Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 36
Ljósmœðw œfa handbragðið við saumaskapinn. • Ekki er alltaf hægt að greina skaða á sphincter með berum augum og því er mikilvægt að skoða allar konur rectalt fyrir saumaskap til að meta rifuna, jafnvel þótt rifan virðist ekki djúp eða nái langt niður sbr. hnappa- gatarifan. • Mælt er með „overlap“ aðgerð við saumaskap á sphinctervöðvaþráðun- um en ekki svokallaða „end to end“ aðferð. • Dr. Sultan lagði mikla áherslu á að greina 3. gr. rifu. Það vill loða við ljósmæður að það sé ekki góð ljós- móðir sem „láti“ konuna rifna niður í sphincter. Aðallatriðið er að greina rifuna svo konan sé vel saumuð og meðhöndluð. Það er alvarlegra að missa af þessum rifum en að „láta“ konuna rifna. • Við svokallaðar „vasarifur“ (húð í spöng heil en djúp rifa fyrir innan sem gæti náð niður í sphinctervöðv- ann) getur verið nauðsynlegt að klippa spöngina til þess að betur gangi að greina og sauma rifuna. • Mikil aukning er á lögsóknum í Bret- landi vegna afleiðinga þess að grein- ing á rifu hefur verið röng hjá ljós- móður/lækni. Lögð var áhersla á góða skráningu og lýsingu jafnvel með teikningu. Telji ljósmóðir að ekki þurfi að sauma rifu ætti hún að Sigríður og Agústa einbeittar á svip. fá álit annarrar ljósmóður og skrá ákvörðun sína. Ef konan neitar að vera saumuð þarf undirskrift hennar. • Rætt var hvort sleppa ætti að sauma einfaldar rifur. Ekki var mælt með því nema ef eingöngu húð er rifin og ekki blæðir. Engin rannsókn er til sem sýnir að það sé betra að sauma ekki. Hættan er að missa af rifum sem eftir á að hyggja hefði átt að sauma. Áhættuþættir Ræddir voru nokkrir áhættuþættir: • 6 % hærri tiðni fyrir hvert aldursár konunnar. • Hærri tíðni hjá konum af asískum uppruna og lægri tíðni hjá konum af afrískum uppruna. • Hærri tíðni við aukna þyngd barna. • Hærri tíðni hjá frumbyrjum. Saumaskapur Við sáum myndband af aðferð við saumaskap og í lokin æfðum við okkur á gínum með alls konar rifum. Mælt var með Vicryl 2/0 rapide í allar 2. gráðu rifur og episitomiur. Nokkur atriði sem hafa ber í huga : • Sauma eins fljótt og hægt er eftir fæðingu (minni sársauki og minni hætta á sýkingu) • Ekki hafa konuna í stoðum, ef mögu- legt er, heldur með fætur á rúminu (sést betur hvernig rifan fellur saman) og í þægilegri stellingu. • Hafa gott ljós. • Ekki vera hrædd við að kalla eftir áliti annarrar ljósmóður, engin skömm að því. • Lögð var áhersla á að deyfa vel áður en byrjað var að sauma, nota 20 ml Lidocain (Kona gleymir hríðaverkj- unum en síður sársauka tengdum saumaskap!) • Þreifa rectalt fyrir og eftir saumaskap. • Samkvæmt rannsókn Kettle, Hills, Jones, Darby, Grey og Johanson er ráðlagt að sauma áframhaldandi sauma eingöngu (ekki kappmella) í vagina og ekki nota einstaka hnúta- sauma t.d. í djúpið. Áframhaldandi saumur veldur minni sársauki og herping. Notað er minna magn af saurn og því eyðist hann fyrr og þ.a.l. verður minni bólga/bjúgur. • Hnýta 2-1-1 , varist að herða ekki um of. Saumað áframhaldandi fram vagina að hymen og fyrir ffaman hymen (styrktarsaumur sitt hvorum megin). Áfram með nálina niður í djúpið. Áframhaldandi saurnur þar og endað neðst. Lokað subcutant ekki intracuntant og nota frekar stór spor. Hnýtt efst fyrir innan hymen með Aberdeen hnúti ( endinn tekinn í gegn um lykkju x2 og síðan dreginn alveg í gegn). • Muna góða skráningu. Þrátt fyrir níutíu og fimm ára sam- eiginlegan starfsaldur fannst okkur námskeiðið mjög gagnlegt og greinilegt að enn er hægt að bæta við þekkingar- grunn ljósmæðra á þessu sviði. Að lokum má geta þess að á næsta ári stendur til að sömu kennarar haldi samskonar námskeið hér á Íslandi bæði fyrir ljósmæður og lækna. Agústa Kristjánsdóttir Birna Gerður Jónsdóttir Kristín Viktorsdóttir Sigríður Þórhallsdóttir. Heimildir: Kettle, C., Hills, RK., Jones, P., Darby. L.,Grey, R., Johanson, R. Continuous versus interrupted perinéal repair with standard or rapidly absorbed sutures after spontaneous vaginal birth: a randomised controlled trial. Lancet 2002 ,359:2217-23. Birna Gerður Jónsdóttir, Sigríður Þórhalls- dóttir, Ágústa Kristjánsdóttir og Kristin Viktorsdóttir. 36 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.