Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 5
Kaup og kjör og Ijósmæður nútímans Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að framundan eru kjaraviðræð- ur ljósmæðra við ijármálaráðherra og er vinna við undirbúning kröfúgerðar á lokasprettinum. Ljósmæðrafélagið leggur áherslu á það að samninganefnd rikisins fyrir hönd íjánnálaráðherra viðurkenni að nám ljósmæðra skuli metið til launa. Það er einnig ein af okkar megin- kröfúm að vinnuvika verði stytt og teljum við í kjaranefnd og stjórn LMFf að ef hægt verði að fá fram styttingu vinnuvikunnar verði um að ræða mikla kjarabót. Það hefur lengi verið rætt um það að vaktavinnufólk ætti að skila færri vinnustundum á viku heldur en þeir sem vinna reglubundna dagvinnu. Það fer enginn í grafgötur með það að vaktavinna er slítandi og einnig hafa rannsóknir hafa sýnt að hún er beinlínis óholl. Við leggjum mikla áherslu á að þörfin fyrir að létta vinnuálagi af vaktavinnuhópnum verði viðurkennd. Mikil vinna liggur í því að undirbúa kröfúgerð og ekki síður að vinna að samningsgerðinni sjálfri. Sá tími sem nú fer í hönd er að mörgu leyti óhentug- Ur til samninga en það má líka spyrja sig hvort einhver tími henti betur en annar. Kjaranefnd er með uppbrettar errnar, tilbúin í slaginn um kaup og kjör Ijósmæðra. Undanfarið ár hefur verið viðburðar- 'íkt hjá okkur í Ljósmæðrafélagi ís- Unds. 85 ára afmæli félagsins var hald- ■ð hátíðlegt í framhaldi af aðalfúndi fé- Ugsins 21. apríl s.l. á Grand Hóteli og var gerð skil á í síðasta blaði í máli og niyndum. Þing norrænna ljósmæðra var haldið á Nordica Hóteli dagana 20.-22. maí, þar sem komu saman á fimmta hundrað Ólafía M. Guðmundsdóttir, formaður LMFI ljósmæðra til að kynna sér nýjustu verkefni ljósmæðra á norðurlöndum. Ennfremur voru aðalfyrirlesarar bæði íslenskir og erlendir. Mikil ánægja var með þetta þing og hafa ljósmæðrafélaginu borist þakkir fyrir það bæði bréflega og símleiðis. Eins og ljósmæður sem komu á þingið sáu, voru ljósmæður sem unnið hafa að listsköpun með verk sín til sölu - þar var um að ræða glermuni Svanborgar Egils- dóttur og leirmuni Helgu Birgisdóttur. Helga tók að sér hönnun merkis ráð- stefnunnar og voru munir þeir sem hún var með til sölu einkum með því merki. Ég vil nota tækifærið og þakka ráð- stefnunefndinni og fýrirtækinu íslands- fundum frábær störf og óska íslenskum ljósmæðrum til hamingju með glæsi- lega ráðstefnu. Fæst í apótekum Ljósmæðrablaðið nóverrtber 2004 5

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.