt undirritaðri Hildur Kristjánsdóttir, Ólöf Ásta Ólafs- dóttir, Margrét Hallgrímsson, Hrefna Einarsdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigriður Sía Jónsdóttir - síðar bættist svo við núverandi formaður félagsins Ólafía Margrét Guðmunds- dóttir. Árið 2002 baðst Hrefna Einars- dóttir undan nefndarsetu. Fyrsti fundur nefndarinnar var hald- inn 20. nóvember 2000. Þá var strax farið að vinna við að finna þema fyrir ráðstefnuna og hvenær hún skyldi haldin þ.e. finna dagsetningu. Einnig var farið að vinna í að finna hönnuð til að búa til merki (logo) fyrir ráðstefn- una. Fljótlega var ákveðið að dagarnir skyldu vera tveir þ.e. einn og hálfur fyrir fræðslu og einn fyrir skemmtun. Leitað var eftir tilboðum til ráðstefnu- skrifstofa og fyrir valinu urðu Islands- fundir þar sem Þórunn og Unnur ráða ríkjum. Ákveðið var að gera ráð fyrir 3-500 gestum og settir niður dagarnir 20-22. maí 2004. Hana nú þá var það komið og rnikið frá! Eftir miklar vangaveltur í nefndinni var ákveðið að tungumál ráðstefnunnar yrði enska. Helga Birgisdóttir ljósmóðir og lista- kona var fengin til að taka að sér að gera merki fyrir ráðstefnuna og gerði hún það með sóma. Valið var merki í samvinnu við nefndina. Merkið var síðan notað á alla pappíra sem tengdust ráðstefnuni á einhvern hátt. Ákveðið var jafnframt að Helga tæki að sér að gera hluti með merki ráðstefnunnar sem seldir yrðu á ráðstefnunni. Verndari ráðstefnunnar var Frú Vig' dís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti- Verkaskipti í nefndinni urðu þannig að Ástþóra formaður nefndarinnar og Hildur tóku að sér að sjá um samskipt' við íslandsfundi. Hildur, Ólöf Ásta, Margrét, Sigfríður Inga og Sigríður Sía tóku að sér að vera í abstracta nefnd og fóru þær yfir alla innsenda pappíra sem og veggspjöld (postera). Útbúin var heimasíða fyrir ráðstefnuna og hún var auglýst í öllum Norðurlöndunum- Einnig var auglýst i blöðum ljósnræðra- 40 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.