Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 13
Notkun oxytocins í fæðingum Inngangur Orðið oxytocin þýðir í raun „hröð fæð- ing“. Arið 1906 uppgötvuðu menn að extrakt úr aftari hluta heiladinguls olli samdrætti í legvöðva og 1909 var sýnt fram á að þessi extrakt kom af stað leg- samdráttum hjá konum. 1911 var farið að nota þetta frumstæða lyf í hjá fæð- andi konum. 1950 uppgötvaði Du Vign- eaud byggingu oxytocins og fékk hann síðar Nóbelsverðlaunin fyrir störf sín við að skýra byggingu peptíða (1). Oxytocin er lítið peptíð framleitt í taugafrumum þeim sem liggja niður í aftari hluta heiladingulsins þaðan sem oxytocin er losað út í blóðrásina. Það hefur verið þekkt í nær heila öld að oxytocin kernur af stað legsamdráttunr hjá konum sem eru kornnar nálægt fæð- tngu. 1 legvöðvanum þarf að hafa myndast nægilega mikið af oxytocin viðtækjum til að efnið virki en það örvar einnig losun prostaglandína frá decidual vef. Þekking á virkni oxytoc- tns leiddi til þess að hægt var að fram- kalla fæðingar og auka samdrátt í legi fyrir og eftir fæðingu. Notkun Oxytocin er einkum notað í þrenns kon- ar tilgangi: til að koma af stað fæðingu, til að örva fæðingu sem gengur hægt og tú að koma í veg fyrir blæðingu eftir fæðingu. Við gangsetningu fæðingar Oxytocin er venjulega aðeins notað Þegar legháls er orðinn hagstæður, þ.e. Öishop score er >5. Venjulega er byrjað a bví að rjúfa belginn og síðan er með- ferð með oxytocini í dreypi hafin ef þörf er á. Þó kemur til greina að hefja °xytocin meðferð áður en belgur er fofinn ef höfuð fóstursins stendur hátt eða er mjög hreyfanlegt. Sumir hafa þó hhtið að þessi aðferð geti aukið hættu á legvatnsblóðreki en slíkt er þó erfitt að staðfesta vegna þess hve sjaldgæfur sá fylgikvilli er. Oxytocin ætti alltaf að gefa í dropateljara eða sprautudælu til Hulda Hjartardóttir; kvensjúkdóma- og fæðingalæknin Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. að reyna að forðast ofskömmtun fyrir slysni. Lyfið má blanda í salt- eða sykurlausn og mismunandi styrkleikar eru notaðir. Mælt er með að hefja með- ferðina með 1-4 mU/mín og tvöfalda skammtinn á 15-30 mínútna fresti þar til fæðing er komin í góðan gang eða hámarksskammti er náð (2). Hámarks- skammtur er venjulega álitinn vera 32mU/mín. (Á Kvennadeild LSH er notaður styrkleikinn 10 ae af oxytocini í 500ml af 5% dextrósa. Miðað við skömmtunina hér að framan er þá upp- hafsskammtur 3-12ml/klst upp í mest 106 ml/klst). Þegar fæðingin er komin vel af stað er stundum hægt að lækka skammtinn eða jafnvel stöðva meðferð- ina þar sem líkami konunnar hefur þá tekið að framleiða endogen oxytocin og viðheldur fæðingunni á eðlilegan hátt. Venjulega er þó haldið áfram nreð sí- dreypi þar til fæðingin er afstaðin og gjarnan þar til a.m.k. klukkustund er liðin frá fæðingu, oft í hærri skammti. Meðferð með oxytocini í nefúða er ekki ætluð þunguðum konum, skömmt- un er mjög ónákvæm og engar rann- sóknir eru til á styrk lyfsins í blóði þungaðra kvenna þegar þetta lyfjaform er notað. Við hríðaörvun Fæðingar taka misjafnlega langan tíma og er stundum erfitt að dæma það hvenær fæðing er farin að taka óeðli- lega langan tíma. Þó er rétt að hafa við- mið og byggist viðmið flestra á vinnu Friedmans sem kont fyrstur fram með partogramið 1954 (4). Hann sýndi fram á að fæðingar kvenna eru svipaðar hvar sem er í heiminum og ekki munur á tímalengd þeirra. Meðalhraði útvíkkun- ar hjá frumbyrju í aktífum fasa er 1,2 cm/klst og hjá fjölbyrju 1,5 cm/klst. Þegar útvíkkun legháls eykst hægar aukast líkur á að grípa þurfi til keisara- skurðar og annarra inngripa. Langdreg- in fæðing þreytir móður og barn, eykur hættu á sýkingum og legbresti og blæð- ingu eftir fæðingu. Það er þvi mikil- vægt að átta sig fljótt á því þegar fæð- ing er orðin óeðlilega langdregin og hjálpa móðurinni að fæða á sem eðli- legastan hátt. Notkun partograms þar sem útvíkkun og staða fósturhöfuðs í grind er sett upp í graf á móti tímaás hefur reynst mjög gagnlegt í þessu tilliti. Ef fæðingin hefur gengið hægt frá upphafi er oftast talað um snemm- komna legtregðu (primary dysfunc- tional labour) og er þetta algengast hjá frumbyrjum. Þetta ástand skapast oftast af ósamhæfðum og/eða veikum sam- dráttum sem skila ekki nægilegum árangri. Þetta ástand svarar oftast oxy- tocin meðferð. Ef útvíkkun hefur geng- ið vel í byrjun aktífa fasans en stöðvast síðan er oftast talað um síðbúna leg- tregðu (secondary arrest of labour). Slíkt ástand er dænrigert í þeim tilvik- um þar sem um grindarþrengsli eða misræmi fósturs og grindar er að ræða. Ástæða þessa þarf þó alls ekki alltaf að vera vísbending um misræmi fósturs og grindar og oft er hægt að hjálpa þessum konum til að fæða með aðstoð oxytoc- ins. Utiloka þarf augljósar ástæður hjá Ljósmæðrablaðið novembcr 2004 13

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.