Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 46

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 46
Að lokinni norrænni Ijósmæðraráðstefnu í Reykjavík Yfirskriftin „Mothers of light“ bar svo sannarlega fögur fyrirheit um gjöfula ráðstefnu norrænna ljósmæðra í Reykja- vík á vordögum. Skemmst er frá því að segja að ráðstefnan gerði gott betur en að standa undir væntingum okkar ljós- mæðranna. Stórkostlegt var að líta inn i salinn fyrsta morguninn þar sem fjöldi ljósmæðra var að koma sér fyrir. Ekki aðeins var skipulagning ráðstefnunnar af hálfu okkar litla ljósmæðrafélags til mikillar fyrirmyndar heldur voru fyrir- lestrarnir hinir fróðlegustu á að hlýða. Óhætt er að segja að íslensku fyrir- lesaramir gáfu þeim erlendu ekkert eftir. Einna helst hefði mátt gagnrýna að enginn fyrirlesaranna kom frá vinnustað mínum, fæðingardeild Landspítala-Há- skólasjúkrahúss. Vonandi verður bætt úr því þegar við komum saman á næstu norrænu ljósmæðraráðstefnu. Ekki aðeins voru fyrirlestramir ífæð- andi, því að heilmikið bættist við í umræðum að þeim loknum, bæði utan og innan fyrirlestrarsalanna. Óformlegar umræður eru ekki hvað síst dýrmætar á ráðstefnum eins og ráðstefnunni í vor. Þá upplifum við samkenndina hvað sterk- ast, þ.e. að við erum ekki einar með okk- ar áhyggjur og hugleiðingar. Fjöldinn allur af ljósmæðmm er að glíma við sömu vandamál í sínum heimalöndum. Svo er alltaf gaman að fræðast um hvað ljósmæður úti í heimi eru að gera. Ég hef ekki hugsað mér að rekja efni fyrirlestranna. Fremur að reifa hvað eftir sat i huga mínum að ráðstefnunni lokinni. Aðdragandinn að þessum þönkum mínum á sér reyndar nokkuð lengri aðdraganda. Þar sem álagið á ljósmæðrum á mínum vinnustað hefur verið mjög mikið um hríð, bæði vegna aukinnar fæðingartíðni og mannfæðar, hafa áhyggjur mínar af ferli eðlilegrar fæðingar farið vaxandi að undanförnu. Ljósmæðurnar hafa verið með fleiri en eina konu í fæðingu og því þurft að hlaupa milli kvenna, sem segir sig sjálft að gefur ekki mikinn tíma til yfirsetu. Sí minna hefur farið fyrir ljósmæðra- listinni og ljósmæðrahjartað oft orðið býsna kramið. Birna Ólafsdóttin Ijósmóðir á fæðingardeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss Oft og tíðum hefúr þá sú hugsun vaknað hvort við ljósmæður viljum sjá listgrein okkar þróast á þennan hátt. Af þeim ástæðum hafði ég ekki hvað síst áhuga á því að heyra hvort aðrar ljós- mæður á ráðstefnunni hefðu svipaða sögu að segja og hvernig þær tækjust á við svipaðar aðstæður. í ljós kom að margar ljósmæður eru að ganga í gegnum svipaða reynslu í sín- um heimalöndum og höfðu áhyggjur af því að eðlilegum fæðingum færi fækk- andi. Ljóst er að þegar ljósmæður ná ekki að sinna konurn sem skyldi, eykst tíðni mænurótardeyfinga og keisara- skurða jafnframt því sem læknar taka sífellt meira stjómina í fæðingarferlinu. En hvað getum við ljósmæður gert? Ýmislegt kom fram á ráðstefnunni, t.d. um að ljósmæður þyrftu að vera iðnaðri við að vinna að rannsóknum og nýta sér niðurstöður þeirra á sínum vettvangi. Þær þyrftu að þróa sig áfram t.d. með því að sækja ráðstefnur, lesa tímarit og taka þátt í faglegri vinnu. Þannig við- héldu þær sinni eigin stétt og störfum. Ekki er síður mikilvægt að ljósmæð- ur hafi trú á því sem þær eru að gera og séu óhræddar við að hasla sér völl og/eða sækja fram. Við megum heldur ekki gleyma því að rækta okkur sjálfar - eiga og stunda áhugamál utan vinnu eins og svo vel kom fram í erindi Jane Sandall. Ljósmæður sem leggja rækt við sjálfar sig verða betri ljósmæður. Að lokum má svo aldrei gleyma því að ljósmóðir sem sinnir fæðandi konu verður sjálf að hafa trú á eðlilegri fæð- ingu, treysta náttúrunni og styðja kon- una á þann hátt í fæðingunni. Erlendar ljósmæður eru yfirleitt hrifnar af því sem er að gerast í barn- eignarferlinu á íslandi. Sömuleiðis eru þær hrifnar af íslenska ljósmæðranám- inu og hafa jafnvel sótt sér fyrirmyndir þaðan. En eitt finnst þeim þó stinga í stúf, þ.e. hversu lítil samfella býðst barnshafandi konurn hérá landi. Þær eru hissa á því að konur þurfi að fara út á land eða skrá sig i MFS til þess að fá samfellu í ljósmæðraþjónustu. Þeim þykir furðu sæta að ljósmæður á Stór- Reykjavíkursvæðinu sinni aðeins öðrum þættinum í ferli barnshafandi kvenna, þ.e. mæðravemd eða fæðingum. Þvi miður hefúr þetta verið svona ámm saman og merkilegt að ekki skuli enn vera farin af stað þróunarvinna um sani- fellu í bameignarferlinu. Þetta er sér- staklega merkilegt með tilliti til þess að niðurstöður rannsókna gefa skýrt til kynna að samfelld þjónusta í barneign- arferlinu eykur líkur á eðlilegum fæð- ingum. Er það ekki einmitt það sem við ljósmæður óskum hverri fæðandi konu? Eftir að hafa setið velheppnaða ráð- stefnu fór ljósmæðrahjartað aftur að rétta úr sér og slá örar. Þar sem ég stóð þarna með dúndrandi ljósmæðrahjart- slátt varð mér hugsað til þess hversu mikil áhrif listgrein okkar, ljósmóður- fræðin, hefur á líf kvenna. Við höfum > höndum okkar upplifun fæðandi kvenna af fæðingum barna þeirra og barneignarferlinu í heild. Þrátt fyrir að við getum mótað okkar starf eins og list, þá er listin mest fólg>n í því að fylgja konunni og hugmyndum hennar og stuðla þannig að jákvaeðn fæðingarupplifún sem mun fylgja kon- unni allt hennar líf. Ég er stolt að vera ljósmóðir og til' heyra þeirra hópi. Lokaorð mín eru þess>- verum stoltar og gleymum ekki hverjai við erum og hveiju við getum áorkað. Með ljósmæðralistakveðju- 46 L|ósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.