Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 32
fæðingu og fái eingöngu brjósta- mjólk mætir örugglega næringar- þörfum heilbrigðs, fullburða ný- bura. 2. Heilbrigður, fullburða nýburi sem fer á brjóst snemma og þegar hann vill þarfnast ekki blóðsykursmæl- ingar og þarf ekki ábótagjafir. 3. Gæta að því að nýburi tapi sem minnstum hita: Þurrka nýbura vel og setja strax við húð móður (WHO, 1997; Haninger og Farley, 2001). 4. Helja brjóstagjöf strax og nýburinn er tilbúinn: Setjið barnið á brjóst ef mögulegt innan 30-60 mínútna frá fæðingu. Rannsóknir hafa sýnt að um það bil 20 mínútum eftir fæðingu byrjar nýburinn að sýna að hann vilji fara á brjóst („stage of readiness"). Forðist eins og mögu- legt er aðskilnað móður og barns þar til fyrstu vel heppnuðu brjósta- gjöfinni er lokið. 5. Hvetjið til tíðra gjafa án ábótar. 6. Leggja á brjóst við íyrstu merki um hungur: Grátur er seint merki um hungur. 7. Hvetjið til að halda mikið á baminu: Það að halda á barni minnkar grát hjá þeim og svitamyndun; það varðveitir orkubirgðir nýburans í formi glúkósu og fitu. 8. Það að taka nákvæma sögu, gera áhættumat, klínískar athuganir og líkamsskoðun er mikilvægara en blóðsykursmæling ein og sér þegar lagður er grunnur að viðeigandi meðferð fyrir barnið (Haninger og Farley, 2001). 9. Heilbrigður fullburða nýburi á brjósti þróar ekki með sér einkenni um hypoglykemiu vegna ónægra fæðugjafa. Það barn þarf að meta með tilliti til undirliggjandi sjúk- dóma; barn sem drekkur ekki eða er slappt gæti verið veikt. 10. Athuga þarf með áreiðanleika og næmni mælisins sem notaður er. Mælir sem er með lélega næmni og sértækni á ekki að nota til að greina hypoglykemiu. 11. Ef að þarf að skima barn fyrir hypoglykemiu ætti ekki að gera það fyrr en 4-6 klst. eftir fæðingu (sjá þó lið 12). Nútíma ráðleggingar eru að viðhalda bóðsykursgildum ný- bura yfir 2.2-2.5 mmol/1; gildi þar fyrir neðan þarfnast vandlegrar at- hugunar á ástandi barnsins því það gæti endurspeglað undirliggjandi sjúkdóm frekar en of litla næringu. 12. Tafarlaust á að mæla blóðsykurs- gildi hjá börnum sem eru með ein- kenni og eru fyrirburar, vaxtarskert börn, börn sykursjúkra mæðra eða eru veik og þá gilda ekki ofannefnd atriði (WHO, 1997; Haninger og Farley, 2001). Klínísku dæmin mín í Ijósi fræðilega kaflans Eftir að hafa farið í gegnum fræðilegt efni tengt hypoglykemiu tel ég að börn- in í dæmunum hér á undan hafi öll verið meðhöndluð rangt. Blóðsykur var mældur of snemma hjá þeim öllum sem jrjónar aðeins þeim tilgangi að finna styrk blóðsykurs þegar hann er í eðli- legu lágmarki. Rannsóknir hafa sýnt að blóðsykur er í lágmarki á milli 1-2 klst. aldurs en hækkar á 3ju klst. þrátt fyrir fóstu. Enn frekar er i heimildum hug- mynd um að aðlögun nýbura að jafn- vægi á blóðsykri sé breytileg eftir forða þeirra á öðrum orkuefnum eins og ketonum fyrir efnaskipti í heila. Börn á brjósti hafa hærri gildi ketóna. Fæðingarmáti er ekki talin áhættu- þáttur. Keisarabörn þarf því ekki að skima fyrir blóðsykri ef að þau eru heilbrigð, fullburða og ekki í áhættu fyrir hypoglykemiu. Barnið sem átti foreldra frá Græn- höfðaeyjum var greint vaxtarskert og var þá miðað við okkar staðal en móð- irin var áberandi lágvaxin miðað við okkur. Á haustráðstefnu Miðstöðvar mæðraverndar 1. oktober s.l. flutti Dr. Jason Gardosi erindi um vaxtarseinkun fósturs en hann hefur m.a. gert tölvu- forrit varðandi áætlaðan fósturvöxt og fæðingarþyngd. Þá er tekið tillit til ýmissa þátta hjá móður (t.d. stærða og þjóðflokks), fóstri og meðgöngu (customised charts). Dr Gardosi talaði um að að börn sem fæddust með lága fæðingarþyngd miðað við meðgöngu- lengd (SGA) væru ekki endilega vaxt- arskert nema að tillit væri tekið til þess- arra þátta. Það getur munað allt að 20% á þyngd barna hvort þau gætu talist vaxtaiskert eða ekki út frá þessum ein- staklingsmiðuðu vaxtaráætlunum. (Gardosi, 2004). Á síðustu árum hefur erlendu fólki á íslandi Qölgað mjög mikið og tel ég að nauðsynlegt sé að taka í notkun einstaklingsmiðaðar vaxt- aráætlanir í mæðravernd ef við ætlum að viðhafa fagleg vinnubrögð. Aö skima heilbrigðan fullburða ný- bura er ekki stutt fræðilegum rökum og getur haft neikvæð áhrif á brjóstagjöf. Það var því óviðeigandi að mæla blóð- sykur hjá barninu sem ekki tók brjóst fyrsta daginn sinn og gefa því þurr- mjólk. Rétta meðferðin í því tilfelli var áframhaldandi stuðningur og aðstoð við brjóstagjöf. Eina barnið í dæmisögunni sem getur flokkast i áhættuhóp var barnið sem átti móður sem var með með- göngusykursýki. Það barn var líka mælt of snemma og viðmiðunarmörkin voru of há (2,8 mmol/1) miðað við heimild- irnar sem ég gat um. Annað sem mikið heíur verið gagn- rýnt og ég minntist ekkert á eru blóð- sykursmælar. Það er efni í annað verk- efni. Margskonar mælar hafa verið notaðir og flestir eru ónákvæmir. Ekki er að sakast við framleiðendur því mæl- arnir eru framleiddir fýrir sykursjúka þar sem minna máli skiptir hvort talan er 2 eða 2.5mmol/l. Mælarnir eru næm- ari þegar mæla á háan blóðsykur. Ef að barn mælist með lágan blóðsykur á blóðsykursmæli á að staðfesta það með blóðprufú sem er greind á rannsókn- arstofu. Blóðsykursmælirinn á að vera skimunartæki en ekki greiningartæki ef að ekki liggja fyrir rannsóknir sem sýna að hann er nákvæmur þegar hypo- glykemia er metin (WHO, 1997). Lokaorð Eg tel að við verðum að íhuga grund- vallar mikilvægi „fyrst af öllu gerurn engan skaða“ („primum non nocere“) öllum þeim eðlilegu nýburum sem eru skimuð vegna frjálslegrar stefnu um skimun. Það leiðir til frekari prófa og meðferðar, oft ónauðsynlegra og mögu- lega skaðlegra. Byggir heilbrigðisstafs- fólk sem skimar heilbrigða nýbura frjálslegar aðgerðir sínar á tækni- hyggju? Vilhjálmur Árnason segir í bók sinni „Siðfræði lífs og dauða“ að kjarni tæknihyggjunnar sé að tæknilegur hugsunarháttur sé alhæfður yfir á svið þar sem hann á ekki við eða að vægi hans einhliða elft á kostnað annarra þátta. Ef að við skoðum blóðsykurs- skimanir út frá kenningu tæknihyggj- unnar þá eru óviðeigandi blóðsykurs- mælingar gerðar á heilbrigðum nýbur- um sem stendur til boða bijóstamjólk og niðurstöður oftúlkaðar á kostnað brjóstagjafar. Ég tel að það þurfi að endurskoða verklagsreglur er varða blóðsykursskimanir á íslenskum nýbur- um og þá sérstaklega keisarabörnum sem er stór hluti nýburanna okkar. Við verðum að standa vörð um nýbura sem stendur til boða brjóstamjólk að hann fái ekki að nauðsynjalausu eitthvað annað sem er verri kostur og stuðla 32 Ljosmæðrablaðið nóvember 200-t

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.