Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 16
Notkun metronidazols eftir fæðingu Inngangur Metronidazol (Flagyl) er öflugt sýkla- lyf gegn loftfælnum sýklum. Lyfið má nota á öðrum eða þriðja hluta með- göngu ef aðrar lyfjameðferðir duga ekki, en ekki á fyrsta hluta meðgöngu vegna skaðlegra áhrifa á fóstur en lyfið getur m.a. framkallað vanskapanir sé það tekið á þessum tíma [1-3]. Sé lyfið notað eftir barnsburð, þá fer það auðveldlega yfir í brjóstamjólk og getur valdið óþægindum. Varðandi nýbura eru skiptar skoðanir um ágæti lyfsins, sumir telja í lagi fýrir konur að nota lyfið þótt þær séu með barn á brjósti [4], aðrir telja í lagi að nota lyfið, sé það notað í litlum skömmtum [5] þegar enn aðrir telja að lyfið ekki ætti að nota ef kona sé með barn á brjósti [6]. Úttekt á tíðni aukaverkana af völdum lyfsins sýnir að slíkt kemur fram í um 12% til- fella. Algengustu aukaverkanirnar eru niðurgangur sem getur leitt af sér óþol gegn laktósa [7], einnig er talið að lyfið geti valdið stökkbreytingum. Vegna mismunandi upplýsinga um áhrif lyfsins á nýbura eru hér þijú dæmi um notkun lyfsins tekin fyrir. Dæmin sýna glögglega hvað það skiptir miklu máli að skoða forsendur lyfjagjafar. í þessu tilfelli skiptir magn bijóstamjólk- ur og virkni mjólkurkirtlanna öllu máli tyrir hve mikið magn af lyfi barnið fær: í upphafi brjóstagjafar Barn móður (60 kg) er tekið með keis- araskurðaðgerð og í kjölfar aðgerðar- innar fær móðirin 600 mg metronida- zol, tvisvar eftir aðgerð til að fyrir- byggja sýkingu. Lyjjastyrkur móður: 600 mg í tvígang samsvarar 1200 mg eða 20 mg/kg. Mælingar sýna að þetta magn gefi blóð- þéttni sem samsvarar um 20 pg /mL. Lyfjastyrkur barns: Gefum okkur að barnið sé u.þ.b. 3 kg og fái um 50-60 mL brjóstamjólk á dag, íyrstu tvo dag- ana. Blóð: Brjóstamjólk hlutfall metr- onidazols er um 1:1. Barnið fær því um 20 mL/kg/dag brjóstamjólk, eða um 20 x 20 = 400 pg/kg/dag. Höfundar Olöf Þóra Sveinbjörnsdóttir; Ijósmóðir, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Sveinbjörn Gizurarson, lyfjafraeðingur; Lyfjafræðideild Háskóla íslands og Lyfjaþróun hf. Báðleggingar: Samkvæmt ofan- nefndu þá innbyrðir barnið um 2% af því magni sem móðirin fær, þegar tekið er tillit til þyngdar barns og móður. Ekki er þörf á því að móðir minnki eða stöðvi brjóstagjöf á meðan lyfja- skammturinn er tekinn inn. Tveimur — þremur döcum eftir fæðingu Barn móður (60 kg) er tekið með keis- araskurðaðgerð og í kjölfari aðgerðar- innai fær móðirin 600 mg metronida- zol, tvisvar, 3 dögum eftir aðgerð vegna sýkingar. Lyjjastyrkur móður: 600 mg í tvígang samsvarar 1200 mg eða 20 mg/kg. Mælingar sýna að þetta magn gefi blóð- þéttni sem samsvarar um 20 pg/mL. Lyjjastyrkur barns: Gefum okkur að barmð sé u.þ.b. 3 kg og fái um 150-200 mL brjóstamjólk á dag, á degi 3 og 4. Blóð: Brjóstamjólk hlutfall metronida- zols er um 1:1. Barnið fær því um 60 mL/kg/dag brjóstamjólk, eða urn 60 x 20 = 1200 pg/kg/dag. Ráðleggingar: Samkvæmt ofan- nefndu þá innbyrðir bamið um 10% af því magni sem móðirin fær, þegar tekið er tillit til þyngdar barns og móður. Sé barnið léttara en 3 kg, en fær um 150- 200 mL mjólk á dag, þá er ekki mælt með lyfjanotkuninni nema undir eftir- liti. En sé barnið þyngra en 3 kg, en fær sama mjólkurmagn, þá er ekki þörf á því að móðir minnki eða stöðvi brjósta- gjöf á meðan lyljaskammturinn er tek- inn inn. Eftir u.þ.b. I mánuð Kona (60 kg) sem hefur verið með barn sitt á brjósti i u.þ.b. einn mánuð, sýkist og fær ávísað metronidazol, 200 mg, þrisvar á dag í fimm daga. Lyjjastyrkur móður: 200 mg þrisvar á dag samsvarar 600 mg á dag eða 10 mg/kg/dag. Mælingar sýna að þetta magn gefi blóðþéttni sem samsvarar um 10 pg/mL (5-17 pg/mL). Lyjjastyrkur barns: Gefúm okkur að barnið sé u.þ.b. 6 kg og fái um 600 mL brjóstamjólk á dag. Blóð: Brjóstamjólk hlutfall metronidazols er um 1:1. Barnið fær því um 150 mL/kg/dag brjóstamjólk, eða um 150 x 10 = 1500 pg/kg/dag (1,5 pg/kg/dag). Ráðleggingar: Samkvæmt ofan- nefndu þá innbyrðir barnið um 15% af því magni sem móðirin fær, þegar tekið er tillit til þyngdar barns og móður. Æskilegt er að móðir minnki eða stöðvi brjóstagjöf á meðan lyfjaskammturinn er tekinn inn. Heimildalisti 1. Briggs GG, Freeman RK and Yaffe SJ. ln: Drugs in Pregnancy and Lactation 4th Edition. A Reference guide to fetal and neonatal risk. Williams & Wilkins, Baltimore p. 585-589, 1994 2. Beard CM, Noller KL, O’Fallon WM. Kurland LT and Dockerty MB. Lack of evidence for cancer due to use of 16 Liósmgðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.