Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 37
RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEIÐ OG FUNDIR Stjórnarfundur Norðurlandasamtaka Ijósmæðra (NJF) Fundurinn var haldinn í Reykjavík dagana 19. og 20. maí í tengslum við Norðurlandaráðstefnuna. Fundinn sátu: Asta von Frenckell, frá Finnlandi, forseti NJF, Merja Kumpula frá Finnlandi. Anne Marit Tangen og Siri Kjellberg frá Noregi. Anna Nordljell, Ingela Wiklund annan daginn og Lena Mártensson hinn, frá Svíþjóð. Lillian Bondo og Anne Christi Eng- vig frá Danmörku. Eyðfrið Lisberg Jacobsen og Annika Heidal frá Fær- eyjum og frá íslandi Ólafía M. Guð- 'Uundsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir. Aheyrnarfulltrúar voru Áse Romm- etveit, frá ljósmæðradeild Hjúkrunar- félags Noregs, Kit Hansen, frá Ljós- niasðrafélagi Danmerkur til að kynna verkefnið - „Going south“ og Ástþóra Kristinsdóttir ráðstefnustjóri NJF ráð- stefnunnar í Reykjavík. Ritari: Björk Steindórsdóttir, LMFÍ. Fundurinn hófst á hefðbundnum fundarstörfum þar sem þátttakendur Fynntu sig, kosinn var ritari, dagskrá fundarins var samþykkt sem og fundar- sköp. Farið var yfir fúndargerð síðasta fundar, sem var haldinn i Bergen síðast- liðið vor, enginn fulltrúi frá íslandi sat þann fúnd. Asta von Frenckell forseti flutti því næst skýrslu sína. Hildur Kristjánsdóttir sagði frá undirbúningi lÁIF ráðstefnunnar, góðri þátttöku og áhuga Qölmiðla á henni. Fulltníar land- anna lýstu ánægju sinni með dagskrá og hlökkuðu til ráðstefnunnar. hví næst fluttu fúlltrúar landanna skýrslur sínar og sögðu frá helstu mál- urn hver í sínu landi. Skýrslumar voru 'agðar frant skriflega íyrir fundinn og spunnust nokkrar umræður um þær. Hér á eftir er innihaldi þeirra lýst stutt- •ega og bent á að þær liggja frammi á skrifstofu félagsins eins og áður. Skýrslur landanna Eins og tíðkast hefúr er stafrófsröð þeirra landa sem sendu inn og kynntu skýrslur sínar látin ráða uppröðun og Hildur Kristjánsdóttin Ijósmóðir varðandi ísland var skýrsla okkar í samræmi við skýrslu stjórnar á aðal- fúndi hér heima og vísast til hennar. Danmörk í Danmörku er verið að endurskoða allt heilbrigðiskerfið. Gert er ráð fyrir að „ ömtum“ (amt) verði fækkað og ábyrgð á verkefnum trúlega skipt milli þeirra. Heilbrigðismálin og verkefni þess eru mál málanna í þessari umræðu. Ljós- mæðrafélagið hefúr verið virkt í þessari umræðu og ítrekað bent á að forvarnar- starf sé í hættu á því að hverfa í stóru sjúkrahúsakerfi og að leggja eigi áherslu á að byggja upp öflugt forvarn- arstarf í þessari umbyltingu allri. Mikið hefur verið rætt um skort á ljósmæðrum og um gæði þeirrar þjón- ustu sem ljósmæður eru að veita konum og fjölskyldum þeirra. Heilbrigðisráðu- neytið gerði könnun á aðstæðum og þjónustu ljósmæðraeininga og fæðinga- stofa og þessi skýrsla styrkir þá skoðun Danska Ljósmæðrafélagsins að þjón- ustunni hafi hrakað verulega. Mikil pólitísk umræða er um þjón- ustu ljósmæðra og hefur vinstriflokkur- inn „Enhedslisten“ lagt fram frumvarp til laga unt að konur eigi að eiga rétt á því að hitta ljósmóður á meðgöngu samkvæmt þörfúm og óskum, eiga rétt á samfellu í þjónustu í fæðingu og rétt á samtali við ljósmóður eftir fæðingu. Um þetta lagafrumvarp hefur verið mikil umræða síðastliðin tvö ár og hefúr Ljósmæðrafélagið verið virkt í þeirri umræðu. Þær hafa á fúndum með Heilbrigðisráðherra landsins sýnt fram á að konur fá þjónustu ljósmæðra í fæð- ingu, í færri klukkustundir nú en fyrir 20 árum síðan, á sama tíma og verkefn- um ljósmæðra hefur fjölgað. Talsverð umræða er enn um mennt- un ljósmæðra í Danmörku og eru nú út- skrifaðar fleiri ljósmæður á ári en áður. Ráðgert er að stofna þriðja ljósmæðra- skólann í Danmörku og verður hann í Esbjerg. Lítið fjármagn hefur fengist til endurmenntunar ljósmæðra, þó eru nokkrar ljósmæður í meistaranámi í há- skólum landsins, flestar á eigin kostnað en einstaka eru þó með launaðar stöður við einhvern háskóla til þess að sinna náminu. Ljósmæðrafélagið hefur miklar áhyggjur af aukningu á inngripum í fæðingar. Keisaratíðni er nú 19,6 % í landinu og skýrist aðeins að mjög litlu leyti af óskum kvenna um keisaraskurð. Skýringar á þessu liggja ekki fyrir og spannst nokkur umræða um málið. Heilbrigðisyfirvöld í landinu hafa lýst því yfir að þau líti ekki á keisaraskurð sem frítt val kvenna. Verkjameðferð er einnig mikið í umræðunni og var sagt frá lítilli rannsókn sem birtist í Danska Læknablaðinu. Helsta niðurstaða hennar var að Ijósmæður upplýsa konur ekki nægjanlega unt valkosti i verkjameð- ferð. Ljósmæðrum þykir rannsóknin lé- leg og segja úrtak of lítið (n=50) og benda á að víða sé verið að vinna þró- unarverkefni um upplýst val og fleiri valkosti í verkjameðferð í fæðingu. Ljósmæðrafélagið hefur í samvinnu við félag kvensjúkdóma- og fæðinga- lækna í Danmörku sett af stað verkefn- ið „Den gode fódsel“. Um er að ræða rannsókn tveggja mannfræðinga á því hvað konum finnist vera góð fæðing. Heilbrigðisstarfsmenn í Danmörku sitja nokkuð eftir starfsmönnum í einkageiranum hvað varðar laun og er það áhyggjuefni. Félagið mun semja sjálft um eigin kjör í næstu kjarasamn- Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 37

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.