Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 43

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 43
Ráðstefnugestir í kaffihléi. sruða fyrir hverja konu vaxtamöguleika fósturs. Aðferðina kallar hann, SGA- cust. (= custumized = sérsniðinn). Þetta tólvuprógram er aðgengilegt á síðunni vvww.gestation.net Prógramið hefitr verið þróað með vísindarannsóknum í Bretlandi, Svíþjóð og Nýja-Sjálandi og er frjálst til afnota. Eftir hádegið fjallaði Dr. Gardosi nanar um mikilvægi þess að greina vaxtarseinkun fósturs og fjallaði um tengsl milli vaxtarseinkunar og t.d. fyrirburafæðinga, pre-eclampsíu, cere- fnal palsy og andvana fæðinga. Einnig koni fram hjá honum gildi samhæfðra aðferða við legbotnsmælingar okkar sem vinnum við meðgönguverndina. Þannig fæst á legvaxtarriti áreiðanleg mæling sem vel er hægt að byggja á - áður en kallað er eftir nánari greininga- mati í sónar, einkum flæðismælingum. Miklar og líflegar umræður sköpuðust eftir fyrirlestra Dr. Gardosi og voru ráð- stefnugestir mjög ánægðir með framlag hans til símenntunar okkar hér. í síðasta hluta ráðstefnunnar voru þrír fyrirlestrar um málefni sem eru ofarlega á baugi í meðgönguverndinni hér. Kristín Rut Haraldsdóttir ljósmóðir á Fósturgreiningadeild fór yfir helstu ábendingar um mismunandi ómskoðan- ir á meðgöngu. Hvernig heilbrigðis- starfsfólk skuli standa að útfyllingu beiðna og mikilvægi þess að fræða verðandi mæður vel um tilgang skoð- unarinnar. Einnig kom fram i fyrirlestri hennar að þegar gert er vaxtarmat verða að liða tvær vikur milli sónarskoðana til að fá marktækar mælingar. Brjánn Á. Bjarnason, geðlæknir á LSH ræddi í sínum fyrirlestri um nei- kvæð áhrif geðvandamála á verðandi móður og barn og þá einkum þung- lyndis. Hann fjallaði síðan um stöðu mála í dag varðandi helstu flokka lyfja sem notaðir eru við meðferð á geðsjúk- dómum og lagði áherslu á að mikilvægt sé fyrir konur með geðsjúkdóma að skipuleggja meðgöngu fyrirfram, þar sem möguleiki er að breyta þurfi lyfj- um. Lokafyrirlestur ráðstefnunnar féll í skaut Önnu Bjargar Aradóttur, hjúkrun- arfræðings hjá landlæknisembættinu. Hún talaði um breytingar sem orðið hafa á félags- og heilbrigðismálum þjóðarinnar og heilsulæsi verðandi for- eldra. Þar er átt við hversu vel einstak- lingnum gengur að nálgast og nýta sér upplýsingar til að efla og viðhalda góðri heilsu sinni. Fræðsluþarfir þarf að miða út frá hæfni fólks til að nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt og til lengri tíma litið - hvaða félagslegu - og heilsufarslegu áhrifa er vænst. Ég vil nota tækifærði hér í lok þess yfirliti frá ráðstefnu MM og þakka öllum þátttakendum fyrir komuna sem og fyrirlesurum fyrir þeirra framlag. Hlakka til að sjá ykkur öll á næstu ráðstefnu. Með kveðju, Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Miðstöð mœðraverndar. Kæru Ijósmæður! Alþjóðlega ljósmæðraráðstefnan (ICM) verður haldin í Ástralíu dagana 24.-28. júlí 2005. Þar sem um langt ferðalag er að ræða, er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Eélagið vill leitast við að greiða götu ljós- ^æðra sem hafa áhuga á að komast á raðstefnuna, með því að vinna að ferða- a®tlun og leita tilboða. Þærsem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnar um að setja sig í Sarnband við skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er 'u'' I inna á vefsíðu ráðstefnunnar http://midwifes2005.com/index.shtml. Ráðstefnur á næstunni 17. - 23. mars 2005. Ráðstefna á vegum Midvvifery Today, haldin í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum. Vefslóð ráðstefnunnar er http://www. midwiferytoday.com/conferences/ eugene2005/ 18. -22. maí 2005. Önnur ráðstefna á vegum Midvvifery Today, haldin í Kaupmannahöfn. Vefslóð ráðstefnunnar er http://www.midwiferytoday. com/conferences/denmark2005/ 24. -28 júlí 2005. Alþjóða Ijósmæðraráðstefnan (ICM) verður haldin í Brisbane, Ástralíu. Vefslóð ráðstefnunnar er www.midwives2005.com/ 2. - 5. júlí 2005. Ráðstefna um brjóstagjöf á vegum La Leche League Intcrnational, haldin í Washington DC, USA. Vefslóð ráðstefnunnar er www.lalecheleague.org. 8,- 12 júlí 2005. Ráðstefna urn brjóstagjöf á vegum ILCA, haldin í Chicago, USA. Vefslóð ráðstefnunnar er www.ilca. org/conference/ index.php Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 43

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.